Færsluflokkur: Bloggar

Þýsk, Sænsk, Dönsk, Norsk, Bandarísk, Íslensk - Stjórnarskrár á Íslensku

Stjórnarskrá Þýskalandsgerman_flag

 Grundvallarlög fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland

 I. Grundvallarréttindi

1. gr.

(1) Gildi mannsins er ósnertanlegt. Ríkisvaldinu ber skylda til að virða hana og vernda. 

(2) Þýska þjóðin viðurkennir þessvegna að friðhelg og óframseljanleg mannréttindi séu grundvöllur alls mannlegs samfélags, friðar og réttlætis í heiminum.
 

 2. gr.

(1) Hver maður skal hafa rétt til að njóta frelsis til persónuþroska svo fremi sem hann brýtur ekki réttindi annarra né brýtur gegn reglum stjórnskipunarinnar eða siðareglum. 

(2) Allir hafa rétt til lífs og líkamshelgi. Frelsi einstaklingsins er friðhelgt. Þessi réttindi má ekki skerða nema með heimild í lögum. 

Stjórnarskrá Íslands iceland_map

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

I.
 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

VII.
 65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

 

 

Stjórnarskrá danska ríkisinsDenmark1

Stjórnarskrá danska ríkisins

71. gr.

1. mgr. Persónufrelsi má í engu skerða. Ekki má skerða frelsi dansks ríkisborgara á neinn hátt vegna stjórnmálaskoðana, trúarsannfæringar eða uppruna.

72. gr.

Heimilið er friðhelgt. Húsrannsókn, hald á eignir og rannsókn á bréfum og öðrum skjölum svo og rof á bréf, skeyta- og símtalaleynd, má ekki framkvæma nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild. 

80. gr.

Á mannfundum má vopnuð lögregla aðeins skerast í leikinn eftir að mannfjöldinn í þrígang í nafni konungs og laga hefur fengið fyrirmæli um að dreifa sér.

 

Stjórnarskrá Svíþjóðarsweden_flag_map_819x0

Stjórnskipunarlögin

1. kafli Grundvöllur stjórnskipunarinnar


1. gr. Allt opinbert vald í Svíþjóð er sótt til þjóðarinnar. 

Stjórn sænsku þjóðarinnar grundvallast á skoðanafrelsi og á almennum og jöfnum kosningarétti. Hún kemur fram í stjórnskipan, er byggir á þingræði og fulltrúakjöri og í sjálfstjórn sveitarfélaga.

Um beitingu opinbers valds fer samkvæmt lögum.

2. gr. Opinberu valdi skal beitt með virðingu fyrir jafnræði allra og fyrir frelsi og verðleikum einstaklingsins.

Persónuleg, efnahagsleg og menningarleg velferð einstaklingsins skal vera meginmarkmið opinberrar stjórnsýslu. Á almannavaldinu skal hvíla sérstök skylda til að tryggja réttinn til vinnu, húsnæðis og menntunar ásamt því að vinna að félagslegri forsjá, öryggi og góðum lífsskilyrðum.

Hið opinbera skal stuðla að því, að lýðræðishugsjónir verði leiðarljós á öllum sviðum samfélagsins. Hið opinbera skal tryggja konum og körlum jafnrétti og vernda einkalíf og fjölskyldulíf einstaklinga.

 

Stjórnarskrá Noregsist2_965942-norway-scandinavia-map-with-norwegian-flag

Grundvallarlög Norska Ríkisins

1. gr. 

Konungsríkið Noregur er frjálst, sjálfstætt, ódeilanlegt og óháð ríki. Stjórnarfar þess byggist á takmörkuðu og erfðabundnu konungsvaldi.

5. gr.

Konungurinn er heilagur; hvorki má hallmæla honum né ákæra. Ábyrgðin hvílir hjá ráðherrum hans.

110. b.

Allir eiga rétt til umhverfis sem tryggir heilbrigði, og náttúru sem fær haldið framleiðslugetu sinni og fjölbreytni. Auðlindir náttúrunnar skulu nýttar með almenn langtímasjónarmið í huga, sem tryggir komandi kynslóðum einnig þennan rétt.

Til að geta tryggt rétt sinn samkvæmt undanfarandi málsgrein, hafa borgararnir rétt á vitneskju um ástand náttúruumhverfisins og um áhrif fyrirhugaðrar og þegar hafinnar röskunar á náttúrunni.

110. c.

Stjórnvöldum ber að virða og tryggja mannréttindi.

 

 

 

Stjórnarskrá Bandaríkjanna800px-USA_Flag_Map_svg

Stjórnarskrá Bandaríkjanna

Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velferð og tryggja sjálfum okkur og niðjum okkar blessun frelsisins

I. grein 


1. hluti. Allt löggjafarvald, sem hér er veitt, skal vera hjá sambandsþingi Bandaríkjanna; skulu deildir þess vera öldungadeild og fulltrúadeild.

2. hluti. Fulltrúadeildin skal skipuð mönnum, sem kosnir eru annaðhvort ár af íbúum ríkjanna og skulu kjósendur í hverju ríki fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru fyrir kosningarétti til fjölmennustu deildar í þingi þess ríkis.

 


Loksins komist á lýðræði – Stórmerk ræða Mikaels M. Karlssonar á málþingi um stjórnlagaþing

Loksins komist á lýðræði – Stórmerk ræða Mikaels M. Karlssonar á málþingi um stjórnlagaþing 

(Erindi flutt á Málþingi um Stjórnlagaþing að Skálholti 3 okt 2010. Mikael M. Karlsson er fæddur árið 1943 í New York og bjó í Bandaríkjunum til ársins 1973. Hann lauk meistaraprófi í heimspeki frá Brandeis-háskóla í Massachusetts árið 1970 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1973.)

áður birt á http://www.svipan.is/?p=13345

Loksins komist á lýðræði – Mikael M. Karlsson

Það sem ég mun reyna að koma á framfæri á stuttum tíma er ekkert nýtt eða frumlegt, en ég held að það sé tímabært. Þess vegna er mér sönn ánægja að taka þátt í þessari ráðstefnu í dag.

Sagan segir að Ghandi hafi verið spurður um hvað honum fyndist um vestræna siðmenningu og að hann hafi svarað að slíkt gæti verið ágætis hugmynd. Hið sama mætti segja um lýðræðið – lýðræðið þar sem lýðurinn ræður í einhverjum verulegum skilningi – stjórn fólksins, af fólkinu og fyrir fólkið, svo ég vitni í Abraham Lincoln.

Margir álíta að við búum þegar við lýðræði. Við kjósum okkar fulltrúa í opnum kosningum. Þeir setja sig inn í málefni þjóðarinnar, ræða þessi mál á þinginu og taka síðan yfirvegaðar ákvarðanir samkvæmt eigin málefnalegri sannfæringu og samvisku. Væri það svo væri e.t.v. hægt að tala um lýðræði, en því miður er hvert einasta atriði í þessari fantasíu rangt. Í fyrsta lagi kjósum við ekki eigin fulltrúa í opnum kosningum. Flokkarnir teikna up lista sem við kjósum eftir. Síðan er þinginu skipt í stjórnarflokka og stjórnarandstöðu, sem í raun virkar þannig að stjórnarandstaðan hefur næstum ekkert að segja. Maður hefur enga raunverulega fulltrúa er sitja á þingi nema hann hafi kosið lista einhvers stjórnarflokks, og hvaða flokkar eru í stjórn er háð pólitískum hrossakaupum sem eru ekki nema lauslega tengd kosninganiðurstöðum. Kosningarnar sjálfar byggjast á flokksstýrðum málskrúðsleikritum sem þjóna tilraunum atvinnupólitíkusa til að halda völdum eða komast til valda fremur en á viðleitni til að velta hagsmunum þjóðarinnar málefnalega fyrir sér. Reyndar er málefnaleg umræða að mestu leyti útilokuð, því hvað svo sem menn segja verður túlkað sem flokkspólitísk mælskubrögð. Á þinginu eru menn ekki að hugsa málefnalega um vilja kjósenda eða hag þjóðarinnar heldur um það hvernig þeir geti sjálfir komist áfram í sinni atvinnugrein, nefnilega pólitík, og eru stjórnmálaflokkarnir tæki stjórnmálamanna til þess. Flokkarnir eru fyrst og fremst hagsmunasamtök atvinnupólitíkusa og fyrirgreiðslumaskínur – og þar með leikvellir anddyrishnyppa (lobbíista), sem hafa mun meiri áhrif á framvindu mála en kjósendur.

Slíkt vil ég ekki kalla lýðræði. Það sem ég tel vera mikilvægast eru hugmyndir mínar um markmið stjórnskipunarbreytinga.

Væri einhver tiltekinn maður lýðræðislegur fulltrúi minn – hvort sem ég hefði kosið hann eður ei –væri hann ábyrgur gagnvart mér með þeim hætti að gera sitt besta til að gæta hagsmuna minna og okkar allra og að fræða mig kerfisbundið á hvaða forsendum og með hvaða rökum hann hefur greitt atkvæði á þinginu, a.m.k. í vegamiklum málum, og þannig gæti hann sannfært mig um að hann hafi tekið yfirvegaða ákvörðun samkvæmt eigin samvisku (þótt ég væri eftir sem áður ekki endilega sammála honum).

En við vitum öll að sú er ekki raunin. Raunin er sú að þingmenn greiða atkvæði eins og flokkurinn (þ.e.a.s. flokksstjórn) ákveður, með örfáum undantekningum. Og flokkurinn hugsar ævinlega um næstu kosningar, ekki um hag þjóðarinnar. Landsmenn hafa lengi látið plata sig og trúað því að eitthvað annað en pólitískt leikrit væri í gangi – og þeir hafa jafnvel tekið virkan þátt í þessari vitleysu, ímyndað sér að þeir væru að styðja mikilvægar hugsjónir og gildi, skemmt sér yfir kosningavökum og grætt á fyrirgreiðslukerfinu; ég held að eins og málum er háttað nú hafi flestir séð í gegnum þetta, misst alla trú á flokkspólitik og skilið að þjóðin hefur verið höfð að fífli. Allavega vona ég það, því ef svo er þá er a.m.k. fræðilegur möguleiki fyrir hendi að hún rísi upp og losni við þetta böl sem flokkspólitíkin er. Þá verður e.t.v. möguleiki á lýðræði. En hvernig þá?

Að mínum dómi er tvennt sem þarf til að koma raunverulegu lýðræði í kring – í fyrsta lagi grundvallarbreytingar á stjórnskipan ríkisins og í öðru lagi gjörbreytta pólitíska menningu. Ég held að menningin geti í raun ekki breyst sem skyldi nema stjórnskipanin breytist. Breytingar á stjórnskipan myndu vera til þess að:

1. gera stjórnarskrána að stjórnarskrá fólksins

2. binda enda á atvinnupólitík

3. tryggja ótruflaðar kosningar

4. binda enda á fyrirgreiðslupólitík og anddyrishnyppingu (lobbíisma)

5. tryggja sjálfstæði, hæfi og getu dómstóla, eftirlitsaðila og annarra stofnana sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræði.

Stjórnarskráin (stjórnskipan) er grundvöllur stjórnmála og þyrfti hún að vera samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta fólks til þess að vera lýðræðisleg. Sama gildir um allar stjórnarskrárbreytingar og um alla samninga og sáttmála er varða fullveldi landsins og stöðu þess sem sjálfstæðs lýðveldis. Einnig er nauðsynlegt að tryggja nægilega ítarlega og málefnalega þjóðarumræðu um öll slík mál. Koma þarf í veg fyrir að slík umræða stjórnist af, eða verði fyrir óviðeigandi áhrifum, sitjandi stjórnmálamanna, anddyrishnyppa, auglýsingaherferða, skoðanakannana eða utanaðkomandi aðila. Hér má nefna til dæmis að Evrópusambandið ver 2,4 milljörðum evra á ári í að reka áróður fyrir Evrópu; og það er meira að segja áróðurstofnun innan veggja Háskóla Íslands sem lifir á þessum evrópsku peningum og hvetur til „umræðu“ um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Með því að nefna þetta dæmi er ég ekki að tala á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu heldur að leggja áherslu á það að ákvarðanataka um aðild (eða um viðræður um aðild) liggur hjá þjóðinni sem þarf að fá tækifæri til að ganga í gegnum ítarlega, langa og málefnalega umræðu um málið og taka svo ákvörðun á eigin forsendum með þjóðaratkvæðagreiðslu sem er byggð á auknum meirihluta atkvæða (t.d. 2/3 kjósenda með atkvæðisrétti). Og fyrir þann tíma þyrfti þjóðin að endurskoða núverandi aðild Íslands að EES, að NATO og að GATT (eða WTO), sem hefur aldrei verið samþykkt með þeim hætti sem á við í lýðræðissamfélagi. Aftur legg ég áherslu á það að ég er ekki að boða neina stefnu í þeim málum. Ég er bara að segja að þjóðin þarf sjálf að setja leikreglur lýðræðisins með lýðræðislegum hætti. Raunverulegt lýðræði næst aldrei svo lengi sem pólitík er atvinnugrein, því atvinnupólitíkusar stefna fyrst og fremst að því að komast áfram í sínum starfsferli og eru þess vegna eigin fulltrúar og fulltrúar einhvers flokks frekar en fulltrúa kjósenda. Við þekkum dæmi af því að einhver manneskja fer í borgarráð, verður svo borgarstjóri, fer síðan á þing, og þá í ríkisstjórn, og margir stjórnmálamenn vilja skapa fleiri atvinnumöguleika fyrir sig í gegnum aðild Íslands að Evrópusambandinu – komast þá e.t.v. á Evrópuþing og kannski jafnvel í Evrópuráð. Það segir sig sjálft að slíkt ferli er ekki til marks um að helga sig starfi sínu heldur snýst einvörðungu um framgang einstaklingsins. Tæki og vettvangur slíks ferlis er stjórnmálaflokkur.

Ég held að besta, einfaldasta og skynsamlegasta leiðin til að binda enda á atvinnupólitík sé að takmarka lengd þess tímabils sem einn og sami maðurinn getur verið í pólitískri stöðu og ég held að sex ár myndi vera eðlilegt hámark. Ef maður situr í borgarstjórn í fjögur ár og er borgarstjóri í tvö ár þá er hann búinn með sinn kvóta og fer ekki á þing, í ríkisstjórn, eða til Brussel heldur fer hann aftur í sína raunverulega atvinnu – sem læknir, kennari, bóndi, eða leigubílsstjóri og skapar pláss fyrir aðra í pólitík. Þetta væri út af fyrir sig æskileg valddreifing. En það sem mikilvægara er að þá gæti borgastjóri eða þingmaður raunverulega hugsað um hag kjósenda og þjóðarinnar frekar en um næsta skrefið á sínum starfsferli. Stjórnmálamaðurinn gæti þá búið í samfélagi með okkur hinum frekar en að vera e.k. marsbúi sem hugsar bara um sig og talar eingöngu við aðra marsbúa. Um Alþingi hef ég þá hugmynd að skipta landinu í 5000-kjósenda kjördæmi þar sem hver og einn íbúi kjördæmisins gæti boðið sig fram með undirskriftum 500 kjósenda og myndi bjóða sig fram sem einstaklingur, en ekki sem fulltrúi flokks, fyrirtækis, þrýstihóps eða hreyfingar af neinu tagi. Þingmenn væru kosnir til þriggja ára í senn með möguleika á að vera endurkosnir einu sinni og væri þriðjungur þingmanna kosinn á hverju ári.

Alþingiskosningar verða að vera „ótruflaðar“ ef þingmenn eiga að vera raunverulegir fulltrúar kjördæmiskjósenda. Allt ferlið – undirskriftasöfnun, kynning frambjóðenda, og kosningarnar sjálfar – þyrftu að vera undir stjórn e.k. kosningaráðs sem tryggði að allir frambjóðendur stæðu jafnfætis og að kjördæmisbúar fái frið frá utanaðkomandi aðilum til að geta gert upp eigin hug á eigin forsendum.

Sitjandi þingmenn væru skuldbundnir til að gera grein fyrir atkvæðagreiðslum sínum tvisvar á ári með skýrslu til kjósenda á stöðluðu formi sem þeir þyrftu að semja sjálfir. Kosningaráð myndi hafa umsjón með gerð og dreifingu skýrslnanna.

Fyrirgreiðslupólitík og anddyrishnyppingu þyrfti að banna með lögum sem lýðræðisbrot. Lýðræðisbrot þarf að skilgreina vel og vandlega í hegningarlögum, en með lýðræðisbroti er átt við alls kyns mútur og tilraunir til að hafa áhrif á ákvarðanatöku þingmanns með öðrum hætti en með málefnalegum málflutningi á opinberum vettvangi. Það þyrfti að vera vettvangur þar sem atvinnugreinar, verkalýður, neytendur og aðrir geta sent skilaboð til Alþingis, en svona vettvangur gæti verið til dæmis e.k. efnahagsráð þar sem allir slíkir aðilar tala saman og gera í sameiningu ráðgefandi tillögur til þingsins.

Stjórnarskráin þarf að tryggja sjálfstæði, hæfni og getu dómsstóla, eftirlitsaðila og annarra stofnana sem nauðsynlegar eru til að viðhalda lýðræði. Ekki er ljóst hvernig best væri að gera þetta, en ljóst er að pólitísk ráðning dómara og eftirlitsaðila er fjarstæða. Dómskerfið og eftirlitsstofnanir varða lýðræði á þann hátt að þessar stofnanir eiga að tryggja að lýðræðislega ákvörðuðum lögum og reglum – ekki síst stjórnlögum – sé framfylgt. Allir dómarar og eftirlitsmenn þurfa að vera sérmenntaðir. Ein leið til að skipa þá í embætti gæti verið að nota samkeppnispróf sem byggt er á sérstakri háskólamenntun, eins og er krafist t.d. af öllum dómörum á Ítalíu. Dómsvaldið þarf að vera algjörlega óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi til þess að tryggja lýðræði, eins og sést vel í öðrum löndum þar sem dómskerfið er að miklu leyti undir pólitískum áhrifum og lýðræðið gufar upp. Að miklu leyti eiga sömu sjónarmið um eftirlitsaðila og eiga við um dómara.

Ég held að gott væri að stofna til nýs embættis sem mætti kalla “lýðræðisendurskoðandi”. Hann myndi gegna því hlutverki að rannsaka starfsemi Alþingis, ríkisstjórnar, ráðuneyta, dómsstóla, stjórnir sveitarfélaga, ríkisfjölmiðla og svo framvegis til að finna út hvort lýðræðið sé virt í þessari starfsemi eða hvort menn hafi fundið upp leiðir til að sniðganga lýðræði í stjórnmálum. Lýðræðisendurskoðandi gæti t.d. gefið út ítarlega, opinbera skýrslu á fimm ára fresti um þau mál og gert tillögur um löggjöf eða jafnvel stjórnarskrárbreytingar í ljósi rannsóknanna. Það ætti að skipta reglulega um lýðræðisendurskoðanda, t.d. á fimm ára fresti, og skipa hann á þann hátt sem tryggði að hann væri traustur og óháður eftirlitsmaður.

Að mínum dómi þyrfti stjórnarskráin að tryggja að sjálfstæður fjölmiðill sé rekinn á vegum ríkisins sem hefði það meginhlutverk að fræða þjóðina á traustan og óháðan hátt um öll þau málefni sem hún þyrfti að kunna skil á til þess að kjósa sér fulltrúa og greiða atkvæði á upplýstan hátt (þegar að því kemur). Slagorð þess miðils ætti að vera gegnsæi í stjórnmálum og þjóðmálum. Hann á líka að vera miklvægasti vettvangur gegnumgangandi málefnalegrar þjóðarumræðu um öll slík mál. Meðal starfsfólks þyrfti að vera reyndir og þjálfaðir rannsóknarfréttamenn, og forstjóri þess miðils þyrfti að vera skipaður á einhvern hátt sem tryggði að stofnunin væri líkleg til að gegna sínu áætlaða hlutverki. Til að mynda gæti hann verið kosinn af fréttamannastéttinni til þriggja ára eftir að hafa fengið hæfnisdóm og hann á að vera í þessu starfi í hámark eitt kjörtímabil.

Hér hef ég reifað örfá valin atriði um það sem þyrfti að skoða ef við ætlum að búa við lýðræði hér á landi. Þetta er bara mínar hugmyndir og það eru mörg mikilvæg mál sem ég hafi ekki haft tíma til að fjalla um, t.d. skipun ríkisstórnar og stjórn sveitarfélaga, en ég hef hugmyndir um þau mál líka. Ég hef lagt megináherslu á það að stjórnskipan landsins þyrfti að fá samþykki yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar til þess að teljast vera lýðræðisleg. Eins og sést af því sem ég hef sagt hér vil ég ekki hverfa frá þingbundinni stjórn eða frá fulltrúalýðræði. Þjóðaratkvæði mætti nota oftar en nú er gert, en svokallað beint lýðræði væri að mínum dómi ekki gott fyrirkomulag. Vandamálið er að menn hafa fundið leiðir til að sniðganga lýðræði og ég held að við ættum að stefna fyrst og fremst að því að lagfæra slíka spillingu. Grundvallaratriði þurfum við að festa í stjórnarskrá. Ef hægt er að koma raunverulegu lýðræði í kring, þá er sá möguleiki e.t.v. aðeins fyrir hendi á Íslandi.  Semsagt Ísland hefur tækifæri til að vera leiðandi í lýðræðismálum. En núverandi stjórnmálastétt og þeir sem stjórna henni og græða á henni myndu berjast með kjafti og klóm gegn raunverulegu lýðræði.

© 2010 Mikael M. Karlsson, Loksins komist á lýðræði

( 1 Ræða haldin í Skáholti á Framhaldsmálþingi um stjórnarskrá 3. október 2010. Þessi ræða er lítið annað en hugvekja til að koma umræðum af stað. Margt er óútskýrt og órökstutt.)


undarlegar kröfur Sjálfstæðisflokks vegna Landsdóms !

Í upphafi fékk XD þaðí gegn að trúnaður yrði varðandi vinnu þingmannanefndar, Birgitta Jóns og fl börðust ötulega fyrir að vinna Þingmannanefndar færi fram fyrir opnum tjöldum, en XD náði leyndinni í geng !

 XD hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert brot sé hægt að finna hjá Ráðherrunum Innmúruðu, meðan XD kemst aðþeirri niðurstöðu aðákæra skuli 9 meninga vegna brots á 100gr Almennra hegningarlaga, þrátt fyrir að hafa horft á myndir úr eftirlitsmyndavélum, þrátt fyrir að Saksóknarar Lögreglu hafi EKKI séð brot gegn 100gr, Þrátt fyrir að Valtýr (of tengdur þingverði) er ákvað í samráði við strarfsmann Alþingis Helga Bernódusson er Ásta Ragnheiður þingforseti ber ábyrgð á, að ástæða væri til ákæru vegna 100gr.  

 XD er með þessari afstöðu að skifta Almennum Landsmönnum til missjafnar rétts til Mannréttinda !

Tvö viðtöl vegna ótrólegrar nýuppfundnar Mannréttinda hugsunnar XD um "að aðgát skal höfð í nærveru Innmúraðrar Ráðherra-sálar"  :-)
Sig Líndal Kastljós - http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/streymi/4544928/1/?455
Atli Gísla Kastljós  - http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/streymi/4544932/1/?190

mjög skýrar útskýringar hjá Báðum um að MANNRÉTTINDA sé að fullu gæt !


mbl.is Trúnaðarskjöl í þremur möppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundur 6. Nóvember 2010

 Þjóðfundurinn 2010 verður haldinn 6. nóvember í Laugardalshöll í Reykjavík frá kl. 9:00-18:00.

Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings og þess er vænst að gestir verði um eitt þúsund, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Á Þjóðfundi verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.

Þjóðfundur 2010 byggir að nokkru á þeirri reynslu sem fékkst á Þjóðfundinum á síðasta ári, en umræðuefnið að þessu sinni er stjórnarskrá Íslands. Þátttakendum á Þjóðfundi 2010 gefst því einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarskrá lýðveldisins, með því að taka þátt í umræðum um efni hennar og koma hugmyndum sínum á framfæri. Þjóðfundurinn er því frumkvæði þjóðarinnar til endurbóta á sjálfri stjórnarskránni.

Heimasíða Þjóðfundar 2010 - http://www.thjodfundur2010.is/

 Lög um Stjórnlagaþing

Ákvæði til bráðabirgða.
 Við gildistöku þessara laga skal forsætisnefnd Alþingis skipa þriggja manna undirbúningsnefnd stjórnlagaþings til að undirbúa stofnun og starfsemi þingsins ásamt undirbúningi þjóðfundar og skal nefndin ráða framkvæmdastjóra. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af forsætisráðherra.
 Við samþykkt laga þessara skal Alþingi kjósa sjö manna stjórnlaganefnd sem verði sjálfstæð í störfum sínum. Nefndin fái það hlutverk að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni. Þjóðfundinn skal halda tímanlega áður en kosið verður til stjórnlagaþings samkvæmt lögunum. Miða skal við að þátttakendur á þjóðfundi verði um eitt þúsund talsins og skulu þeir valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá þannig að gætt sé að eðlilegri skiptingu þátttakenda af landinu öllu og að kynjaskipting sé sem jöfnust. Úrtakið skal bundið við þá sem eiga kosningarrétt til stjórnlagaþings og lögheimili á Íslandi. Á þjóðfundinum skal leitast við að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings varðandi stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni og skal nefndin vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman.
Samþykkt á Alþingi 16. júní 2010.Frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 90/2010, um stjórnlagaþing.

7. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Stjórnlaganefnd og undirbúningsnefnd geta óskað ákvörðunar forseta Alþingis um einstök álitamál vegna undirbúnings þjóðfundar og stjórnlagaþings.
    Kostnaður við boðun og störf þjóðfundar og vegna undirbúnings stjórnlagaþings og starfa stjórnlaganefndar skal greiddur úr ríkissjóði.
Alþingi 9 September 2010
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Niðurstaða þingmannanefndar um Rannsóknarskýslu og Ráðherraábyrgð

 

SKÝRSLA þingmannanefndar.

Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, 705. mál, skýrsla þingmannanefnd um sk, þskj. 1501.

Tillaga til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum.
Vinstri Græn, Framsókn og Hreyfingin
Flm.: Atli Gíslason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson,
Eygló Harðardóttir, Birgitta Jónsdóttir.

Málshöfðun gegn ráðherrum, 706. mál, þáltill. AtlG o.fl., þskj. 1502.


Tillaga til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum. 
Samfylking
Flm.: Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir.

Málshöfðun gegn ráðherrum, 707. mál, þáltill. MSch og OH, þskj. 1503.

 

Lög um Ráðherraábyrgð

Almenn Hegningarlög


Breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing

 Nýjar breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing, frábær breyting á kjörseðli sem mun stuðla að mun fleiri gildum athvæðum en fyrri lög buðu uppá.

2. gr.


    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Efst á kjörseðli skulu prentaðar leiðbeiningar um hvernig atkvæðagreiðsla fer fram, sbr. reglur 11. gr. Á kjörseðli skulu vera tuttugu og fimm vallínur. Í fyrstu vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 1. val kjósanda, í annarri vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 2. val kjósanda, í þriðju vallínu standi auðkennistala frambjóðanda sem er 3. val kjósanda o.s.frv. Fremst í hverri vallínu skulu vera ferningar fyrir stafi í auðkennistölu frambjóðanda, jafnmargir og nauðsynlegt er, sbr. 6. mgr. 8. gr. Á bakhlið kjörseðils komi auðkennistákn seðilsins.

3. gr.


    2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning einn eða fleiri fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.


Stjórnarskrár á Íslensku - Þýsk, Sænsk, Dönsk, Norsk, Bandarísk, Íslensk

Stjórnarskrá Þýskalandsgerman_flag

 Grundvallarlög fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland

 I. Grundvallarréttindi

1. gr.

(1) Gildi mannsins er ósnertanlegt. Ríkisvaldinu ber skylda til að virða hana og vernda. 

(2) Þýska þjóðin viðurkennir þessvegna að friðhelg og óframseljanleg mannréttindi séu grundvöllur alls mannlegs samfélags, friðar og réttlætis í heiminum.
 

 2. gr.

(1) Hver maður skal hafa rétt til að njóta frelsis til persónuþroska svo fremi sem hann brýtur ekki réttindi annarra né brýtur gegn reglum stjórnskipunarinnar eða siðareglum. 

(2) Allir hafa rétt til lífs og líkamshelgi. Frelsi einstaklingsins er friðhelgt. Þessi réttindi má ekki skerða nema með heimild í lögum. 

 

 

Stjórnarskrá Svíþjóðarsweden_flag_map_819x0

Stjórnskipunarlögin

1. kafli Grundvöllur stjórnskipunarinnar


1. gr. Allt opinbert vald í Svíþjóð er sótt til þjóðarinnar. 

Stjórn sænsku þjóðarinnar grundvallast á skoðanafrelsi og á almennum og jöfnum kosningarétti. Hún kemur fram í stjórnskipan, er byggir á þingræði og fulltrúakjöri og í sjálfstjórn sveitarfélaga.

Um beitingu opinbers valds fer samkvæmt lögum.

2. gr. Opinberu valdi skal beitt með virðingu fyrir jafnræði allra og fyrir frelsi og verðleikum einstaklingsins.

Persónuleg, efnahagsleg og menningarleg velferð einstaklingsins skal vera meginmarkmið opinberrar stjórnsýslu. Á almannavaldinu skal hvíla sérstök skylda til að tryggja réttinn til vinnu, húsnæðis og menntunar ásamt því að vinna að félagslegri forsjá, öryggi og góðum lífsskilyrðum.

Hið opinbera skal stuðla að því, að lýðræðishugsjónir verði leiðarljós á öllum sviðum samfélagsins. Hið opinbera skal tryggja konum og körlum jafnrétti og vernda einkalíf og fjölskyldulíf einstaklinga.

Stjórnarskrá danska ríkisinsDenmark1

Stjórnarskrá danska ríkisins

71. gr.

1. mgr. Persónufrelsi má í engu skerða. Ekki má skerða frelsi dansks ríkisborgara á neinn hátt vegna stjórnmálaskoðana, trúarsannfæringar eða uppruna.

72. gr.

Heimilið er friðhelgt. Húsrannsókn, hald á eignir og rannsókn á bréfum og öðrum skjölum svo og rof á bréf, skeyta- og símtalaleynd, má ekki framkvæma nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild. 

80. gr.

Á mannfundum má vopnuð lögregla aðeins skerast í leikinn eftir að mannfjöldinn í þrígang í nafni konungs og laga hefur fengið fyrirmæli um að dreifa sér.

 

 

Stjórnarskrá Noregsist2_965942-norway-scandinavia-map-with-norwegian-flag

Grundvallarlög Norska Ríkisins

1. gr. 

Konungsríkið Noregur er frjálst, sjálfstætt, ódeilanlegt og óháð ríki. Stjórnarfar þess byggist á takmörkuðu og erfðabundnu konungsvaldi.

5. gr.

Konungurinn er heilagur; hvorki má hallmæla honum né ákæra. Ábyrgðin hvílir hjá ráðherrum hans.

110. b.

Allir eiga rétt til umhverfis sem tryggir heilbrigði, og náttúru sem fær haldið framleiðslugetu sinni og fjölbreytni. Auðlindir náttúrunnar skulu nýttar með almenn langtímasjónarmið í huga, sem tryggir komandi kynslóðum einnig þennan rétt.

Til að geta tryggt rétt sinn samkvæmt undanfarandi málsgrein, hafa borgararnir rétt á vitneskju um ástand náttúruumhverfisins og um áhrif fyrirhugaðrar og þegar hafinnar röskunar á náttúrunni.

110. c.

Stjórnvöldum ber að virða og tryggja mannréttindi.

 

 

 

Stjórnarskrá Bandaríkjanna800px-USA_Flag_Map_svg

Stjórnarskrá Bandaríkjanna

Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velferð og tryggja sjálfum okkur og niðjum okkar blessun frelsisins

I. grein 


1. hluti. Allt löggjafarvald, sem hér er veitt, skal vera hjá sambandsþingi Bandaríkjanna; skulu deildir þess vera öldungadeild og fulltrúadeild.

2. hluti. Fulltrúadeildin skal skipuð mönnum, sem kosnir eru annaðhvort ár af íbúum ríkjanna og skulu kjósendur í hverju ríki fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru fyrir kosningarétti til fjölmennustu deildar í þingi þess ríkis.



 

Stjórnarskrá Íslands iceland_map

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

I.
 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

VII.
 65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.


Stjórnarskrá danska ríkisins

Denmark-flag  

Stjórnarskrá danska ríkisins

Lög nr. 169 frá 5. júní 1953

 

I. kafli 

1. grein

Stjórnarskrá þessi gildir í öllum hlutum danska ríkisins.

 

2. grein

Takmarkað konungsvald er grundvöllur stjórnskipunarinnar. Konungsvald erfist til karla og kvenna samkvæmt reglum í lögum um ríkisarfa frá 27. mars 1953.

3. grein

Konungur og þjóðþing fara sameiginlega með löggjafarvaldið. Framkvæmdavaldið er í höndum konungs. Dómstólar fara með dómsvaldið.

 

4. grein

Þjóðkirkja Danmerkur er evangelíska lútherska kirkjan og nýtur hún stuðnings ríkisins.

 

II. kafli

5. grein

Konungur getur ekki án samþykkis þjóðþingsins farið með völd í öðru ríki.

 

6. grein

Konungur skal vera í þjóðkirkjunni.

 

7. grein

Konungurinn er lögráða við átján ára aldur. Sama gildir um ríkisarfa.

 

8. grein

Áður en konungur tekur við embætti lýsir hann því hátíðlega og skriflega yfir í ríkisráðinu að hann muni í hvívetna virða stjórnarskrána. Yfirlýsingin er í tveimur upprunalegum eintökum, og fær þjóðþingið annað þeirra til varðveislu í sinni skjalageymslu, en hitt geymist í ríkisskjalasafninu. Geti konungur vegna fjarveru eða af öðrum ástæðum ekki strax gefið nefnda yfirlýsingu fer ríkisráðið með völdin, nema annað sé ákveðið með lögum. Hafi konungur sem ríkisarfi gefið þessa yfirlýsingu tekur hann þegar við völdum við konungsskipti. 

 

9. grein

Ákveðið skal með lögum hvernig með stjórn ríkisins skuli farið ef konungur er eða verður ólögráða, veikur eða fjarverandi. Sé enginn ríkisarfi tiltækur við konungsskipti, velur þjóðþingið konung og ákveður ríkiserfðir.

 

10. grein

1. mgr. Framlög ríkisins til konungs eru ákveðin með lögum. Þessi lög kveða einnig á um hvaða hallir og aðrar eignir ríkisins konungur fær til afnota.

2. mgr. Framlög ríkisins til konungs má ekki setja til tryggingar skuldum.

 

11. grein

Ákveða má með lögum árlegt fjárframlag til meðlima konungsfjölskyldunnar. Þetta framlag má ekki nota erlendis án samþykkis þjóðþingsins.

 

III. kafli

12. grein

Konungur hefur, með þeim takmörkunum sem stjórnarskrá þessi setur, æðsta vald á málefnum ríkisins og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

 

13. grein

Konungur verður ekki dreginn til ábyrgðar og persóna hans er friðhelg. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum og ábyrgð þeirra er nánar ákveðin með lögum.

 

14. grein

Konungur tilnefnir forsætisráðherra og aðra ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður fjölda ráðherra og skiptir með þeim verkum. Undirskrift konungs undir lög og aðrar stjórnarákvarðanir veitir þeim gildi, þegar ráðherra eða ráðherrar skrifa undir þau með honum. Undirskrift ráðherra felur í sér ábyrgð á viðkomandi ákvörðun.

 

15. grein

1. mgr. Ráðherra getur ekki haldið embætti sínu, eftir að þjóðþingið hefur samþykkt vantraust á hann. 

2. mgr. Samþykki þjóðþingið vantraust á forsætisráðherra skal hann að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt, nema boðað sé til kosninga. Ríkisstjórn, sem lýst hefur verið vantrausti á eða beðist hefur lausnar, starfar áfram, þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Starfandi ráðherrar geta einungis sinnt verkum, sem eru nauðsynleg til óraskaðrar embættisfærslu.

 

16. grein

Konungur eða þjóðþing geta ávítað ráðherra fyrir embættisfærslu þeirra. Landsdómur dæmir í málum ráðherra varðandi embættisverk þeirra.

 

17. grein

1. mgr. Ráðherrar skipa í sameiningu ríkisráð, og tekur ríkisarfi sæti í því þegar hann er lögráða. Konungur er í forsæti ríkisráðsins nema í tilfellum, sem greint er frá í 8. grein og í þeim tilfellum, sem löggjafarvaldið í samræmi við 9. grein hefur falið ríkisráðinu að fara með framkvæmdavaldið. 

2. mgr. Öll lög og mikilvægar stjórnarráðsstafanir skal bera upp í ríkisráði.

 

18. grein

Geti konungur ekki haldið ríkisráðsfund, getur hann vísað málum til ráðherraráðsins. Í því sitja allir ráðherrar undir forsæti forsætisráðherra. Atkvæði sérhvers ráðherra um mál er bókað, og ákvörðun er tekin með meirihluta atkvæða. Forsætisráðherra leggur fundarbókanir með undirritunum viðstaddra ráðherra fyrir konung, sem ákveður hvort hann samþykkir ákvörðun ráðherraráðsins eða hvort málið verði tekið fyrir í ríkisráði.

 

19. grein

1. mgr. Konungur kemur fram fyrir hönd ríkisins í alþjóðasamskiptum. Án samþykkis þjóðþingsins getur hann þó ekkert gert, sem eykur eða takmarkar umráðasvæði ríkisins eða undirgengist skuldbindingar, sem atbeina þjóðþingsins þarf til að fullnægja eða hafa meiriháttar þýðingu. Konungur má ekki heldur, án samþykkis þjóðþingsins, segja upp þjóðréttarsamningum, sem þingið hefur áður samþykkt. 

2. mgr. Konungur má ekki án heimildar þjóðþingsins beita hervaldi gegn öðru ríki, nema til varnar gegn vopnaðri árás á ríkið eða danskan herafla. Ráðstafanir, sem konungur grípur til í þessu samhengi skal þegar leggja fyrir þjóðþingið. Sitji þjóðþingið ekki, skal kalla það saman þegar í stað. 

3. mgr. Þjóðþingið velur þingmenn til setu í utanríkismálanefnd, sem ríkisstjórn ráðfærir sig við áður en nokkur ákvörðun er tekin í mikilvægum utanríkismálum. Frekari reglur um störf utanríkismálanefndar ber að ákveða með lögum.

 

20. grein

1. mgr. Ákvarðanir, sem samkvæmt stjórnarskrá þessari falla undir stjórnvöld ríkisins, má með lögum framselja alþjóðlegum stofnunum, sem settar eru á stofn með gagnkvæmum samningum við önnur ríki til að stuðla að alþjóðlegri lögskipan og samvinnu. 

2. mgr. Til að lagafrumvarp samkvæmt 1. mgr. öðlist gildi þarf meirihluta fimm sjöttu þjóðþingmanna. Náist slíkur meirihluti ekki, en þó nægur atkvæðafjöldi til að samþykkja venjulegt lagafrumvarp, og styðji ríkisstjórnin frumvarpið eftir sem áður, skal bera það undir atkvæði þjóðþingskjósenda til samþykktar eða synjunar samkvæmt reglunum um þjóðaratkvæðagreiðslur í 42. grein.

 

21. gr.

Konungur getur látið leggja fyrir þjóðþingið frumvörp til laga og annarra samþykkta. 

 

22. grein

Lagafrumvarp sem þjóðþingið hefur samþykkt tekur gildi sem lög þegar konungur staðfestir það eigi síðar en 30 dögum eftir að það var endanlega samþykkt. Konungur mælir fyrir um birtingu laga og fylgist með framkvæmd þeirra. 

23. grein

Þegar brýna nauðsyn ber til og þjóðþingið getur ekki komið saman, getur konungur gefið út bráðabirgðalög, sem mega þó ekki stríða gegn stjórnarskránni og skulu lögð fyrir þjóðþingið um leið og það kemur saman, til staðfestingar eða synjunar.

 

24. grein

Konungur getur náðað menn og veitt almenna sakaruppgjöf. Konungur getur einungis með samþykkt þjóðþingsins náðað ráðherra, sem dæmdir hafa verið til refsingar af landsdómi. 

 

25. grein

Konungur veitir, annað hvort sjálfur eða með því að fela það hlutaðeigandi stjórnvöldum, heimildir og undanþágur frá lögum, samkvæmt reglum sem voru í gildi fyrir 5. júní 1849 og eru enn i gildi eða hafa síðar verið heimilaðar með lögum.

 

26. grein

Konungur lætur gefa út peninga samkvæmt lögum.

 

27. grein

1. mgr. Reglum um skipun opinberra embættismanna skal skipað með lögum. Engan má skipa embættismann, nema hann sé danskur ríkisborgari. Embættismenn, sem konungur skipar, heita því hátíðlega að virða stjórnarskrána.

2. mgr. Um brottvikningu, flutning í starfi og eftirlaun embættismanna fer eftir lögum, sbr. þó 64. grein.

3. mgr. Konunglega skipaðir embættismenn verða aðeins fluttir til í starfi, án samþykkis þeirra, haldi þeir óskertum embættislaunum og fái að velja á milli slíks flutnings og lausnar frá embætti á eftirlaunum samkvæmt almennum reglum. 

 

IV. Kafli

28. grein

Þjóðþingið starfar í einni málstofu. Á því sitja mest 179 fulltrúar, þar af tveir kosnir í Færeyjum og tveir á Grænlandi. 

 

29. grein

1. mgr. Kosningarétt við kosningar til þjóðþingsins hafa allir danskir ríkisborgarrétt sem eiga lögheimili í ríkinu og hafa náð tilskildum kosningaaldri skv. 2. mgr., þó þannig að viðkomandi hafi ekki verið sviptur lögræði. Það ákvarðast með lögum, að hve miklu leyti refsing og aðstoð, sem samkvæmt lögum er álitin fátækrahjálp, varðar missi kosningaréttar.

2. mgr. Kosningaaldur er ákveðinn af meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt lögum frá 25. mars 1953. Kosningaaldri má breyta með lögum. Konungurinn getur aðeins staðfest frumvarp til slíkra laga, sem þjóðþingið hefur samþykkt, eftir að ákvörðunin um breytingu á kosningaaldri hefur, í samræmi við 5. mgr. 42. gr., verið lögð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem breytingin hefur ekki verið felld.

 

30. gr.

1. mgr. Kjörgengur við kosningar til þjóðþingsins er hver sá sem á kosningarétt til þeirra, nema honum hafi verið refsað fyrir verknað, sem samkvæmt almenningsáliti gerir hann óhæfan til setu á þjóðþinginu. 

2. mgr. Embættismenn, sem eru kosnir á þjóðþingið þurfa ekki leyfi ríkisstjórnar til að taka kosningu.

 

31. gr.

1. mgr. Þingmenn eru kosnir almennum, beinum og leynilegum kosningum.

2. mgr. Nánari reglur um kosningar skulu settar í kosningalögum, sem tryggja réttláta/jafna skiptingu fulltrúa í samræmi við mismunandi skoðanir kjósenda, þ.á m. reglur um það, hvort hlutfallskosningar skuli framkvæma með eða án tengsla við einmenningskjördæmi. 

3. mgr. Við kjördæmaskiptingu skal tekið tillit til íbúafjölda, fjölda kjósenda og dreifingu byggðar.

4. mgr. Í kosningalögum skal setja nánari reglur um kosningu varamanna og setu þeirra á þjóðþinginu sem og framkvæmd mála í tilvikum, þar sem nauðsynlegt reynist að kjósa að nýju. 

5. mgr. Sérstakar reglur um fulltrúa Grænlands á þjóðþinginu má ákveða með lögum.

 

32. gr.

1. mgr. Þjóðþingmenn eru kosnir til fjögurra ára.

2. mgr. Konungur getur hvenær sem er, boðað til kosninga með þeim afleiðingum að umboð þingmanna falla niður þegar kosningar hafa farið fram. Þegar nýtt ráðuneyti hefur verið skipað, er þó ekki hægt að boða til kosninga, fyrr en forsætisráðherra hefur kynnt ráðuneyti sitt á þjóðþinginu. 

3. mgr. Forsætisráðherra skal efna til kosninga, áður en kjörtímabili lýkur. 

4. mgr. Umboð þingmanna falla ekki niður fyrr en að loknum kosningum. 

5. mgr. Með lögum má setja sérstakar reglur um upphaf og lok umboðs þingmanna frá Færeyjum og Grænlandi.

6. mgr. Missi þingmaður kjörgengi fellur umboð hans niður.

7. mgr. Sérhver nýr þingmaður skal heita því að virða stjórnarskrána, þegar kjör hans hefur verið tekið gilt.

 

33. gr.

Þjóðþingið sker sjálft úr um, hvort þingmenn eru löglega kjörnir og hvort þingmaður hefur misst kjörgengi.

 

34. grein

Þjóðþingið er friðheilagt. Sérhver, sem ógnar öryggi þess eða frelsi, og sérhver, sem gefur út eða hlýðir slíkum hvatningum gerir sig sekan um landráð.

 

V. Kafli 

35. gr.

Nýkjörið þjóðþing kemur saman á hádegi tólfta rúmhelga dag eftir kjördag, hafi konungur ekki kallað þing saman fyrir þann tíma. 

2. mgr. Þegar farið hefur verið yfir umboð þingmanna, er þjóðþingið sett og forseti og varaforsetar kosnir.

36. gr.

1. mgr. Þingár hefst fyrsta þriðjudag í októbermánuði og því lýkur sama þriðjudag ári síðar.

2. mgr. Á fyrsta þingdegi þingárs, koma þingmenn saman til fundar á hádegi og þjóðþingið er sett að nýju.

 

37. gr.

Þjóðþingið kemur saman á sama stað og ríkisstjórnin hefur aðsetur sitt. Í sérstökum tilvikum getur þingið þó komið saman á öðrum stað í ríkinu.

 

38. gr.

1. mgr. Á fyrsta fundi þingársins, gerir forsætisráðherra grein fyrir stöðu ríkisins og stefnu stjórnar sinnar. 

2. mgr. Á grundvelli ræðu hans verða haldnar almennar umræður.

 

39. gr.

Forseti þjóðþingsins kallar þingið saman með birtingu dagskrár. Forseti skal kalla saman þjóðþingið, þegar a.m.k. tveir fimmtu hlutar þingmanna eða forsætisráðherra fara skriflega fram á það og tilgreina dagskrá.

 

40. gr.

Ráðherrar hafa í krafti embættis síns rétt til að taka þátt í störfum þjóðþingsins og geta krafist þess að fá orðið eins oft og þeir vilja að þingsköpum aðgættum. Atkvæðisrétt hafa þeir því aðeins, að þeir séu einnig þingmenn.

 

41. gr.

1. mgr. Sérhver þingmaður hefur rétt til að leggja fram frumvarp til laga og annarra samþykkta. 

2. mgr. Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en eftir þrjár umræður á þingi.

3. mgr. Tveir fimmtu hlutar þingmanna geta krafist af þingforseta, að þriðja umræða um lagafrumvarp fari fyrst fram tólf rúmhelgum dögum eftir að það hefur verið samþykkt við aðra umræðu. Krafa þar að lútandi skal vera skrifleg og undirrituð af hlutaðeigandi þingmönnum. Frest má þó ekki veita, ef um er að ræða frumvarp til fjárlaga eða fjáraukalaga, frumvarp til laga um tímabundnar fjárveitingar, um ríkislán, um ríkisborgararétt, um eignarnám, um óbeina skatta og í áríðandi tilfellum frumvarp til laga, sem ekki er hægt að fresta gildistöku á með tilliti til tilgangs þeirra. 

4. mgr. Við kosningar til þings og í lok þingárs falla niður öll lagafrumvörp og tillögur, sem ekki hafa verið endanlega afgreiddar.

 

42. gr.

1. mgr. Þegar þjóðþingið hefur samþykkt lagafrumvarp getur þriðjungur þingmanna innan þriggja rúmhelgra daga, frá því að frumvarpið var samþykkt, krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Kröfu þar um verður að beina skriflega til þingforseta og skal hún undirrituð af öllum hlutaðeigandi þingmönnum.

2. mgr. Lagafrumvarp, sem má bera undir þjóðaratkvæði skv. 6. mgr., getur konungur aðeins staðfest í samræmi við ákvæði 7. mgr. fyrir þann frest sem getið er í 1. mgr. eða áður en þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram.

3. mgr. Þegar þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið krafist um lagafrumvarp, getur þjóðþingið innan fimm rúmhelgra daga frá endanlegri samþykkt frumvarpsins ákveðið, að það skuli falla niður.

4. mgr. Taki þjóðþingið ekki ákvörðun í samræmi við 3. mgr. skal tilkynna forsætisráðherra eins fljótt og auðið er, að lagafrumvarpið skuli borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherra lætur birta frumvarpið og gerir kunnugt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í samræmi við nánari ákvörðun forsætisráðherra, í fyrsta lagi tólf og í síðasta lagi átján rúmhelgum dögum eftir birtinguna.

5. mgr. Í þjóðaratkvæðagreiðslu eru atkvæði greidd með og á móti lagafrumvarpi. Til að lagfrumvarpið falli niður, verður meirihluti þeirra sem atkvæði greiða, en þó minnst þrjátíu af hundraði allra atkvæðisbærra manna, að greiða atkvæði gegn því.

6. mgr. Fjárlagafrumvarp, frumvarp til fjáraukalaga og laga um tímabundnar fjárveitinga, frumvarp til laga um ríkislán, laga um fjölda stöðugilda hjá ríkinu, launa- og eftirlaunalaga, laga um ríkisborgararétt, laga um eignarnám, um beina og óbeina skatta og laga um hvernig framfylgja á samningsbundnum skuldbindingum sem þegar eru fyrir hendi verða ekki borin undir þjóðaratkvæði. Hið sama gildir um frumvörp til laga, sem fjallað er um í 8., 9., 10. og 11. gr., svo og ákvarðanir, sem getið er um í 19. gr., svo framarlega að þær séu í lagaformi, nema það sé ákveðið með lögum í sambandi við síðastnefndu ákvarðanirnar að slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Um stjórnarskrárbreytingar gilda reglurnar í 88. gr.

7. mgr. Í sérstaklega áríðandi tilvikum getur konungur staðfest lagafrumvarp sem má bera undir þjóðaratkvæði, um leið og það hefur verið samþykkt, þegar frumvarpið geymir ákvæði þess efnis. Krefjist þriðjungur þingmanna þjóðaratkvæðisgreiðslu um frumvarpið eða hin staðfestu lög í samræmi við 1. mgr., verður hún haldin samkvæmt fyrrnefndum reglum. Ef lögin eru felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, tilkynnir forsætisráðherra niðurstöðuna án ónauðsynlegra tafa og í síðasta lagi 14 dögum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Frá tilkynningardegi falla lögin úr gildi.

8. mgr. Frekari reglur um þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.á m. í hve ríkum mæli þjóðaratkvæðagreiðslur skuli haldnar í Færeyjum og á Grænlandi, skulu ákveðnar með lögum.

 

43. grein

Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur kalla fólk til herþjónustu eða taka ríkislán án heimildar í lögum. 

 

44. grein

1. mgr. Enginn útlendingur getur fengið ríkisborgararétt nema með lögum.

2. mgr. Um heimild útlendinga til þess að eiga fasteignir skal skipað með lögum. 

45. grein

1. mgr. Frumvarp til fjárlaga fyrir næsta fjárlagaár skal leggja fyrir þjóðþingið í síðasta lagi fjórum mánuðum áður en fjárlagaárið hefst.

2. mgr. Ef búast má við því, að frumvarp til fjárlaga verði ekki afgreitt, áður en fjárlagaárið hefst, skal frumvarp til laga um tímabundna fjárveitingarheimild lagt fyrir þingið.

 

46. grein

1. mgr. Ekki má krefja um greiðslu skatta, fyrr en þjóðþingið hefur samþykkt fjárlög eða tímabundna fjárveitingarheimild.

2. mgr. Ekkert gjald má inna af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum, fjáraukalögum eða lögum um tímabundnar fjárveitingar.

 

47. grein

1. mgr. Ríkisreikningur skal lagður fyrir þjóðþingið í síðasta lagi sex mánuðum eftir lok fjárlagaársins.

2. mgr. Þjóðþingið kýs endurskoðendur. Þeir fara yfir árlegan ríkisreikning og ganga úr skugga um, að allar tekjur ríkisins séu þar færðar og engin greiðsla sé innt af hendi án heimildar í fjárlögum eða öðrum heimildarlögum. Þeir geta krafist allra nauðsynlegra upplýsinga og gagna. Nánari reglur um fjölda endurskoðenda og störf ákveðast með lögum.

3. mgr. Ríkisreikningur með athugasemdum endurskoðenda skal lagður fyrir þjóðþingið til samþykktar.

 

48. gr.

Þjóðþingið ákveður sjálft þingsköp, sem kveða nánar á um fundarstörf og skipulega framkvæmd þeirra.

 

49. grein

Fundir þjóðþingsins eru haldnir í heyranda hljóði. Þingforseti eða sá fjöldi þingmanna sem ákveðinn er í þingsköpum eða ráðherra geta þó krafist þess að öllum óviðkomandi aðilum sé vísað burt. Skal þá ákveðið án umræðna, hvort um málið verður fjallað á opnum eða lokuðum fundi.

 

50. grein

Eigi getur þjóðþingið ákveðið mál nema meira en helmingur þingmanna sé viðstaddur og taki þátt í atkvæðagreiðslu.

 

51. gr.

Þjóðþingið getur skipað nefndir þingmanna til að rannsaka mikilvæg mál. Slíkar þingnefndir geta krafið einstaklinga sem og opinbera aðila um skriflegar eða munnlegar upplýsingar. 

 

52. grein

Við kjör þingmanna í nefndir og til verkefna ræður hlutfallstala.

 

53. gr.

Sérhver þingmaður getur með samþykki þjóðþingsins krafist umræðna um sérhvert opinbert mál og krafið ráðherra um skýringar. 

 

54. gr.

Þjóðþingið má ekki taka við neinu máli nema einhver þingmanna flytji það.

 

55. gr.

Með lögum skal ákveðið, að þjóðþingið velji einn eða tvo menn, sem ekki eru þingmenn, til að hafa sem umboðsmenn þjóðþingsins eftirlit með opinberri og hernaðarlegri stjórnsýslu.

 

56. gr.

Þjóðþingsmenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

 

57. gr.

Ekki má ákæra þingmann eða fangelsa án samþykkis þjóðþingsins, nema hann sé staðinn að verki. Ekki er hægt án samþykkis þingsins að draga þingmann til ábyrgðar utan þings fyrir ummæli hans á þingi.

 

58. gr.

Þingmenn skulu hljóta þóknun og skal upphæð hennar ákveðin í kosningalögum.

 

VI. Kafli

59. gr.

1. mgr. Landsdómur er skipaður allt að fimmtán af þeim dómendum við æðsta dómstól landsins, sem hafa hæstan embættisaldur, og jafn mörgum meðlimum kosnum hlutfallskosningu af þjóðþinginu til 6 ára í senn. Fyrir hvern aðalmann eru kjörnir einn eða fleiri varamenn. Ekki má kjósa þingmenn til setu eða starfa í landsdómi. Ef einn eða fleiri af fulltrúum æðsta dómstólsins geta ekki í einstaka tilfelli tekið þátt í umfjöllun og ákvörðun máls, víkja jafn margir fulltrúar síðast kjörnir af þjóðþinginu úr dómi.

2. mgr. Rétturinn kýs sér forseta úr eigin röðum.

3. mgr. Komi mál fyrir landsdóm, halda fulltrúar kjörnir af þjóðþinginu sæti sínu í réttinum í viðkomandi máli, jafnvel þó málið taki lengri tíma en nemur kjörtímabili þeirra. 

4. mgr. Nánari reglur um landsdóm skulu ákveðnar með lögum.

 

60. gr.

1. mgr. Landsdómur dæmir í málum sem konungur eða þjóðþingið höfða gegn ráðherrum.

2. mgr. Fyrir landsdómi getur konungur, með samþykki þjóðþingsins, höfðað mál á hendur öðrum vegna brota, sem hann telur sérlega hættuleg ríkinu.

 

61. grein

Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. Ekki má setja á stofn sérdómstóla sem fara með dómsvald.

 

62. grein

Dómstörfum skal sífellt haldið aðgreindum frá stjórnsýslu. Reglur þar um skulu ákveðnar með lögum.

 

63. grein

1. mgr. Dómstólar skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði með því að skjóta máli til dómstólanna.

2. mgr. Ákveða má með lögum, að ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda megi skjóta til stjórnsýsludómstóla. §rlausnum slíkra dómstóla má þó skjóta til æðsta dómstóls ríkisins. Nánari reglur hér um skulu settar með lögum.

 

64. grein

Dómendur skulu í störfum sínum fara einungis eftir lögunum. Dómendum verður ekki vikið úr embætti nema með dómi og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á að verið er að koma á nýrri skipan dómstólanna. Þó má veita þeim dómara sem orðin er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en án þess að hann missi tekjur, þar til þeim tíma er náð, að hann hefði látið af störfum sökum aldurs. 

 

65. grein

1. mgr. Málsmeðferð fyrir dómstólum skal vera opinber og málflutningur munnlegur í eins ríkum mæli og unnt er.

2. mgr. Leikmenn skulu taka þátt í meðferð opinberra mála. Nánar skal ákveðið í lögum, í hvaða málum og með hvaða hætti leikmenn taka þátt í málsmeðferð, þ.á m. í hvaða málum kviðdómendur koma við sögu.

 

VII. Kafli

66. grein

Skipulag þjóðkirkjunnar skal ákveða með lögum.

 

67. grein

Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem best á við sannfæringu hvers eins; þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.

 

68. grein

Enginn er skyldur til að inna af hendi gjöld til neinnar annarrar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist.

 

69. grein

Um stöðu annarra trúfélaga en þjóðkirkjunnar skal nánar ákveðið með lögum.

 

70. grein

Enginn má neins í missa af borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum fyrir sakir trúar sinnar eða uppruna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan borgaralegum skyldum sínum.

 

VIII. Kafli

71. gr.

1. mgr. Persónufrelsi má í engu skerða. Ekki má skerða frelsi dansks ríkisborgara á neinn hátt vegna stjórnmálaskoðana, trúarsannfæringar eða uppruna.

2. mgr. Frelsisskerðingu má einungis beita með heimild í lögum.

3. mgr. Sérhver, sem er handtekinn, skal innan sólarhrings leiddur fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus, skal dómari með rökstuddum úrskurði, eins fljótt og auðið er og í síðasta lagi innan þriggja daga, ákveða, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi láta fangann lausan gegn tryggingu, skal ákveða tegund tryggingar og upphæð. Á Grænlandi má víkja frá þessu ákvæði með lögum, sé það nauðsynlegt vegna staðbundinna aðstæðna.

4. mgr. Viðkomandi getur þegar skotið úrskurði dómara til æðra dómstóls.

5. mgr. Ekki má setja mann í gæsluvarðhald fyrir brot, sem eingöngu varðar sektum eða varðhaldi.

6. mgr. Eftir kröfu þess sem sviptur hefur verið frelsi, eða fulltrúa hans, meta dómstólar lögmæti frelsiskerðingar sem beitt er án tengsla við refsimál, og er ekki ákveðin af dómara. Þetta á þó ekki við um frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga. Nánari reglur hér um skulu settar með lögum.

7. mgr. Ráð, kjörið af þjóðþinginu, skal hafa eftirlit með málsmeðferð einstaklinga, sem um er fjallað í 6. mgr. og skulu þeir geta snúið sér til ráðsins.

 

72. gr.

Heimilið er friðhelgt. Húsrannsókn, hald á eignir og rannsókn á bréfum og öðrum skjölum svo og rof á bréf-, skeyta- og símtalaleynd, má ekki framkvæma nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild. 

 

73. gr.

1. mgr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir.

2. mgr. Þegar lagafrumvarp um eignarnám hefur verið samþykkt, getur þriðjungur þingmanna innan þriggja rúmhelgra daga, krafist þess að konungur staðfesti ekki lögin fyrr en að loknum kosningum til þjóðþingsins og eftir að þingið hefur að nýju samþykkt frumvarpið.

3. mgr. Allan ágreining um lögmæti eignarnáms og upphæð bóta má bera undir dómstóla. Með lögum má setja á fót dómstól í því skyni að skera úr um upphæð bóta.

 

74. gr.

Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til.

 

75. grein

1. mgr. Kappkosta skal með tilliti til almannaheilla, að sérhver vinnufær maður eigi möguleika á starfi með kjörum sem tryggja afkomu hans.

2. mgr. Sá skal eiga rétt á styrk úr almennum sjóði, sem eigi fær séð fyrir sér og sínum, og sé eigi öðrum skylt að framfæra hann, en þá skal hann vera skyldum þeim háður, sem lög áskilja.

 

76. gr.

Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á kennslu í opinberum skólum án endurgjalds. Foreldrar eða lögráðamenn, sem sjá sjálfir til þess, að börn fái kennslu sambærilega þeirri, sem veitt er í opinberum skólum, eru ekki skyldugir til að láta börnin ganga í opinbera skóla.

 

77. grein

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar opinberlega á prenti, í rituðu máli og töluðu; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar fyrirbyggjandi tálmanir má aldrei leiða í lög að nýju. 

 

78. grein 

1. mgr. Borgararnir eiga rétt á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi án þess að sækja um leyfi til þess fyrirfram. 

2. mgr. Félög, sem starfa eða reyna að ná markmiðum sínum með ofbeldi, hvatningu til ofbeldis eða svipuðu refsiverðu athæfi gegn þeim sem hafa aðrar skoðanir, má leysa upp með dómi.

3. mgr. Ekkert félag má leysa upp með stjórnarráðsstöfun. Þó má banna félag um sinn, en þá verður þegar að höfða mál gegn félaginu til þess að það verði leyst upp.

4. mgr. Málum sem varða bann við starfsemi stjórnmálasamtaka má án sérstaks leyfis skjóta til æðsta dómstóls ríkisins.

5. mgr. Réttaráhrif þess, að félag er leyst upp skulu nánar ákveðin í lögum.

 

79. gr.

Borgarar eiga rétt á að safnast saman óvopnaðir án sérstaks leyfis. Lögregla hefur heimild til að vera á opinberum samkomum. Banna má mannfundi undir berum himni, þeggar uggvænt þykir, að af þeim leiði óspektir.

 

80. gr.

Á mannfundum má vopnuð lögregla aðeins skerast í leikinn eftir að mannfjöldinn í þrígang í nafni konungs og laga hefur fengið fyrirmæli um að dreifa sér.

 

81. gr.

Sérhver vopnfær maður er skyldur til að taka sjálfur þátt í vörnum föðurlandsins, eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum.

 

82. gr.

Rétti sveitafélaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipað með lögum.

 

83. gr.

Forréttindi í lögum bundin við aðal, titil og tign eru afnumin.

 

84. grein

Ekkert lén, óðal, erfðaeign eða aðra ættarinnistæðu má stofna héðan í frá.

 

85. gr.

Um herinn verður ákvæðum í 71., 78. og 79. gr. aðeins beitt með þeim takmörkunum sem leiðir af reglum hersins.

 

IX. Kafli

86. gr.

Kosningaaldur við kosningar til sveitastjórna og sóknarnefnda, er á hverjum tíma hinn sami og við þingkosningar. Í Færeyjum og á Grænlandi ákvarðast kosningaaldur við kosningar til sveitastjórna og kirkjusókna með lögum eða í samræmi við lög.

 

87. gr.

Íslenskir ríkisborgarar, sem í samræmi við lög um afnám sambandslaganna njóta sama réttar og danskir ríkisborgarar, halda réttindum þeim sem stjórnarskráin veitir og eru bundin dönskum ríkisborgararétti.

 

X. Kafli

88. gr.

Samþykki þjóðþingið frumvarp sem felur í sér stjórnarskrárbreytingu og beiti ríkisstjórn sér málinu í vil, skal boða til nýrra þingkosninga. Ef nýkjörið þing samþykkir frumvarpið óbreytt, verður innan hálfs árs eftir endanlega samþykkt að leggja breytingarnar undir dóm kjósenda. Nánari reglur um atkvæðagreiðsluna skulu ákveðnar með lögum. Samþykki meirihluti þeirra, sem atkvæði greiða og minnst fjörutíu hundraðshlutar atkvæðisbærra manna ákvörðun þjóðþingsins og staðfesti konungur ákvörðunina, fær hún gildi sem stjórnlög.

 

XI. Kafli

89. gr.

Stjórnarskrá þessi tekur þegar gildi. Í samræmi við stjórnarskrána frá 5. júní 1915 með breytingum frá 10. september 1920, situr þó síðastkjörið ríkisþing þar til nýjar kosningar hafa farið fram í samræmi við reglurnar í kafla IV. í stjórnarskránni. Þar til kosningar hafa farið fram, eru ákvæði stjórnarskrárinnar frá 5. júní 1915 með breytingum frá 10. september 1920 um ríkisþingið í gildi.


Stjórnarskrá Svíþjóðar

 Flag_Sweden Stjórnarskrá Svíþjóðar


Samkvæmt 3. gr. 1. kafla stjórnskipunarlaga Svíþjóðar eru stjórnskipunarlögin, ríkiserfðalögin, prentfrelsislögin og grundvallarlögin um tjáningarfrelsi stjórnarskrá ríkisins. Verður hér vikið að forsögu núgildandi stjórnarskrár Svíþjóðar og efnisákvæðum hennar lýst í fáum orðum. 

1.0. Forsaga.

Svíþjóð hefur átt ritaða stjórnarskrá frá miðri 14. öld, en þá var sett þjóðarskrá, sem gilti fyrir allt landið. Í konunglega sáttmálanum, sem var hluti hennar, voru ákveðin grundvallarákvæði um stjórnarskrána. Eftir lok 16. aldar var aukið við hana einhliða yfirlýsingum sem konungar gáfu er þeir tóku við völdum. Grundvallarhugmyndin að baki þessum stjórnarskrárákvæðum var að setja reglur um valdhafa. Þessi hugmynd og stjórnarákvæðin sjálf sættu nokkrum sinnum andmælum af hálfu þeirra sem fóru með konungsvaldið. Á þessum tíma skiptist á algert einræði og þingræði.

Fyrstu stjórnskipunarlögin voru sett árið 1634, tveimur árum eftir dauða Gústafs Adolfs II, og giltu aðallega sem lög um ríkisstjóra sem þá var skipaður. Þau höfðu fyrst og fremst að geyma ákvæði um stjórnsýsluna. Stjórnskipunarlögin frá 1634, ásamt mikilvægum viðaukum, voru einnig í gildi frá 1660-1672 þegar ríkisstjóri stýrði ríkinu fyrir Karl XI. Á valdaárum Karls XI og Karls XII var einveldi. 

Við andlát Karls XII á árinu 1718 hrundi staða Svíþjóðar sem stórveldis og einveldis. Ný stjórnskipunarlög voru sett 1719 og önnur útgáfa lítið breytt var samþykkt ári síðar. Þar var kveðið á um þingræði og skiptingu valds á milli konungs, ráðherra og þingsins. Meirihluta þingsins var heimilt að tilnefna ráðherra og setja þá af. Konungurinn hafði með yfirlýsingu lofað að fylgja niðurstöðum þingsins og hann hafði aðeins tvö atkvæði í ríkisstjórninni auk úrslitaatkvæðis. Ef hann var í minnihluta skyldi hann fylgja niðurstöðu meirihlutans. 

Á þessu tímabili spruttu upp nýungar í stjórnarskrármálum. Prentfrelsislög voru samþykkt árið 1766, en þau fjölluðu um prentfrelsi og aðgang að opinberum skjölum. Lögð var áhersla á mismunandi vægi grundvallarlaga og annarra laga. Það var lögfest að samþykki tveggja þinga með kosningum á milli þyrfti til að breyting á stjórnarskrá tæki gildi. Þá var það samþykkt að ekki einungis stjórnskipunarlögin heldur einnig prentfrelsislögin og þingskapalögin mynduðu stjónrarskrá ríkisins. ÞIngskapalögin voru samþykkt 1723. Þau kváðu á um það hvernig störfum þingsins skyldi hagað. Fyrstu þingskapalögin voru sett 1617. Þau voru að því leyti frábrugðin þingskapalögunum frá 1723 að stjórn starfssemi þingsins var í höndum konungs. Fyrsti umboðsmaður þingsins var útnefndur árið 1766.

Þingræði lagðist af við valdarán Gústafs III árið 1772 og ný stjórnskipunarlög voru sett. Eftir annað valdarán konungs árið 1789 hófst tímabil einræðis. Eftir valdarán í kjölfar byltingarinnar 1809 var Gústaf Adolf IV þvingaður til að leggja niður völd og ný stjórnskipunarlög voru sett. 

Ný þingskapalög og prentfrelsislög voru samþykkt árið 1810 og ríkiserfðalögin 1809. Stjórnarskráin frá 1809 sætti miklum breytingum í tímans rás og er ný stjórnskipunarlög voru samþykkt árið 1974 hafði svo til öllum ákvæðum hennar verið breytt. 

Stjórnskipunarlög voru samþykkt á árunum 1973 og 1974. Þau tóku gildi 1. janúar 1975. Breytingar voru gerðar á þeim varðandi grundvallarréttindi og frelsi á árunum 1976 og 1979. Á árinu 1994 var henni breytt m.a. vegna lögleiðingar Mannréttindasamnings Evrópu og inngöngu Svíþjóðar í Evrópusambandið. Á árinu 1991 voru samþykkt grundvallarlög um tjáningarfrelsi og þau tóku gildi 1. janúar 1992. Þingskapalög eru frá 1974, en eru ekki hluti af stjórnarskránni eins og var áður. Ríkiserfðalögin eru frá 1809 og prentfrelsislögin frá árinu 1949. 

2.0. Stjórnskipunarlögin frá 1974

2.1. Grundvallarreglur stjórnarskrárinnar.

1. kafli stjórnskipunarlaganna kveður á um að stjórnskipan skuli vera lýðræðisleg og þingræðisleg. Lýðræði og þingræði eru grundvöllur stjórnkerfisins. Auk þess er sjálfstjórn sveitarfélaga mikilvægur þáttur þess. Áhersla er lögð á að meðferð opinbers valds sé bundin af lögum, sbr 1. gr. 1 kafla. Því eru lýðræði, þingræði og lögbundin meðferð opinbers valds grundvöllur uppbyggingar og starfsemi ríkisins.

2.2. Mannréttindi.

Ákvæði um borgaraleg réttindi í stjórnskipunarlögunum frá 1974 voru í eðli sínu til bráðabirgða. Endurskoðun á þeim leiddi til breytingar á lögunum á árinu 1976. Fleiri réttindi voru færði í stjórnskipunarlögin og vernd þeirra réttinda sem fyrir voru aukin að ýmsu leyti. Annars vegar var fjöldi ófrávíkjanlegra réttinda aukinn, þ.e. réttinda sem aðeins verður gerð undantekning frá eða afnumin með breytingum á stjórnarskránni. Hins vegar var aukin vernd þeirra réttinda sem sættu takmörkunum með ýmiskonar grundvallarvernd að því er varðar eðli og umfang takmarkananna. 

2. kafli stjórnskipunarlaganna fjallar um grundvallarréttindi og frelsi einstaklinga. Breytingar á þessum kafla laganna á árinu 1979 vörðuðu formlega vernd réttindanna, þ.e. sérstaka málsmeðferð þegar teknar eru ákvarðanir sem varða réttindin. Á árinu 1994 voru samþykktar frekari breytingar á þessum kafla laganna. Staða eignarréttar samkvæmt 18. gr. var styrktur og sett voru ákvæði um rétt til menntunar og til að reka atvinnustarfssemi. Þá var samþykkt ákvæði um stöðu sænsks réttar gagnvart Mannréttindasáttmála Evrópu en hann varð hluti af sænskum lögum 1. janúar 1995, sbr. 23 gr. Þessar breytingar tóku gildi 1. janúar 1995.

2.3. Önnur ákvæði.

Í 3. kafla laganna fjallar um þingið og almennar kosningar. Á árinu 1994 voru gerðar þær breytingar að almennar kosningar skulu nú haldnar á fjögurra ára fresti í stað þriggja áður. Í 4. kafla eru ákvæði um starfssemi þingsins. Nánari ákvæði um þingið er að finna í þingskapalögum og reglugerðum settum með heimild í þeim. Í 5.-7. kafla eru ákvæði um þjóðhöfðingjann, ríkisstjórnina og störf hennar. Valddreifing er í samræmi við þingræðisreglu og ákvörðunarrétt almennings. Þjóðhöfðinginn tekur engan þátt í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Í 8. kafla eru ákvæði um setningu laga og reglugerða. Meginreglan er að einunigs þingið hefur löggjafarvald. Í 9. kafla eru ákvæði um fjárveitingarvaldið. Í 10. kafli eru ákvæði um samskipti við önnur ríki. Breyting var gerð á þeim kafla á árinu 1994 vegna inngöngu Svíþjóðar í Evrópusambandið, sbr. 5. gr. Í 11. kafla er fjallað um réttarskipan og stjórnsýslu. Í 12. kafla eru ákvæði um eftirlit þingsins með störfum stjórnvalda og í 13. kafla eru sérstök ákvæði, sem eiga við á ófriðartímum eða þegar ófriður er yfirvofandi. 

3.0. Ríkiserfðalögin. 

Ríkiserfðalögin kveða á um hver taki við konungdómi í Svíþjóð. Eins og áður var getið eru lögin frá 1809. Konungsvald gengur í erfðir. Þeim var breytt árið 1979 þannig að konur geta nú tekið við konungdómi. 

4.0. Prentfrelsislögin frá 1949.

Fyrstu prentfrelsislögin eru frá 1766. Tvær mikilvægar reglur voru þá lögfestar. Sú fyrri varðaði bann við ritskoðun og sú síðari almennt frjálsa prentun og dreifingu á opinberum skjölum sem varða dómsmál og stjórnsýslumál og aðgangur að þeim skjölum var í samræmi við það frjáls. Prentfrelsislögin frá 1812 voru í gildi til 1950. Núgildandi prentfrelsislög eru mjög ítarleg. Það má rekja til þess að í tíð eldri laga hafði það reynst mögulegt að fara í kringum ákvæði laganna að mörgu leyti þar sem þau voru ekki nægilega nákvæm. 

Ástæðan fyrir því að prentfrelsi nýtur að miklu leyti stjórnarskrárverndar í Svíþjóð byggist á þeirri skoðun að prentfrelsi sé eitt af hornsteinum frjáls samfélags. Tilgangi þess er lýst í prentfrelsislögunum sem vernd fyrir frjáls skoðanaskipti og upplýsingaöflun. Prentfrelsið er skýrgreint sem réttur til að tjá hugmyndir og skoðanir á prenti, til að gefa út skjöl og dreifa upplýsingum og fréttum um hvað sem er. Prentfrelsið er samt ekki algert. Því verður að beita í samræmi við ákvæði prentfrelsislaganna, sem er ætlað að vernda rétt einstaklinga og taka tillit til almennra öryggissjónarmiða.

5.0. Grundvallarlög um tjáningarfrelsi frá 1991.

Þann 1. janúar 1992 tóku gildi grundvallarlög um tjáningarfrelsi. Rétturinn til að tjá skoðanir sínar, hugsanir sínar o.fl. í öðrum miðlum en tímaritum og prentuðu efni hafa samkvæmt þeim fengið stjórnarskrárvernd. Lögin taka til útvarps, kvikmynda, myndbanda og tiltekinna annarra nýrra miðla.

6.0. Þingskapalög frá 1974.

Þingskapalög eru ekki lengur hluti af stjórnarskrá Svíþjóðar. Sérákvæði gilda þó um breytingar á lögunum. Þingskapalög geyma ákvæði um skipulag og verklagsreglur þingsins. Ákveðnar grundvallarreglur er að finna í stjórnskipunarlögunum en nánari útfærsla þeirra er gerð í þingskapalögum. 

Hér á eftir birtist þýðing á stjórnskipunarlögum Svíþjóðar. Vegna umfangs grundvallarlaganna um prentfrelsi og tjáningarfrelsi var sú ákvörðun tekin að lýsa efnisatriðum þeirra frekar en að birta nákvæma þýðingu þeirra. Ríkiserfðalögin eru undanskilin.*

--------------------------------
* Við þýðingu stjórnskipunarlaganna var stuðst við 115. útgáfu Sveriges rikes lag, sem útgefin er af Olle Höglund, Norstedts Juridik árið 1994 sem og endurprentun hennar í Svensk författningssamling (skjal nr. 1483) með breytingu þeim sem gerðar voru á stjórnskipunarlögum Svíþjóðar á árinu 1994. Auk þess var stuðst við bókina, The Constitution of Sweden, sem gefin var út á vegum sænska þingsins árið 1989, sem og ritið Yttrandefrihetsgrundlagen, sem dómsmálaráðuneytið gaf út árið 1993.

 

 

Stjórnskipunarlögin

1. kafli Grundvöllur stjórnskipunarinnar


1. gr. Allt opinbert vald í Svíþjóð er sótt til þjóðarinnar. 

Stjórn sænsku þjóðarinnar grundvallast á skoðanafrelsi og á almennum og jöfnum kosningarétti. Hún kemur fram í stjórnskipan, er byggir á þingræði og fulltrúakjöri og í sjálfstjórn sveitarfélaga.

Um beitingu opinbers valds fer samkvæmt lögum.

2. gr. Opinberu valdi skal beitt með virðingu fyrir jafnræði allra og fyrir frelsi og verðleikum einstaklingsins.

Persónuleg, efnahagsleg og menningarleg velferð einstaklingsins skal vera meginmarkmið opinberrar stjórnsýslu. Á almannavaldinu skal hvíla sérstök skylda til að tryggja réttinn til vinnu, húsnæðis og menntunar ásamt því að vinna að félagslegri forsjá, öryggi og góðum lífsskilyrðum.

Hið opinbera skal stuðla að því, að lýðræðishugsjónir verði leiðarljós á öllum sviðum samfélagsins. Hið opinbera skal tryggja konum og körlum jafnrétti og vernda einkalíf og fjölskyldulíf einstaklinga.

Efla ber möguleika þeirra manna, sem skipa hóp minnihluta um þjóðerni, tungumál eða trú, til að varðveita og þróa eigin menningu og samfélagslíf. 

3. gr. Stjórnskipunarlögin, ríkiserfðalögin, prentfrelsislögin og grundvallarlög um tjáningarfrelsi eru stjórnarskrá ríkisins.

4. gr. Þingið er í forsvari fyrir þjóðina. 

Þingið setur lög, ákveður skatta til ríkisins og ákveður hvernig tekjum ríkisins skuli varið. Þingið hefur eftirlit með stjórnun og stjórnsýslu ríkisins.

5. gr. Þjóðhöfðinginn er konungur eða drottning, sem samkvæmt lögum um erfðaröð ríkisarfa fer með krúnu Svíþjóðar.

Það sem í lögum þessum segir um konung skal gilda um drottningu, ef hún er þjóðhöfðingi.

6. gr. Ríkisstjórnin stýrir ríkinu. Hún ber ábyrgð gagnvart þinginu.

7. gr. Í ríkinu skulu vera sveitarfélög og landsþingssveitarfélög. Ákvörðunarvald sveitarfélaganna er í höndum kjörinna fulltrúa.

Sveitarfélögum er heimilt að leggja á skatt til að standa straum af útgjöldum sínum.

8. gr. Dómstólar annast dómgæslu og stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga annast opinbera stjórnsýslu.

9. gr. Dómstólar, stjórnvöld og aðrir, sem annast opinbera stjórnsýslu, skulu virða jafnræði allra fyrir lögum og gæta hlutleysis og málefnalegra sjónarmiða.

2. kafli. Grundvallarréttindi.

1. gr. Sérhverjum ríkisborgara skal gagnvart handhöfum opinbers valds tryggt:

1. tjáningarfrelsi: frelsi til að miðla upplýsingum og tjá hugsanir, skoðanir og tilfinningar í ræðu, riti, með myndum eða á annan hátt.

2. upplýsingafrelsi: frelsi til að afla sér og taka við upplýsingum svo og að kynna sér að öðru leyti það, sem aðrir hafa tjáð.

3. fundafrelsi: frelsi til að halda og sækja fundi, sem haldnir eru til fræðslu, til skoðanaskipta eða í öðru slíku skyni eða til að sýna listræn verk.

4. frelsi til andmæla: frelsi til að skipuleggja og taka þátt í mótmælaaðgerðum á opinberum stöðum.

5. félagafrelsi: frelsi til að stofna félög með öðrum í almennum eða sérstökum tilgangi.

6. trúfrelsi: frelsi til að iðka trú sína einn eða ásamt öðrum.

Ákvæði prentfrelsislaganna og grundvallarlaganna um tjáningarfrelsi gilda um prentfrelsi og samsvarandi frelsi til að tjá sig í hljóðvarpi, sjónvarpi og í tilteknum svipuðum miðlum, kvikmyndum, myndböndum og öðrum upptökum hreyfimynda og jafnframt hljóðupptökum.

Prentfrelsislögin kveða einnig á um rétt manna til að kynna sér efni opinbers skjals.

2. gr. Hver ríkisborgari skal njóta verndar gegn þvingunum af hálfu opinberra valdhafa til að láta í ljós skoðanir sínar á stjórnmálalegum, trúarlegum, menningarlegum eða öðrum slíkum efnum. Hann er jafnframt verndaður gegn þvingun til að taka þátt í fundum, sem skipulagðir eru til að móta skoðanir manna, til að taka þátt í mótmælaaðgerðum eða tjáningu skoðana með öðrum hætti eða til að tilheyra stjórnmálaflokki, trúfélagi eða öðru félagi, sem stofnað er vegna þeirra skoðanna, sem kveðið er á um í fyrsta málslið.

3. gr. Athugasemdir um ríkisborgara í opinberri skrá mega, án samþykkis hans, ekki eingöngu grundvallast á stjórnmálaskoðunum hans. 

Ríkisborgarar skulu að því marki sem kveðið er á um í lögum njóta verndar gegn skerðingu á persónufrelsi þeirra við sjálfvirka tölvuskráningu upplýsinga um þá. 

4. gr. Dauðarefsing er óheimil.

5. gr. Sérhver ríkisborgari er verndaður gegn líkamsrefsingum. Hann skal jafnframt njóta verndar gegn pyntingum og læknismeðferð sem ætlað er að þvinga fram tjáningu eða hindra hana.

6. gr. Sérhver ríkisborgari skal njóta verndar, gegn því, að opinberir valdhafar beiti hann líkamlegum þvingunum í öðrum tilvikum en þeim sem greinir í 4. og 5. gr. Hann nýtur einnig verndar gegn líkamsleit, húsrannsókn og álíka skerðingum svo og gegn rannsókn bréfa eða annarra trúnaðarsendinga og gegn leynilegri hlerun eða upptöku á símtölum eða öðrum samskiptum, sem fram fara í trúnaði.

7. gr. ¦heimilt er að vísa ríkisborgara úr landi eða hindra hann í að koma til landsins.

Ekki má svipta einstakling, sem er eða hefur verið búsettur í ríkinu, ríkisborgararétti nema hann verði um leið ríkisborgari í öðru ríki, annað hvort samkvæmt skýlausu samþykki sínu eða með því að ganga í opinbera þjónustu. Þetta er því þó ekki til fyrirstöðu að barni undir 18 ára aldri sé gert skylt að hafa sama ríkisborgararétt og annað eða hvort tveggja foreldranna. Ennfremur má kveða svo á í samræmi við samning við annað ríki, að sá, sem frá fæðingu hefur átt jafnframt ríkisfang og verið varanlega búsettur í hinu ríkinu, missi sænskt ríkisfang við 18 ára aldur eða síðar.

8. gr. Sérhver borgari nýtur verndar gegn frelsissviptingu af hálfu handhafa opinbers valds. Honum er einnig frjálst að ferðast um ríkið og yfirgefa það.

9. gr. Ef aðrir valdhafar en dómstólar hafa svipt ríkisborgara frelsi í tilefni brots eða gruns um brot á viðkomandi rétt á að leggja málið fyrir dómstól án ástæðulausrar tafar. Þetta gildir þó ekki þegar ríkið framfylgir refsiviðurlögin sem fela í sér frelsissviptingu, sem ákveðin hafa verið í öðru ríki.

Þegar ríkisborgari hefur af öðrum ástæðum en getið er um í 1. mgr. verið tekinn höndum skal hann einnig eiga rétt á að leggja málið fyrir dómstól án ástæðulausrar tafar. Málsmeðferð nefndar skal lögð að jöfnu við dómstólameðferð, ef skipan nefndarinnar er ákveðin í lögum og formaður nefnarinar er eða hefur verið fastráðinn dómari.

Almennur dómstóll skal eiga úrlausn máls sem 1. og 2. mgr. tekur til, ef hún hefur ekki verið falin yfirvaldi, sem fullnægir þeim ákvæðum.

10. gr. Refsing eða önnur viðurlög mega ekki liggja við verknaði sem ekki var refsiverður þegar hann var framinn. Þyngri viðurlög verða ekki heldur lögð við verknaði en þá giltu. Hið sama gildir um upptöku eigna og önnur sérstök réttaráhrif brota.

Skattar eða gjöld til ríkisins verða ekki lögð á í ríkari mæli en fyrirskipað var þegar þau atvik gerðust sem skatt- eða gjaldskyldan byggist á. Ef þinginu þykja sérstakar ástæður krefjast má þó ákveða skatt eða gjöld í lögum, þrátt fyrir það að lögin hafi ekki verið í gildi þegar nefnd atvik urðu, ef ríkisstjórnin eða þingnefnd höfðu þá verið búin að leggja fram frumvarp þar að lútandi fyrir þingið. Skrifleg tilkynning frá ríkisstjórninni til þingsins um að slíks frumvarps sé að vænta er lögð að jöfnu við frumvarp. Ennfremur getur þingið ákveðið undantekningar frá fyrsta málslið ef, það telur sérstakar ástæður krefjast þess vegna styrjaldar, stríðshættu eða efnahagskreppu.

11. gr. ¦heimilt er að skipa dómstól til að fjalla um verknað sem þegar hefur verið framinn, einstakt deilumál eða með öðrum hætti vegna ákveðins máls.

Málsmeðferð fyrir dómstólum skal vera opinber.

12. gr. Réttindi þau, sem kveðið er á um í 1. - 5. tölulið 1. gr. og í 6. og 8. gr. og í 2. mgr. 11. gr., má að því leyti sem 13.- 16. gr. heimila skerða með lögum eða af reglum, sem settar eru með heimild í lögum samkvæmt 7. tölulið fyrsta málsliðar 7. gr. eða 10. gr. 8. kafla. Einnig er heimilt að takmarka fundafrelsi og mótmælafrelsi í þeim tilvikum sem kveðið er á um í öðrum málslið 1. mgr. 14. gr.
  
Takmarkanir samkvæmt 1. mgr. eru því aðeins heimilar í tilgangi sem unnt er að una við í lýðræðisþjóðfélagi. Takmarkanir mega aldrei ganga lengra en nauðsynlegt er vegna þess markmiðs, sem þeir stefna að, eða svo langt að þær ógni skoðanafrelsinu sem einni undirstöðu lýðræðisins. Takmörkun má ekki byggjast eingöngu á stjórnmálalegum, trúarlegum, menningarlegum eða öðrum þess háttar skoðunum.

Frumvarp til laga sem kveðið er á um í 1. mgr. eða til laga um breytingu eða brottfall slíkra laga skal, ef því er ekki hafnað af þinginu, bíða í minnst 12 mánuði frá því að fyrsta nefndarálitið á frumvarpinu var kynnt í deildum þingsins, ef krafa kemur um það frá ekki færri þingmönnum en 10. Þetta er því þó ekki til fyrirstöðu að þingið geti samþykkt frumvarpið, ef minnst 5/6 af þingmönnum, sem atkvæði greiða, eru sammála um ákvörðunina. 

Þriðja málsgrein á ekki við um frumvörp til laga sem ætlað er að lengja gildistíma laga í allt að tvö ár. Hún á heldur ekki við um frumvörp til laga sem eingöngu varða

1. bann við að ljóstra upp því, sem einhver hefur komist að í opinberri þjónustu eða við að gegna embættisskyldu og leyndarinnar er krafist vegna hagsmuna sem um ræðir í 2. gr. 2. kafla prentfrelsislaganna,

2. húsrannsókn eða svipaðar skerðingar eða 

3. frelsissviptingu sem er afleiðing ákveðins verknaðar.

Stjórnarskrárnefndin staðreynir af hálfu þingsins hvort 3. mgr. verður beitt um einstök lagafrumvörp.

13. gr. Takmarka má tjáningarfrelsið og upplýsingafrelsið af tilliti til öryggis ríkisins, framfærslu þjóðarinnar, almennrar reglu og öryggis, virðingar einstaklingsins, friðhelgi einkalífsins eða til að koma í veg fyrir afbrot eða koma fram viðurlögum við afbrotum. Takmarka má jafnframt frelsi til að tjá sig í atvinnustarfssemi. Að öðru leyti verður tjáningarfrelsið eða upplýsingafrelsið aðeins skert ef sérstakar mikilvægar ástæður gefa tilefni til þess.

Við úrlausn þess, hvaða takmarkanir megi gera á grundvelli 1. mgr., skal sérstaklega taka tillit til mikilvægis sem víðtækasts tjáningarfrelsis og upplýsingafrelsis í málefnum sem varða stjórnmál, trúmál, verkalýðsmál, vísindi og menningarmál.

Birtingar á fyrirmælum, sem ekki snerta efnislega, það sem tjáð er, heldur hvernig staðið skuli að dreifingu þess eða viðtöku, teljast ekki takmarkanir á tjáningarfrelsi eða upplýsingafrelsi.

14. gr. Fundafrelsi og frelsi til mómælaaðgerða má aðeins takmarka af tilliti til öryggis ríkisins, vegna reglu og öryggis á fundi eða við mótmælasamkomu eða af tilliti til umferðar eða til að koma í veg fyrir farsóttir.

Félagafrelsið má takmarka eingöngu að því er varðar félög af hernaðarlegum eða svipuðum toga eða sem fela í sér ofsóknir á hendur þjóðfélagshópi af vissum kynþætti, með ákveðinn húðlit eða af ákveðnum þjóðernislegum uppruna.

15. gr. Lög eða önnur fyrirmæli mega ekki mismuna ríkisborgara vegna þess að hann tilheyri minnihlutahópi af ákveðnum kynþætti, húðlit eða þjóðernislegum uppruna.

16. gr. Lög eða önnur fyrirmæli mega ekki mismuna ríkisborgara vegna kynferðis síns, nema þeim sé ætlað að stuðla að jafnrétti karla og kvenna eða þau snerti herskyldu eða samsvarandi starfsskyldu.

17. gr. Félög verkamanna og vinnuveitenda eiga rétt á að grípa til aðgerða í vinnudeilum ef ekki leiðir annað af lögum eða samningum.

18. gr. Eignir ríkisborgara eru tryggðar á þann hátt að enginn verður þvingaður til að láta af hendi eign sína til hins opinbera eða til einstaklings með eignarnámi eða annari slíkri ráðstöfun eða til að þola það að hið opinbera skerði notkun lands eða bygginga, nema þess sé þörf í þágu brýnna almannahagsmuna.

Þeim, sem er þvingaður til að láta af hendi eign sína með eignarnámi eða annarri slíkri ráðstöfun, skulu tryggðar bætur fyrir tjónið. Slíkar bætur skulu einnig tryggðar þeim, sem verða fyrir því að hið opinbera skerðir notkun lands eða bygginga á þann hátt að yfirstandandi notkun lands innan þess hluta fasteignarinnar sem skerðing bitnar á, verður að mun torveldari eða tjón hlýst af, sem er verulegt miðað við verðmæti þessa hluta fasteignarinnar. Skaðabæturnar skal ákveða á grundvelli sem ákveðinn er í lögum.

Allir skulu hafa aðgang að náttúrunni í samræmi við almenningsrétt óháð framangreindum ákvæðum.

19. gr. Höfundar, listamenn og ljósmyndarar eiga rétt til verka sinna eftir því sem ákveðið er í lögum.

20. gr. Takmarkanir á rétti til að reka atvinnustarfssemi eða til að gegna starfi er einungis heimilt að gera til verndar brýnum almannahagsmunum og aldrei í þeim tilgangi eingöngu að hygla efnahagslega ákveðnum einstaklingum eða fyrirtækjum.

Rétti Sama til hreindýrareksturs skal skipað með lögum.

21. gr. Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt til grunnmenntunar í opinberum skóla að kostnaðarlausu. Hið opinbera skal einnig sjá til þess að æðri menntun sé til.

22. gr. §tlendingur hér í ríkinu nýtur jafnréttis við sænska ríkisborgara að því er varðar

1. vernd gegn þvingunum til að taka þátt í samkomu sem haldin er til skoðanamótunar, í mótmælum eða í tjáningu skoðana að öðru leyti eða til að ganga í trúfélag eða annað félag (annar málsliður 2. gr.),

2. persónuhelgi vegna sjálfvirkrar tölvuskráningar (2. mgr. 3. gr.)

3. vernd gegn dauðarefsingu, líkamsrefsingu og pyntingum svo og gegn læknismeðferð sem ætlað er að þvinga fram tjáningu eða hindra hana (4. og 5. gr.),

4. rétt til að leggja mál sitt fyrir dómstól í tilefni af frelsisskerðingu vegna afbrots eða gruns um að hafa framið brot (1. og 3. mgr. 9. gr.),

5. vernd gegn afturvirkri refsingu og öðrum afturvirkum réttaráhrifum brots svo og gegn afturvirkum skatti eða gjöldum til ríkisins (10. gr.)

6. vernd gegn skipan dómstóls í ákveðnum tilvikum (1. mgr. 11. gr.),

7. vernd gegn mismunun vegna kynþáttar, litarháttar eða þjóðernislegs uppruna eða (15. og 16. gr.),

8. rétt til að grípa til aðgerða í vinnudeilum (17. gr.)

9. vernd gegn eignarnámi eða annarri slíkri ráðstöfun sem og gegn skerðingum á notkun lands eða bygginga (18. gr.).

 

10. rétt til menntunar (21. gr.)

Ef annað er ekki ákveðið í lögum eru útlendingar einnig jafn réttháir sænskum ríkisborgurum að því er varðar

1. tjáningarfrelsi, upplýsingafrelsi, fundafrelsi, mótmælafrelsi, félagafrelsi og trúfrelsi (1. gr.),

2. vernd gegn þvingun til að láta uppi skoðanir sínar (1. málsliður 2. gr.),

3. vernd gegn skerðingum á friðhelgi líkama einnig í öðrum tilvikum en fjallað er um í 4. og 5. gr., gegn líkamsskoðun, húsrannsókn og þess háttar skerðingum svo og skerðingum á trúnaðarsamskiptum (6. gr.),

4. vernd gegn frelsisskerðingu (1. málsliður 8. gr.),

5. rétt til að leggja mál sitt fyrir dómstól þegar um frelsisskerðingu er að ræða af öðru tilefni en afbroti eða grun um afbrot (2. og 3. mgr. 9. gr.),

6. rétt til opinberrar málsmeðferðar fyrir dómstólum (2. mgr. 11. gr.),

7. vernd gegn skerðingu á grundvelli skoðunar þeirra (3. málsliður 2. mgr. 12. gr.),

8. rétt höfundar, listamanns og ljósmyndara til verka sinna (19. gr.),

9. rétt til að reka atvinnustarfssemi eða gegna starfi (20. gr.).

Að því er varðar sérstök fyrirmæli sem um ræðir í 2. mgr. eiga við 3. mgr., fyrsti málsliður 4. mgr. og 5. mgr. 12. gr. 

23. gr. ¦heimilt er að setja lög eða önnur fyrirmæli sem brjóta gegn skuldbindingum Svíþjóðar samkvæmt Mannréttindasamningi Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis.

3. kafli. Þingið.

1. gr. Kosið er til þings frjálsum, leynilegum og beinum kosningum. Kosið skal milli flokka en möguleiki skal vera fyrir kjósendur að gefa einstaklingi atkvæði sitt.

Þingið er í einni deild 349 þingmanna. Fyrir þingmenn skulu valdir varamenn.

2. gr. Kosningarétt til þingsins hafa sænskir ríkisborgarar sem búsettir eru eða hafa einhvern tímann verið búsettir í landinu. Um kosningarétt sænskra ríkisborgara sem ekki eru búsettir í ríkinu er ákveðið í lögum. Sá, sem ekki hefur náð 18 ára aldri í síðasta lagi á kosningadaginn, hefur ekki kosningarétt.

Kosningaréttur samkvæmt 1. mgr. er ákveðinn á grundvelli kjörskrár sem liggur frammi fyrir kosningar.

3. gr. Venjulegar kosningar til þingsins fara fram fjórða hvert ár.

4. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að fyrirskipa aukakosningar á milli venjulegra kosninga. Aukakosningar skal halda innan þriggja mánaða frá ákvörðuninni.

Eftir þingkosningar er ríkistjórninni ekki heimilt að fyrirskipa aukakosningar fyrr en þrír mánuðir eru liðnir frá því að nýkjörið þing hefur komið saman. Ríkisstjórninni er jafnframt óheimilt að fyrirskipa aukakosningar á þeim tíma þegar ráðherrar gegna embætti sínu, eftir að hafa verið formlega leystir frá störfum, þar til að ný ríkisstjórn tekur við völdum.

Ákvæði um aukakosningar í ákveðnum tilvikum eru í 3. gr. 6. kafla.

5. gr. Nýkjörið þing kemur saman á fimmtánda degi eftir kosningadag þó ekki fyrr en á fjórða degi eftir að úrslit kosninganna voru kunngerð. 

Kosningar gilda frá þeim tíma er hið nýkjörna þing kemur saman og til þess tíma, þegar næsta þing sem kjörið er þar á eftir kemur saman. Þessi tími er kjörtímabil þingsins.

6. gr. Vegna þingkosninga er ríkinu er skipt upp í kjördæmi.

Þingsæti skiptast í 310 föst kjördæmisþingsæti og 39 jöfnunarþingsæti. 

Hin föstu kjördæmisþingsæti skiptast milli kjördæma í samræmi við útreikning á hlutfallinu á milli fjölda atkvæðabærra í hverju kjördæmi og fjölda atkvæðabærra í öllu ríkinu. Þessi skipting gildir í 4 ár í senn.

7. gr. Þingsætin skiptast milli flokka. Með flokki er átt við hver þau samtök eða hóp kjósenda sem koma fram í kosningum undir sérstöku merki.

Aðeins sá flokkur, sem fengið hefur minnst 4 prósent atkvæða í öllu ríkinu, á rétt á að taka þátt í úthlutun þingsæta. Flokkur, sem hefur fengið færri atkvæði, tekur þó þátt í úthlutun fastra kjördæmaþingsæta í kjördæmi þar sem flokkurinn hefur fengið minnst 12 prósent atkvæða.

8. gr. Föst kjördæmaþingsæti í hverju kjördæmi skiptast milli flokkanna í réttu hlutfalli við niðurstöðu þingkosninga í kjördæminu.

Jöfnunarþingsætin skiptast þannig á milli flokkanna, að skipting allra þingsæta á þinginu, að undanskildum föstum kjördæmaþingsætum, sem falla í skaut flokks sem fengið hefur minna en 4 prósent atkvæða, verður í hlutfalli við atkvæðafjölda þeirra flokka sem eiga hlut í skiptingunni í öllu ríkinu. Hafi flokkur við skiptingu fastra kjördæmaþingsæta fengið fleiri þingsæti en sem svarar til hlutfalls fulltrúa flokksins á þingi, kemur flokkurinn ekki til álita við skiptingu jöfnunarþingsætis eða fastra kjördæmaþingsæta sem hann hefur fengið. Þegar jöfnunarþingsætum hefur verið skipt milli flokkanna eru þau færð yfir á kjördæmi. 

Við skiptingu þingsæta milli flokkanna er notuð oddatöluaðferðin með fyrsta deilinn lagfærðan til 1,4.

9. gr. Fyrir hvert þingsæti, sem flokkur hefur fengið, fær hann einn þingmann ásamt einum varamanni.

10. gr. Aðeins sá, sem uppfyllir skilyrði kosningaréttar, getur gegnt þingmennsku eða varaþingmennsku.

11. gr. Kosningar til þingsins má kæra til kjörnefndar, sem skipuð er af þinginu. Þeir, sem kosnir hafa verið til þingsetu, inna störf sín af hendi án tillits til þess hvort kosningarnar hafi verið kærðar. Ef niðurstöðu kosninga er breytt tekur nýr þingmaður við sæti sínu um leið og breytingin hefur verið tilkynnt. Það sem nú hefur verið sagt um þingmenn gildir á sama hátt um varamenn.

Kjörnefndin er skipuð formanni, sem skal vera eða hafa verið fastráðinn dómari og má ekki vera þingmaður, og sex öðrum aðilum. Nefndir menn eru kosnir eftir hverjar venjulegar kosningar strax og kosningarnar eru lýstar gildar að lögum fyrir tímabilið fram að því að nýjar nefndarkosningar hafa farið fram. Formaðurinn er kosinn sérstaklega. Ekki er hægt að áfrýja ákvörðunum nefndarinnar.

12. gr. Frekar ákvæði um efni 2. - 11. gr. svo og um skipun varaþingmanna eru sett í þingskapalögum eða öðrum lögum.

4. kafli. Þingstörfin.

1. gr. Þingið kemur árlega saman til ríkisfundar. Ríkisfundur er haldinn í Stokkhólmi nema þingið eða forseti þess hafi ákveðið annað vegna öryggis þingsins eða frelsis.

2. gr. Fyrir hvert kjörtímabil velur þingið sér forseta ásamt fyrsta, öðrum og þriðja varaforseta.

3. gr. Ríkisstjórnin og hver þingmaður mega, í samræmi við nánari ákvæði þingskapalaga, leggja fram tillögu um allt sem þingið getur fjallað um svo fremi sem ekki annað ákveðið í stjórnskipunarlögum þessum.

Þingið kýs sér nefndir, þ.á.m. stjórnarskrárnefnd og fjárlaganefnd samkvæmt ákvæðum þingskapalaga. Fjallað skal í nefnd um tillögur, sem lagðar eru fram af hálfu stjórnarinnar eða þingmanns, nema annað sé tekið fram í stjórnskipunarlögum þessum.

4. gr. Þegar afgreiða á erindi í þingdeildinni á hver þingmaður og hver ráðherra rétt á að tjá sig í samræmi við það sem nánar er kveðið á um í þingskapalögum. Ákvæði um vanhæfi er að finna í þingskapalögum.

5. gr. Við atkvæðagreiðslu í þinginu gildir sú ákvörðun sem hefur hlotið fylgi meira en helmings þingmanna nema kveðið sé á um annað í stjórnskipunarlögum þessum, eða, að því er tekur til málsmeðferðar fyrir þinginu í aðalákvæðum þingskapalaga. Ákvæði um það hvaða úrræðum skuli beita er atkvæði falla jöfn eru í þingskapalögum.

6. gr. Þingmanni og varamanni er rétt að gegna skyldum sínum sem þingmenn þrátt fyrir embættisskyldu eða annarrar þess háttar skyldu, sem hvílir á þeim.

7. gr. Þingmanni eða varamanni er ekki heimilt að láta af störfum án leyfis þingsins.

Þegar tilefni er til skal kjörnefnd sjálfkrafa sannreyna hvort þingmaður eða varamaður séu hæfir til þingmennsku í samræmi við 10. gr. 3. kafla. Sá, sem er lýstur óhæfur, er þar með leystur frá störfum sínum

Þingmaður, eða varaþingmaður, verður því aðeins leystur frá störfum í öðrum tilvikum en þeim sem kveðið er á um í 2. mgr. að hann vegna refsiverðs brots hefur bersýnilega reynst vanhæfur til starfsins. Ákvörðun hér að lútandi skal tekin af dómstól.

8. gr. Enginn getur höfðað mál á hendur þeim sem gegnir starfi eða hefur gegnt starfi sem þingmaður eða svipt hann frelsi eða aftrað honum að ferðast um ríkið vegna þess sem hann hafi tjáð sig um eða aðhafst í starfi sínu, án þess að þingið hafi heimilað það með ákvörðun sem hefur hlotið fylgi a.m.k. 5/6 hluta þeirra sem greiða atkvæði. 

Ef þingmaður er grunaður um refsivert brot í öðrum tilvikum skulu ákvæði í lögum um handtöku, gæsluvarðhald eða fangelsun einungis leyfileg ef hann viðurkennir brotið eða hann verið staðinn að verki eða um er að ræða brot, sem varðar ekki lægri refsingu en 2 ára fangelsi.

9. gr. Þegar þingmaður gegnir störfum forseta þingsins eða situr í ríkisstjórn tekur varamaður við þingsæti hans. Þinginu er heimilt að kveða svo á í þingskapalögum, að varamaður skuli taka sæti þingmanns þegar hann er í leyfi.

Ákvæðin í 6. gr. og 1. mgr. 8. gr. um friðhelgi þingmanna eiga einnig við um þingforseta og störf hans.

Ákvæðin um þingmenn gilda einnig um varaþingmenn er þeir gegna þingmennsku.

10. gr. Ítarlegri ákvæði um þingstörfin er að finna í þingskapalögum.

5. kafli. Þjóðhöfðinginn.

1. gr. Forsætisráðherra upplýsir þjóðhöfðingjann um málefni ríkisins. Þegar það er gert kemur ríkisstjórnin saman til fundar undir forsæti þjóðhöfðingjans.

2. gr. Einungis sænskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ár aldri, getur gegnt starfi þjóðhöfðingja. Hann má hvorki vera ráðherra, forseti þingsins eða þingmaður.

Þjóðhöfðinginn skal ráðfæra sig við forsætisráðherra áður en hann ferðast erlendis.

3. gr. Ef konungurinn getur ekki gegnt störfum sínum vegna veikinda, utanlandsferðar eða af öðrum orsökum tekur við í samræmi við erfðalögin sá maður úr konungsfjölskyldunni, sem ekki er hindraður frá því, og gegnir skyldum þjóðhöfðingja sem ríkisstjóri tímabundið.

4. gr. Deyi konungsfjölskyldan út sjá þingið og ríkisstjóri um að gegna skyldum þjóðhöfðingja tímabundið. Þingið velur samtímis vararíkisstjóra.

Hið sama gildir ef konungurinn deyr og ríkisarfinn hefur enn ekki náð 18 ára aldri.

5. gr. Ef konungurinn hefur ekki getað gegnt starfi sínu í 6 mánuði samfleytt eða látið það hjá líða skal ríkisstjórnin tilkynna það þinginu. Þingið ákveður hvort konungurinn teljist hafa látið af störfum.

6. gr. Þinginu er heimilt að útnefna einhvern til þess að gegna starfi ríkisstjóra samkvæmt fyrirskipun stjórnarinnnar þegar engin er hæfur til þess samkvæmt 3. eða 4. gr. 

Þegar enginn annar er til þess hæfur, gegnir forseti þingsins, eða varaforseti í forföllum hans, að skipan ríkisstjórnarinnar störfum ríkisstjóra tímabundið.

7. gr. Ekki er hægt að höfða mál á hendur konungi fyrir gerðir hans. Ekki er hægt að höfða mál á hendur ríkisstjóra fyrir gerðir hans sem þjóðhöfðingi 

6. kafli Ríkisstjórnin.

1. gr. Ríkisstjórnin er skipuð forsætisráðherra og öðrum ráðherrum.

Forsætisráðherrann er valinn samkvæmt ákvæðum 2. - 4. gr. Forsætisráðherrann skipar aðra ráðherra.

2. gr. Þegar forsætisráðherra skal valinn kallar þingforseti forsvarsmenn hvers flokks til samráðs. Þingforsetinn hefur samráð við varaforsetann og leggur síðan tillögu fyrir þingið.

Þingið skal í síðasta laga á 4. degi þar á eftir, og án undirbúnings í nefnd, greiða atkvæði um tillöguna. Ef meira en helmingur þingmanna greiðir atkvæði gegn tillögunni er hún fallin, annars telst hún samþykkt.

3. gr. Ef þingið hafnar tillögu þingforseta, er farið fram á ný svo sem mælt er fyrir í 2. gr. Ef þingið hefur fjórum sinnum hafnað tillögu þingforseta skal fresta útnefningu forsætisráðherra og ekki taka upp á ný fyrr en að loknum þingkosningum. Ef ekki er komið að almennum kosningum innan þriggja mánuða skal halda aukakosningar innan þess frests.

4. gr. Þegar þingið hefur samþykkt tillögu um nýjan forsætisráðherra tilkynnir hann þinginu svo fljótt sem mögulegt er hvaða ráðherra hann tilnefnir. Því næst verða ríkisstjórnarskipti á sérstökum ríksráðsfundi að viðstöddum þjóðhöfðingja eða í forföllum hans þingforseta. Þingforseti skal alltaf boðaður til ríkisráðsfundarins.

Þingforsetinn leggur fyrirmæli fyrir forsætisráðherra í umboði þingsins.

5. gr. Ef þingið lýsir því yfir að forsætisráðherra eða annar ráðherra njóti ekki trausts þess skal þingforseti leysa ráðherrann frá störfum. Geti ríkisstjórnin fyrirskipað aukakosningar til þingsins skal þó ákvörðun um frávikningu ekki tilkynnt ef ríkisstjórnin fyrirskipar aukakosningar innan viku frá vantraustsyfirlýsingunni.

6. gr. Ráðherra skal veitt lausn frá störfum ef hann óskar þess, þingforseti veitir forsætisráðherra lausn og forsætisráðherra veitir öðrum ráðherrum lausn. Forsætisráðherra er heimilt einnig í öðrum tilvikum að veita ráðherrum lausn frá störfum.

7. gr. Ef forsætisráðherra er veitt lausn frá störfum eða deyr skal þingforseti veita öðrum ráðherrum lausn.

8. gr. Ef öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar hefur verið veitt lausn frá störfum gegna þeir embætti sínu þar til að ný ríkisstjórn tekur við. Hafi öðrum ráðherra en forsætisráðherra verið veitt lausn frá störfum að eigin ósk gegnir hann störfum sínum þar til að eftirmaður hans hefur tekið við ef forsætisráðherra óskar þess.

9. gr. Einungis sá, sem hefur verið sænskir ríkisborgari síðustu 10 árin, getur verið ráðherra.

Ráðherra má ekki gegna starfi í þágu hins opinbera eða einkaaðila. Hann má ekki heldur hafa með höndum verkefni eða sinna störfum sem rýrt getur traust til hans.

10. gr. Í forföllum þingforseta tekur varaforseti við verkefnum þeim sem þingforseti gegnir samkvæmt kafla þessum.

7. kafli Störf ríkisstjórnarinnar.

1. gr. Stjórnarráð annast undirbúning ríkisstjórnarmála. Undir það heyra ráðuneyti hvert á sínu starfssviði. Ríkisstjórnin skiptir verkefnum á milli ráðuneyta. Forsætisráðherra tilnefnir yfirmenn ráðuneyta úr hópi ráðherra.

2. gr. Við undirbúning ríkisstjórnarmála skal afla nauðsynlegra upplýsinga og umsagna frá viðkomandi yfirvöldum. Að því leyti sem þörf er á skal leyfa félögum og einstaklingum að tjá sig. 

3. gr. Ríkisstjórnin skal útkljá ríkisstjórnarmál á ríkisstjórnarfundum. Eftir því sem mælt er fyrir í lögum, getur þó ráðherra þess ráðuneytis, sem mál heyrir undir, tekið ákvörðun um, undir yfirumsjón forsætisráðherra, framkvæmd laga á sviði varnarmála eða sérstakra ákvarðana ríkisstjórnar.

4. gr. Forsætisráðherra kallar aðra ráðherra til ríkisstjórnarfundar og stýrir fundinum. Að minnsta kosti fimm ráðherrar skulu vera viðstaddir ríkisstjórnarfundinn.

5. gr. Ráðherra á ríkisstjórnarfundi gerir grein fyrir þeim málum, sem heyra undir ráðuneyti hans. Forsætisráðherra er þó heimilt að ákveða að eitt eða fleiri mál, sem heyra undir ákveðið ráðuneyti, skuli vera kynnt af öðrum ráðherra en sem stýrir viðkomandi ráðuneyti.

6. gr. Haldin skal fundargerð um ríkisstjórnarfundi. Sérálit skulu færð í fundargerðina.

7. gr. Lög, frumvörp sem leggja á fyrir þingið og önnur afgreiðsla á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar skal vera undirrituð af forsætisráðherra og öðrum ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til að öðlast gildi. Ríkisstjórnin getur þó ákveðið í tilskipun að í einstökum tilvikum megi starfsmaður undirrita erindi.

8. gr. Forsætisráðherra getur tilnefnt einhvern af öðrum ráðherrum til að gegna störfum staðgengils í forföllum sínum. Hafi forsætisráðherra ekki valið varamann eða hann er einnig forfallaður tekur sá ráðherra við störfum sem forsætisráðherra, sem lengst hefur verið ráðherra. Ef tveir eða fleiri hafa verið ráðherrar jafnlengi tekur sá elsti við störfum hans. 

8. kafli. Lög og önnur fyrirmæli.

1. gr. Það leiðir af ákvæðum 2. kafla um grundvallarréttindi og frelsi að ekki má setja fyrirmæli um tiltekið efni eða að þau má aðeins setja í lögum, jafnframt því að í vissum tilvikum skal lagafrumvarp sæta sérstakri meðferð.

2. gr. Fyrirmæli um persónulega stöðu einstaklinga eða persónuleg og efnahagsleg tengsl þeirra á milli skulu sett með lögum.

Til slíkra fyrirmæla teljast

1. fyrirmæli um sænskan ríkisborgararétt;

2. fyrirmæli um rétt til ættarnafns, eða um hjónaband og stöðu foreldra, erfðaskrár og erfðir, sem og fjölskyldumál að öðru leyti;

3. fyrirmæli um rétt til lausafjár og fasteigna, um samninga og um fyrirtæki, félög, samtök og sjóði.

3. gr. Ákvæði um tengsl einstaklinga og hins opinbera er varða kvaðir, sem lagðar eru á einstaklinga, eða sem hafa á annan hátt áhrif á persónulega hagi eða fjárhag þeirra, skulu sett með lögum.

Slík ákvæði eru meðal annars fyrirmæli um refsiverða verknaði og réttaráhrif þeirra, um greiðslu skatta til ríkisins og um upptöku eigna og aðrar slíkar ráðstafanir.

4. gr. Ákvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, sem varða grundvallarlög, skulu sett með lögum.

Einnig skal setja fyrirmæli í lögum um kosningar til þings Evrópusambandsins.

5. gr. Meginreglur um breytingar á skiptingu ríkisins í sveitarfélög, um skipulag og starfshætti sveitarfélaga og um skattlagningarvald þeirra, skulu settar með lögum. Einnig skulu ákvæði um vald og skyldur sveitarfélaganna að öðru leyti sett með lögum.

6. gr. Fallin úr gildi.

7. gr. Þrátt fyrir ákvæði 3. og 5. gr. getur ríkisstjórnin með heimild í lögum sett reglur um önnur málefni en skatta, ef reglurnar varða eftirtalin málefni:

1. vernd lífs, persónulegs öryggis eða heilsu;

2. dvöl útlendings í ríkinu;

3. innflutning eða útflutning vara, peninga eða annarra eigna, framleiðslu, flutninga, fjarskipti, lánveitingar, atvinnustarfssemi, skömmtun, endurnotkun og endurvinnslu efnis, skipulag eða hönnun bygginga, mannvirkja og íbúðarumhverfis eða leyfisskyldu þegar um er að ræða aðgerðir við byggingar og mannvirki;

4. veiðar, fiskveiðar, dýravernd eða náttúru eða umhverfisvernd;

5. umferð eða almannareglu á opinberum stöðum;

6. kennslu og starfsmenntun;

7. bann við að ljóstra upp málefnum, sem einstaklingur hefur fengið vitneskju um í opinberu starfi, eða við að inna af hendi þjónustuskyldu;

8. friðhelgi einstaklinga vegna sjálfvirkrar tölvuskráningu upplýsinga.

 Vald það, sem 1. mgr. veitir, heimilar ekki setningu reglna um réttaráhrif refsiverðra brota nema um fésektir. Þingið getur með lögum, sem geyma heimild samkvæmt 1. málsgr., einnig kveðið á um aðrar lögfylgjur en sektir vegna brota á reglum, sem ríkisstjórnin hefur sett á grundvelli heimildarinnar.

8. gr. Þrátt fyrir ákvæði 2., 3. eða 5. gr. getur ríkisstjórnin með heimild í lögum sett reglur um veitingu frests til að fullnægja skyldum.

9. gr. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. getur ríkisstjórnin með heimild í lögum sett reglur um tolla á innfluttar vörur.

Þingið getur heimilað ríkisstjórn eða sveitarfélagi að setja reglur um endurgjald sem samkvæmt 3. gr. skyldu annars settar af þinginu.

10. gr. Ríkisstjórnin getur með heimild í lögum ákveðið í reglugerð, að fyrirmæli um þau efni, er greinir í 1. málsgr. 7. gr. eða 9. gr., skuli koma til framkvæmda eða falla úr gildi.

11. gr. Þingið getur veitt ríkisstjórninni heimild samkvæmt þessurm kafla til að setja reglur um tiltekið efni. Þingið getur einnig falið stjórnvaldi, sem undir það heyrir, heimild til að setja slíkar reglur.

12. gr. Reglur, sem ríkisstjórnin setur með heimild í þessum stjórskipunarlögum, skulu bornar undir það til athugunar og samþykkis ef þingið ákveður.

13. gr. Umfram það, sem heimilað er í 7. - 10. gr. getur ríkisstjórn sett;

1. reglur um framkvæmd laga;

2. reglur, sem ekki skulu settar af þinginu samkvæmt stjórnarskrá.

Ríkisstjórninni er óheimilt að setja á grundvelli 1. töluliðar reglur, sem varða þingið eða stofnanir þess. Jafnframt er henni óheimilt að setja á grundvelli 1. málsgreinar 2. gr. reglur um skattlagningu sveitarfélaga.

Ríkisstjórninni er heimilt með reglugerð að framselja lægra settu stjórnvaldi vald til að setja reglur um tiltekin málefni. Þrátt fyrir ákvæði 2. töluliðar getur ríkisstjórnin einnig framselt lægra settum stjórnvöldum vald til að setja reglur sem getið er í 1. tölulið og ekki varða starfssemi þingsins eða stofnana þess.

14. gr. Vald ríkisstjórnar til að setja reglur á ákveðnu sviði hindrar ekki að þingið geti sett lög um sama efni.

Þingið getur með heimild í lögum veitt ríkisbankanum heimild til að samþykkja lög á starfssviði hans.

Samkvæmt heimild í lögum getur þingið sett lög sem varða samskipti innan þingsins eða stofnanna þess.

15. gr. Grundvallarlög skulu samþykkt með tveimur samhljóða ákvörðunum. Seinni ákvörðun skal ekki tekin fyrr en að loknum nýjum kosningum til þingsins og eftir að hið nýja þing hefur komið saman. Ennfremur skulu minnst 9 mánuðir líða frá þeim tíma sem frumvarpið bar fyrst borið upp í deildum þingsins og til kosningadags. Stjórnarskrárnefnd getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði með ákvörðun sem tekin er í síðasta lagi við undirbúning frumvarpsins í nefnd og verða 5/6 nefndarmanna að vera henni sammála.

Þingið skal ekki samþykkja frumvarp til grundvallarlaga, sem ekki er samræmanlegt öðru frumvarpi til grundvallarlaga, sem fyrir liggur, nema það jafnframt hafni fyrra frumvarpinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp til grundvallarlaga skal fara fram ef að minnsta kosti 1/10 hluti þingmanna krefst og minnst 1/3 hluti þingmanna greiðir atkvæði með tillögunni. Krafa um það skal koma fram innan 15 daga frá þeim degi sem þingið samþykkti frumvarpið. Krafan skal ekki sæta umfjöllun í nefndum þingsins. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla skal haldin samhliða þingkosningum þeim, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. Þeir, sem hafa kosningarétt geta sagt hvort þeir séu samþykkir fyrirliggjandi frumvarpi til breytingar á grundvallarlögum eða ekki. Frumvarpið telst fallið ef meirihluti þeirra, sem þátt taka í atkvæðagreiðslu greiðir atkvæði gegn frumvarpinu og ef fjöldi kjósenda fer fram úr helmingi þeirra, sem greiða gild atkvæði í kosningunum. Í öllum öðrum tilvikum skal þingið taka lögin til lokaafgreiðslu.

16. gr. Þingsköp skal setja á þann hátt, sem greinir í öðrum málslið 1. málsgr. og 2. málsgr. 15. gr. Þau er einnig heimilt að samþykkja með einfaldri ákvörðun að því tilskildu að þau séu samþykkt með atkvæði 3/4 viðstaddra, sem greiða atkvæði og atkvæðum meira en helmings þingmanna. Viðbótarákvæði við þingsköp skulu samþykkt með sama hætti og venjuleg lög.

17. gr. Lögum verður ekki breytt eða þau felld úr gildi nema með lögum. Þegar um er að ræða breytingu á eða afnám grundvallarlaga eða þingskapalaga eiga 15. og 16. gr. við.

18. gr. Stofnað skal Lagaráð til að láta uppi umsögn um lagafrumvörp. Í því skulu eiga sæti hæstaréttardómarar og dómarar við stjórnsýsludómstólinn. Álits Lagaráðsins skal aflað að ósk ríkisstjórnar eða þingnefndar samkvæmt því sem nánar greinir í þingskapalögum.

Afla skal álits Lagaráðsins áður en þingið setur lög um prentfrelsi eða samsvarandi frelsi til að tjá sig í hljóðvarpi, sjónvarpi og álíka tjáningarmiðlum, kvikmyndum, myndböndum og öðrum upptökum hreyfimynda og hljóðupptökum, á lögum um aðgang að efni opinberra skjala, lögum sem sett eru með heimild í 2. málsgr. 3. gr. 2. kafla, 1. málsgr. 12. gr., 17- 19. gr. eða 2. málsgr. 22. gr. eða lögum sem breyta eða fella úr gildi slík lög, lögum um skattlagningarvald sveitarfélaga, lögum sem um ráðir í 2. eða 3. gr. eða lögum sem um ræðir í 11. kafla ef lögin eru mikilvæg fyrir einstaklinga eða út frá almennu sjónarmiði. Þetta gildir þó ekki, ef álit Lagaráðsins myndi ekki hafa neina þýðingu, þegar hliðsjón er höfða af því álitamáli, sem um ræðir, eða myndi seinka meðferð lagafrumvarpsins það mikið að skaði yrði af. Ef ríkisstjórnin leggur til við þingið að setja lög um einhver þau málefni sem um ræðir í 1. málsgr. og álits Lagaráðsins hefur ekki verið leitað skal ríkisstjórnin samtímis skýra þinginu ástæður fyrir því. Það hindrar ekki beitingu laganna að ekki hefur verið aflað álits Lagaráðsins.

Könnun Lagaráðsins skal taka til:

1. stöðu frumvarpsins gagnvart grundvallarlögum og réttarskipaninni að öðru leyti.

2. stöðu frumvarpsákvæðanna innbyrðis

3. stöðu frumvarpsins með tilliti til réttaröryggissjónarmiða

4. hvort frumvarpið sé þannig orðað að lögin þjóni þeim tilgangi, sem að er stefnt

5. hvaða vandamál verði talin líkleg til að rísa við framkvæmd laganna.

Nánari reglur um skipan og störf Lagaráðsins skulu settar í lögum.

19. gr. Ríkisstjórn skal afgreiða lög tafarlaust. Þinginu er þó heimilt að birta lög, sem hafa að geyma ákvæði um þingið eða stofnanir þess og ekki þarf að setja sem grundvallarlög eða þingskapalög.

Lög skulu birt svo fljótt sem auðið er. Það sema gildir um reglugerðir ef ekki er kveðið á um annað í lögum.

9. kafli. Fjárveitingarvaldið.

1. gr. Ákvæði um rétt til að leggja á skatta og önnur gjöld eru í 8. kafla.

2. gr. Sjóði ríkisins má ekki nota á annan hátt en þingið hefur ákveðið.

Þingið ákveður í fjárlögum samkvæmt 3.-5. gr. hvernig sjóðir ríkisins skulu notaðir. Þinginu er þó heimilt að ákveða að sjóðir ríkisins skulu notaðir á annan hátt.

3. gr. Þingið skal samþykkja fjárlög fyrir næsta fjárlagaár eða, ef sérstakar ástæður eru fyrir því, fyrir annað fjárlagatímabil. Þingið ákveður þannig tekjur og fjárveitingar til tiltekinna verkefna. Þessar ákvarðanir skal taka í fjárlög.

Þingið getur ákveðið að sérstök framlög úr ríkissjóði skuli veitt fyrir annað tímabil en fjárlagatímabilið.

Þegar fjárlög eru samþykkt í samræmi við ákvæði þetta skal þingið taka tillit til fjárþarfa til varna ríkisins á stríðstímum, vegna stríðshættu eða af öðrum óvenjulegum ástæðum.

4. gr. Ef ekki tekst að samþykkja frumvarp til fjárlaga samkvæmt 3. gr. fyrir upphaf fjárlagaárs ákveður þingið, að því leyti sem þörf er á, fjárveitingar fyrir tímabilið þar til fjárlög fyrir tímabilið hafa verið samþykkt. Þingið getur falið fjárlaganefnd að taka slíka ákvörðun fyrir hönd þess.

5. gr. Þingið getur á fjáraukalögum endurskoðað áætlanir sínar á tekjum ríkisins, breytt fjárveitingum og lagt til nýjar fjárveitingar fyrir líðandi fjárlagaár.

6. gr. Ríkisstjórnin skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir þingið.

7. gr. Við samþykkt fjárlaga eða við annað tækifæri getur þingið sett leiðbeiningarreglur fyrir tiltekna starfssemi ríkisins um lengra tíma en fjárveiting hefur þegar verið veitt til.

8. gr. Ríkisstjórnin hefur til ráðstöfunar sjóði og eignir ríkisins. Þetta ákvæði nær samt sem áður ekki til eigna sem þinginu eru ætlaðar eða stofnunum þess eða eigna sem hafa verið settar undir sérstaka stjórn með lögum.

9. gr. Þingið skal setja reglur um ráðstöfun og meðferð eigna ríkisins að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er. Í þessu sambandi getur þingið fyrirskipað að tilteknar aðgerðir þurfi leyfi þingsins.

10. gr. Ríkisstjórninni er óheimilt að taka lán eða að binda ríkið fjárhagsskuldbindingum að öðru leyti án samþykkis þingsins.

11. gr. Fallin úr gildi.

12. gr. Ríkisbankinn er aðalbanki ríkisins og ber ábyrgð á stefnu í gjaldeyris- og lánamálum. Hann skal einnig stuðla að öruggu og áhrifaríku greiðslukerfi.

Ríkisbankinn er stjórnvald sem heyrir undir þingið.

Ríkisbankanum er stjórnað af 8 fulltrúum. Þingið velur sjö fulltrúa. Þeir velja fulltrúa til fimm ára sem jafnframt skal vera ríkisbankastjóra. Þeir fulltrúar sem þingið hefur valið velja sín á milli formann. Hann má ekki gegna öðru starfi eða gegna starfi í stjórn bankans. Ákvæði um val þingsins á fulltrúum, um stjórn ríkisbankans og starfssemi þess að öðru leyti skulu vera ákvæði um í þingskapalögum og öðrum lögum. 

Fulltrúi sem þingið lýsir vantrausti á er þar með leystur frá störfum. Fulltrúar sem þingið hefur valið mega leysa formanninnn frá störfum sem formannn og þann sem er fulltrúi og ríkisbankastjóri frá störfum sínum.

13. gr. Ríkisbankinnn hefur einn vald til að gefa út seðla og mynt. Ákvæði um peninga- og greiðslukerfið eru að öðru leyti sett með lögum.

10. kafli. Samskipti við önnur ríki.

1. gr. Ríkisstjórnin gerir samninga við önnur ríki og alþjóðlegar stofnanir.

2. gr. Ríkisstjórninni er óheimilt nema með samþykki þingsins að binda ríkið alþjóðasamningi ef hann felur í sér breytingar á lögum, brottfall laga eða setningu nýrra laga eða hann að öðru leyti varðar efni sem þingið hefur ákvörðunarvald um.

Ef mælt er fyrir sérstaka málsmeðferð um ákvörðun þingsins um málefni sem heyra undir 1. mgr. skal sami háttur hafður við staðfestingu samningsins.

Ríkisstjórninni er óheimilt í öðrum tilvikum en um getur í 1. mgr. að binda ríkið alþjóðlegum samningi án samþykkis þingsins ef samningurinn hefur mikla þýðingu. Ríkisstjórnin getur þó látið hjá líða að fá staðfestingu þingsins á samningnum ef hagsmunir ríkisins krefjast þess. Í því tilviki skal ríkisstjórnin hafa samráð við utanríkismálanefnd áður en samningurinn er gerður.

3. gr. Ríkisstjórnin getur heimilað yfirvaldi að gera alþjóðlegan samning um málefni sem ekki þarf atbeina þingsins eða utanríkismálanefndar.

4. gr. Ákvæði 1.-3. gr. eiga jafnframt við um alþjóðlegar skuldbindingar sem eru í öðru formi en samningi og um uppsögn alþjóðlegs samnings eða skuldbindingar.

5. gr. Þinginu er heimilt að framselja ákvörðunarrétt til Evrópubandalaganna svo fremi sem þau veita frelsis- og réttindavernd er svari til þess, sem kveðið er á um í stjórnskipunarlögum þessum og í Evrópusamningnum um mannréttindi og mannfrelsi. Þingið tekur ákvörðun um slíkt framsal og þarf til þess samþykki a.m.k. 3/4 hluta þeirra, sem atkvæði greiða. Slík ákvörðun verður einnig tekin með þeim hætti sem gildir um setningu grundvallarlaga.

Í öðrum tilvikum má framselja í takmörkuðum mæli ákvörðunarvald, sem byggist beinlínis á stjórnskipunarlögunum og varðar setningu fyrirmæla, notkun eigna ríkisins eða samþykkt eða uppsögn alþjóðasamnings eða skuldbindinga, til alþjóðlegrar stofnunar vegna friðsamlegrar samvinnu sem ríkið er eða verður aðili að, eða til milliríkjadómstóls. Ekki má með því framselja ákvörðunarvald, sem varðar setningu, breytingu eða brottfall grundvallarlaga, þingskapalaga eða laga um kosningar til þingsins eða takmarkanir á þeim réttindum, sem kveðið er á um í 2. kafla. Að því er varðar ákvarðanir um framsal gildir það sem kveðið er á um setningu grundvallarlaga. Ef ekki er hægt að bíða eftir slíkri skipan, tekur þingið ákvörðun og verður a.m.k. 5/6 hluti þeirra sem greiða atkvæði og a.m.k. 3/4 hluti þingmanna að vera henni samþykkur.

Ef svo er mælt fyrir í lögum, að alþjóðlegur samningur skuli gilda sem sænsk lög, getur þingið á þann hátt sem mælt er fyrir um í 2. mgr. ákveðið að breytingar, sem verða kunna á samningnum, skuli einnig hafa sama gildi. Slík ákvörðun má aðeins ná til afmarkaðra breytinga.

Löggjafarvald eða framkvæmdarvald, sem ekki byggir beinlínis á stjórnskipunarlögunum, getur þingið, í öðrum tilvikum en kveðið er á um í 1. mgr., framselt til annars ríkis, milliríkjastofnunar eða til erlendrar eða alþjóðlegrar stofnunar eða samtaka. Þingið getur einnig heimilað ríkisstjórninni eða öðru stjórnvaldi að taka ákvörðun um slíkt framsal í sérstökum tilvikum. Ef slík heimld felur í sér beitingu valds skulu fyrirmæli þingsins vera háð samþykki a.m.k. 3/4 hluta þeirra þingmanna sem atkvæði greiða. Ákvörðun þingsins um slíkt framsal er einnig unnt að taka með þeim hætti sem gildir um samþykkt grundvallarlaga.

6. gr. Ríkisstjórnin skal jafnan upplýsa utanríkismálanefnd um utanríkismálefni, sem geta haft þýðingu fyrir ríkið, og ráðfæra sig við nefndina um þau svo oft sem þörf krefur. Að því er varðar utanríkismálefni sem hafa mikla þýðingu skal ríkisstjórnin, áður en ákvörðun er tekin, hafa samráð við nefndina, ef mögulegt er. 

7. gr. Í utanríkismálanefnd eiga sæti forseti þingsins og 9 aðrir þingmenn, sem þingið velur. Nánari ákvæði um utanríkismálanefnd skulu sett í þingskapalögum.

Ríkisstjórnin kallar utanríkismálanefnd saman. Ríkisstjórninni er skylt að kalla nefndina saman ef a.m.k. fjórir af þingmönnum nefndarinnar krefjast þess að ákveðið málefni verði rætt. Þjóðhöfðingi eða í forföllum hans forsætisráðherra er í forsæti á fundum nefndarinnar.

Þingmaður, sem sæti á í utanríkismálanefnd, og sá, sem að öðru leyti er tengdur nefndinni, skal sýna varkárni við að veita öðrum upplýsingar um það sem hann hefur komist að í því starfi. Formaður getur kveðið á um skilyrðislausa þagnarskyldu.

8. gr. Ráðherra þess ráðuneytis, sem fjallar um utanríkismálefni, skal upplýstur um málefni, sem kemur upp hjá öðru ráðuneyti og mikilvægt er fyrir samskipti við annað ríki eða milliríkjastofnun.

9. gr. Ríkisstjórnin getur fyrirskipað herstyrk ríkisins eða hluta þess að grípa til vopna til að verjast vopnaðri árás á ríkið. Sænskur her verður aðeins sendur í stríð eða sendur til annars lands 

1. ef þingið hefur veitt samþykki sitt

2. ef það er heimilað í lögum sem kveða á um skilyrði fyrir aðgerðunum

3. ef skylda til að hefja aðgerðir leiðir af alþjóðlegum samningi eða skuldbindingu sem þingið hefur samþykkt.

Ekki er heimilt að lýsa því yfir að ríkið eigi í ófriði án heimildar þingsins nema þegar um er að ræða vopnaða árás á ríkið.

Ríkisstjórnin getur heimilað heryfirvöldum að beita valdi í samræmi við alþjóðlegan rétt og venju til að koma í veg fyrir að yfirráðarsvæði ríkisnis sé skert hvort heldur í friði eða í stríði erlendra ríkja.

11. kafli. Réttarskipan og stjórnsýsla.

1. gr. Hæstiréttur er æðstur almennra dómstóla og stjórnsýsludómstóllinn æðsti stjórnsýsludómstóllinn. Heimilt er að takmarka rétt til að skjóta máli til Hæstaréttar og Stjórnsýsludómstólsins. Í störfum Hæstaréttar og Stjórnsýsludómstólsisn mega aðeins taka þátt þeir menn, sem skipaðir hafa verið reglulegir dómarar í dómstólnum.

Aðrir dómstólar en Hæstiréttur og Stjórnsýsludómstóllinn skulu stofnaðir með lögum. Um bann við stofnun dómstóls í vissum tilvikum eru ákvæði í 2. mgr. 11. gr. 2. kafla.

Fastráðnir dómarar skulu starfa við dómstóla sem um ræðir í 2. gr. Þegar um er að ræða dómstól, sem hefur verið stofnaður til að fara með ákveðinn flokk mála, má í lögum gera undantekningu frá þessu ákvæði.

2. gr. Engir valdhafar, ekki heldur þingið, geta ákveðið hvernig dómstóll skuli dæma í ákveðnu máli eða hvernig dómur skuli beita réttarreglu í ákveðnu tilviki.

3. gr. Öðrum valdhöfum en dómstólum er óheimilt að skera úr réttarágreiningi milli einstaklinga nema samkvæmt lagaheimild. Um úrskurð dómstóla um frelsisskerðingu eru ákvæði í 9. gr. 2. kafla.

4. gr. Um dómgæslustörf dómstóla, um höfuðatriði dómsskipunar og um málsmeðferð skal kveðið í lögum.

5. gr. Einungis er hægt að víkja þeim úr starfi sem skipaður hefur verið almennur dómari

1. ef hann vegna brots eða með grófri eða endurtekinni vanrækslu í starfi hefur reynst augljóslega óhæfur til að gegna því

2. ef hann hefur náð eftirlaunaaldri eða er annars lögum samkvæmt skyldur til að láta af störfum með eftirlaunum.

Ef annar valdhafi en dómstóll hefur vikið dómara úr starfi er honum heimilt að krefjast úrskurðar dómstóls um ákvörðunina. Samsvarandi gildir um þá ákvörðun að útiloka dómara frá þvi að gegna starfi sínu eða að skylda hann til að sæta læknisrannsókn.

Ef þörf krefur af skipulagsástæðum má flytja þann sem skipaður hefur verið reglulegur dómari í aðra sambærilega dómarastöðu.

6. gr. Lagakanslarinn, ríkissaksóknari, stjórnsýslustofnanir ríkisions og lénsstjórnir heyra undir ríkisstjórnina. Önnur stjórnvöld ríkisins heyra undir ríkisstjórnina ef þau heyra ekki undir þingið samkvæmt stjórnskipunarlögum þessum.

Heimilt er að fela sveitarfélögum stjórnsýslustörf.

Heimilt er að fela fyrirtækjum, félögum, samtökum, stofnun eða einstaklingi stjórnsýslustörf. Ef starfið felur í sér beitingu valds skal það gert með lögum.

7. gr. Engir valdhafar, þ.m.t. þingið og sveitarstjórnir, geta fyrirskipað hvaða ákvörðun stjórnvald tekur í einstöku tilviki í málum sem varða beitingu valds gegn einstaklingi eða gegn sveitarfélagi eða í máli, sem varðar beitingu laga.

8. gr. Dómgæslu- og stjórnsýslustörf mega ekki vera í höndum þingsins umfram það sem leiðir af grundvallarlögum og þingskapalögum.

9. gr. Ríkisstjórn, eða valdhafi sem hún hefur tilnefnt, skal tilnefna í embætti við dómstól eða stjórnvald, sem heyrir undir ríkisstjórnina.

Eingöngu skal tekið tillit til hlutlægra þátta, svo sem hæfni og getu við tilnefningu í stöðu hjá ríkinu.

Einungis sænskur ríkisborgari getur gegnt dómarastörfum, embætti sem heyrir beint undir ríkisstjórnina, leyst af hendi störf eða viðfangsefni sem yufirmaður stjórnvalds, sem heyrir beint undir ríkistjórnina eða þingið eða sem nefndarmaður þesskonar yfirvalds eða stjórnar þess, starfi í stjórnarráðinu næst ráðherra eða starfi sem sænskur erindreki. Einnig í öðrum tilvikum getur aðeins sá, sem er sænskur ríkisborgari gegnt starfi eða sinnt verkefni, ef til þess er kosið af þinginu. Að öðru leyti verður aðeins gerð krafa um sænskan ríkisborgararétt til að gegna starfi eða verkefni hjá ríki eða sveitarfélögum með lögum eða skilyrðum, sem sett eru í lögum.

10. gr. Meginreglur um réttarstöðu ríkisstarfsmanna að öðru leyti en mælt er fyrir um í stjórnarskránni skulu settar í lögum.

11. gr. Stjórnsýsludómstóllinn veitir leyfi til endurupptöku máls og undanþágu frá frestskilyrðum, eða að því leyti sem kveðið er á um í lögum af lægra settum stjórnsýsludómstól, þegar um er að ræða mál, sem ríkisstjórnin, stjórnsýsludómstóll eða stjórnvald á fullnaðarúrskurð um. Í öðrum tilvikum veitir Hæstiréttur náðun eða að því leyti sem ekki er kveðið á um það í lögum annar dómstóll, sem ekki er stjórnsýsludómstóll. 

Heimilt er að setja nánari ákvæði um þetta efni í lögum.

12. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að veita undanþágu frá reglugerðarákvæðum eða frá ákvæðum sem gefin hafa verið út með stoð í ríkisstjórnarákvörðun ef annað fylgir ekki af lögum eða ákvörðun í fjárhagsáætlun.

13. gr. Ríkisstjórnin getur með náðun gefið eftir eða mildað viðurlög við brotum eða aðrar lögfylgjur brota og gefið eftir eða mildað áþekka skerðingu, sem leitt hefur af ákvörðun yfirvalds og snertir persónu einstaklings eða eignir.

Þegar sérstakar ástæður mæla með því, getur ríkistjórnin fyrirskipað að frekari rannsókn eða saksókn refsiverðs brots skuli hætt.

14. gr. Ef dómstóll eða annar opinber valdhafi telur, að lagaákvæði brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar eða gegn æðri lögum eða að lögskipaðrar málsmeðferðar hafi ekki verið gætt í verulegum atriðum við setningu þeirra er ekki heimilt að beita ákvæðinu. Ef ákvæðið var sett af þinginu eða ríkisstjórninni verður ákvæðinu því aðeins vikið til hliðar að gallinnn sé augljós.

12. kafli Eftirlitsvaldið.

1. gr. Stjórnarskrárnefnd skal hafa eftirlit með störfum ráðherra og meðferð ríkisstjórnarmála. Í því skyni á nefndin rétt á að fá fundargerðir er geyma ákvarðanir í málum ríkisstjórnarinnar og málsgögn til að ná markmiði sínu. Aðrar nefndir og einstakir þingmenn eiga rétt á að leggja skriflegar spurningar fyrir stjórnarskrárnefnd um störf ráðherra eða meðferð ríkisstjórnarmála.

2. gr. Þegar ástæða þykir til, en þó a.m.k. einu sinni á ári er stjórnarskrárnefnd skyldug til að kynna fyrir þinginu hvað nefndin telur ástæðu til að vekja athygli á við eftirlitið. Þingið getur af því tilefni komið athugasemdum á framfæri við þingið.

3. gr. Sá, sem er eða hefur verið ráðherra er því aðeins ábyrgur vegna brots í embætti að hann hafi stórlega vanrækt starfsskyldur sínar. Stjórnarskrárnefnd ákveður hvort hann skuli saksóttur og sætir málið meðferð fyrir Hæstarétti.

4. gr. Þinginu er heimilt að lýsa því yfir, að ráðherra njóti ekki trausts þingsins. Til slíkrar yfirlýsingar, vantraustsyfirlýsingar, þarf samþykki meira en helmings þingmanna.

Tillaga um vantraustsyfirlýsingu skal því aðeins tekin til umræðu að ekki færri en tíundihluti þingmanna bera hana fram. Hún verður ekki tekin til meðferðar á tímabilinu frá almennum kosningum eða frá því að ákvörðun um aukakosningar hefur verið tilkynnt þar til þingið kemur saman. Tillaga sem varðar ráðherra, sem samkvæmt 8. gr. 6. kafla hefur látið af störfum, verður ekki tekin til meðferðar.

Tillaga að vantraustsyfirlýsingu sætir ekki nefndarmeðferð.

5. gr. Þingmanni er rétt samkvæmt því sem ákveðið er í þingsköpum að leggja fram fyrirspurn eða spurningu til ráðherra í málum sem varða störf hans.

6. gr. Þingið kýs einn umboðsmann eða fleiri, sem eiga í samræmi við fyrirmæli þingsins að hafa eftirlit með beitingu laga og reglna í opinberri þjónustu. Umboðsmanni er heimil málshöfðun í þeim tilvikum, sem í fyrirmælunum eru ákveðin.

Umboðsmanni er heimilt að vera viðstaddur umræður dómstóls eða stjórnvalds og skal hafa aðgang að fundargerðum og gögnum viðkomandi valdhafa. Dómstólar, stjórnvöld og starfsmenn ríkis eða sveitarstjórna skulu láta umboðsmann í té þær upplýsingar og skýrslur sem hann krefst. Sú skylda hvílir einnig á öðrum þeim, sem háðir eru eftirliti umboðsmanns. Reglulegur saksóknari skal vera umboðsmanni til aðstoðar, ef þess er óskað.

Nánari ákvæði um umboðsmann er að finna í þingskapalögum.

7. gr. Þingið kýs endurskoðendur meðal þingmanna til að hafa eftirlit með starfsemi ríkisins. Þinginu er heimilt að ákveða að endurskoðunin geti einnig náð til anarrar starfssemi. Þingið setur endurskoðendum fyrirmæli.

Endurskoðendur geta, í samræmi við það, sem ákveðið er í lögum, krafist skjala, upplýsinga og skýrslna í þarfir eftirlitsins.

Nánari ákvæði um endurskoðendur skulu vera í þingskapalögum.

8. gr. Umboðsmaður þingsins eða lagakanslarinn sækja mál fyrir Hæstarétti vegna brots hæstaréttardómara eða dómara við Stjórnsýsludómstólinn í starfi.

Hæstiréttur sker einnig úr því hvort dómari við Hæstarétt eða Stjórnsýsludómstólinn skuli leystur frá störfum sínum eða gangast undir læknisrannsókn. Umboðsmaður þingsins eða lagakanslarinn skulu höfða mál í þessu skyni.

13. kafli Ófriður og ófriðarhætta.

1. gr. Ef stríð er yfirvofandi eða ríkið lendir í ófriði skal ríkisstjórnin eða þingforseti boða til þingfundar. Sá, sem kallar þingið saman, getur ákveðið að það komi saman annars staðar en í Stokkhólmi. 

2. gr. Ef ríkið á í ófriði eða ófriður er yfirvofandi og aðstæður krefjast þess getur stríðsnefnd, sem skipuð er af þinginu, komið í stað þingsins. 

Ef ríkið á í ófriði tilkynna þingmenn, sem eiga setu í utanríkisnefnd, um það samkvæmt nánari ákvæðum þingskapalaga að stríðsnefnd hafi tekið við störfum þingsins. Áður en tilskipun um það er gefin út skal haft samráð við forsætisráðherra ef mögulegt er. Ef þingmenn nefndarinnar geta ekki komið saman vegna ófriðarins gefur ríkisstjórnin út tilskipunina. Ef ófriður er yfirvofandi gefa þingmenn utanríkisnefndar tilskipuninan út í samráði við forsætisráðherra. Krafa er gerð um að forsætisráðherra og sex nefndarmanna séu samþykkir tilskipuninni.

Stríðsnefnd og ríkisstjórn geta í sameiningu eða hvor um sig ákveðið að þingið skuli taka aftur upp störf sín.

Um skipan stríðsnefndar fer samkvæmt ákvæðum þingskapalaga.

3. gr. Þegar stríðsnefnd kemur í stað þings gegnir hún störfum þingsins. Henni er þó ekki heimilt að taka ákvarðanir samkvæmt fyrsta lið, 1. málsgr. 12. gr. eða 2. eða 4. málsgr.

Stríðsnefnd setur sjálf reglur um störf sín.

4. gr. Ef ríkið á í ófriði og ríkisstjórnin getur ekki gegnt hlutverki sínu getur þingið tekið ákvörðun um myndun ríkisstjórnar og um starfshætti hennar.

5. gr. Ef ríkið á í ófriði og hvorki þingið né stríðsnefnd geta sinnt störfum sínum skal ríkisstjórnin gegna þeim að svo miklu leyti sem hún telur nauðsynlegt til að vernda ríkið og binda endi á stríðið.

Ríkisstjórnin getur ekki á grundvelli 1. málsgr. samþykkt, breytt eða fellt úr gildi grundvallarlög, þingskapalög eða lög um kosningar til þingsins.

6. gr. Ef ríkið á í ófriði, ófriður er yfirvofandi eða um er að ræða slíkar óvenjulegar aðstæður tengdar ófriði eða ófriðarhættu, getur ríkisstjórnin með heimild í lögum sett reglur um ákveðið mál sem ella skyldi kveðið um í lögum samkvæmt grundvallarlögum. Ef þörf krefur í öðrum tilvikum og af tilliti til varna ríkisins getur ríkisstjórnin með heimild í lögum gefið út tilskipun um að lagaákvæðum um upptöku eigna eða aðrar slíkar ráðstafanir skuli beitt eða hætt skuli að beita þeim.

Í lögum, sem sett eru með heimild í 1. málsgr., skal nákvæmlega greint með hvaða skilyrðum heimildinni verði beitt. Heimildin felur ekki í sér rétt til að setja, breyta eða fella úr gildi grundvallarlög, þingskapalög eða lög um kosningar til þingsins.

7. gr. Ef ríkið á í ófriði eða ófriður er yfirvofandi skal ekki beita 3. málsgr. 12. gr. 2. kafla. 

8. gr. Ef ríkið á í ófriði eða ófriður er yfirvofandi getur ríkisstjórnin með heimild þingsins ákveðið að starfi, sem samkvæmt grundvallarlögunum er í höndum ríkisstjórnar, skuli gegnt af öðru yfirvaldi. Heimildin má ekki varða vald samkvæmt 5. eða 6. gr. ef ekki er aðeins um að ræða ákvörðun um að byrja skuli að beita lögum um visst efni.

9. gr. Ríkisstjórnin getur samið um vopnahlé án þess að fá samþykki þingsins og án þess að ráðfæra sig við utanríkisnefnd, ef dráttur á samningum fæli í sér hættu fyrir ríkið.

10. gr. Þinginu eða ríksstjórninni er óheimilt að taka ákvarðanir á hernumdu svæði. Á slíku svæði er jafnframt óheimilt að gegna starfi ráðherra eða þingmanns. 

Það hvílir á öllu opinberum stofnunum á hernumdum svæðum að koma fram á þann hátt sem best hentar vörnum ríkisins og andspyrnuhreyfingunni sem og vernd borgara og sænskum hagsmunum að öðru leyti. Á herndumdum svæðum er opinberum yfirvöldum óheimilt að taka ákvarðanir um að hefja aðgerðir, sem knýja ríkisborgara til að veita hernámsyfirvöldum aðstoð, sem þeim er óheimilt að krefjast samkvæmt þjóðarétti.

Þingkosningar eða kosningar til sveitarstjórna sem hafa ákvörðunarvald er óheimilt að halda á hernumdu svæði.

11. gr. Ef ríkið á í ófriði ber þjóðhöfðingja að fylgja ríkisstjórninni. Ef hann er á herteknu svæði eða á öðrum stað en ríkisstjórnin telst hann hindraður í að gegna störfum sínum sem þjóðhöfðingi.

12. gr. Ef ríkið á í ófriði, mega þingkosningar einungis fara fram samkvæmt ákvörðun þingsins. Ef ófriður er yfirvofandi, þegar almennar kosningar skulu haldnar, getur þingið ákveðið að fresta kosningum. Slíka ákvörðun skal endurskoða innan árs og því næst með 1 árs millibili í mesta lagi. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgsrein er einungis gild ef a.m.k. 3/4 hlutar þingmanna eru henni samþykkir.

Ef ríkið er hertekið að hluta, þegar kosningar skulu haldnar, ákveður þingið, hvernig ákvæði 3. kafla skuli aðlöguð. Undantekningu má þó ekki gera frá fyrstu málsgrein 1. gr. 2. gr. 1. mgr. 6. gr. og 7.-11. gr. 3. kafla. Það sem segir í 1. mgr. 6. gr. 2. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 8. gr. 3. kafla um ríkið skal í stað þess gilda um þann hluta ríkisins þar sem kosningar skulu haldnar. Að minnsta kosti 1/10 hluti allra þingsæta skulu vera jöfnunarþingsæti.

Almennar kosningar, sem samkvæmt 1. mgr. verða ekki haldnar á réttum tíma, skulu haldnar svo fljótt og mögulegt er eftir að ófriði er lokið eða ófriður er ekki lengur yfirvofandi. Það hvílir á ríkisstjórn og þingforseta í sameiningu eða hvoru fyrir sig að sjá til þess að gripið sé til þeirra aðgerða, sem þörf er á.

Hafi almennar kosningar samkvæmt þessum lið verið haldnar á öðrum tíma en þær annars skyldu fara fram, skal þingið ákveða að næstu almennu þingkosningar skuli fara fram í þeim mánuði á fjórða eða fimmta ári eftir fyrrnefndu kosningar þegar almennar kosningar skulu haldnar samvæmt þingskapalögum.

13. Ef ríkið er í ófriði eða ófriður er yfirvofandi eða fyrir hendi eða óvenjulegar aðstæður, sem af ófriði eða ófriðarhættu hefur leitt,fer um ákvörðunarvald sveitarstjórna samkvæmt því sem mælt er fyrir í lögum.


PRENTFRELSISLÖGIN

1.0. Inngangur

Í 1. kafla prentfrelsislaganna eru ákvæði um prentfrelsi. Í prentfrelsi felst réttur sænskra ríkisborgara til þess að gefa út rit, án þess að yfirvald hindri það fyrirfram, að þurfa aðeins að sæta því, að verða síðar saksóttir fyrir löglegum dómstóli fyrir efni þeirra, enda verði þeim því aðeins refsað, að efni brjóti gegn skýrum lagaákvæðum sem sett hafa verið til að varðveita allsherjarreglu, án þess að hindra aðgang almennings að upplýsingum.

2.0. Réttur til að prenta, gefa út og dreifa efni.

Í 4. - 6. kafla prentfrelsislaganna eru ákvæði um prentun, útgáfu og dreifingu efnis. Sænskum ríkisborgurum er samkvæmt 4. kafla heimilt sjálfum eða með aðstoð annarra að prenta efni með prentvél og öðrum hætti. Samkvæmt prentfrelsislögunum nýtur stjórnarskrárverndar réttur manns til að stofna og starfrækja prentstofur og til annarrar slíkrar starfssemi, sem er nauðsynleg fyrir útgáfu og dreifingu prentaðs efnis, svo sem rekstur útgáfufyrirtækis og bókaverslunar. 

Um útgáfu tímarita er fjallað í 5. kafla laganna. Eigendur tímarita skulu vera sænskir ríkisborgarar eða sænskar lögpersónur, en heimilt er að kveða á í lögum, að útlendingur, eða erlend lögpersóna, geti einnig verið útgefandi, sbr. 1. gr. §tgefandi skal vera að tímariti og eigandi tímarits skal velja hann. Ítarlegar reglur eru í kaflanum um útgefendur og útgáfuleyfi.

Samkvæmt 6. kafla er hverjum sænskum ríkisborgara, eða sænskri lögpersónu heimilt að selja prentað mál og dreifa því með öðrum hætti, sbr. 1. gr. Undantekingar eru gerðar um einstök tilvik, sem kveðið skal um í lögum, sbr. 2. gr. Samkvæmt 4. gr. er meginreglan sú, að óheimilt er að takmarka eða setja skilyrði fyrir dreifingu prentaðs efnis með pósti eða opinberum boðbera á grundvelli efnis þess.

3.0. Aðgangur að opinberum skjölum.

Samkvæmt 2. kafla prentfrelsislaganna eiga sænskir ríkisborgarar frjálsan aðgang að opinberum skjölum. Er tilgangur þess sá að stuðla að frjálsum skoðanaskiptum og upplýsa almenning. Af reglunni leiðir að aðila máls er frjálst að rannsaka ritað efni, sem liggur til grundvallar meðferð yfirvalds. Honum er einnig rétt að fá aðgang að skjölum í öðrum svipuðum málum sem gera honum kleift að mynda sér skoðun á framkvæmd yfirvaldsins. Fjölmiðlar hafa einnig aðgang að og mega kanna skjöl opinberra yfirvalda. Vitneskjan um að skjöl og skýrslur eru aðgengilegar öllum er talið auka varkárni yfirvalda og draga úr hættu á geðþóttaákvörðunum. Margar undantekningar eru frá þessari meginreglu, m.a. til að vernda þjóðaröryggi sem og persónuleg og fjárhagsleg mál einstaklinga. 

Umræddur réttur verður aðeins takmarkaður í lögum af nánar tilgreindum ástæðum, svo sem af tilliti til öryggis ríkisins, vegna hagsmuna af því að hindra afbrot eða koma fram viðurlögum við þeim, til verndar friðhelgi eða efnahags einstaklinga eða til að varðveita dýra- eða jurtategundir, sbr. 2. gr. Kaflinn hefur einnig að geyma skilgreiningu á því, hvað teljist opinber skjöl og ákvæði um afgreiðslu þeirra hjá viðkomandi stjórnvaldi. Ef yfirvald hafnar beiðni um afhendingu opinbers skjals eða fyrirvari er gerður um notkun þess, er umsækjanda heimilt að áfrýja ákvörðuninni. Áfrýja skal ákvörðun, sem ráðherra hefur tekið, til ríkisstjórnarinnar en ákvörðunum annarra yfirvalda til dómstóls.

4.0. Réttur til nafnleyndar.

Ákvæði um nafnleynd eru í 3. kafla prentfrelsislaganna. Höfundi prentaðs efnis verður ekki gert skylt að gefa upp nafn sitt, höfundarnafn eða setja undirskrift sína undir prentað efni. Samsvarandi á við um þann, sem veitt hefur upplýsingar og um útgefanda prentaðs efnis, sem ekki er tímarit, sbr. 1. gr. ¦heimilt er í máli út af broti á prentfrelsi að fjalla um hverjir þeir séu, sbr. 2. gr. Nafnleynd er einnig vernduð af ákvæðum um þagnarskyldu þeirra sem þátt hafa tekið í framleiðslu prentaðs efnis og þeirra sem starfa hjá útgáfufyrirtækjum eða fréttastofum og fengið hafa vitneskju um það hver sé höfundur eða hafi veitt upplýsingar, sbr. 3. gr. Þagnarskyldan fellur niður í ákveðnum tilvikum.

5.0. Brot á prentfrelsi.

Í 7. kafla prentfrelsislaganna er fjallað um brot á prentfrelsi. Prentfrelsi takmarkast af þeim ákvæðum prentfrelsislaganna, sem er ætlað að vernda rétt einstaklinga og hagsmuni almennings. Lögin banna yfirvöldum ritskoðun efnis, sem ætlað er til prentunar og útgáfu. Ákvæði 4.-5. gr. 7. kafla telja upp þá verknaði sem teljast brot á prentfrelsi. Verknaðurinn verður að vera framinn í prentuðu efni og vera refsiverður samkvæmt lögum. Hann verður því að vera refsiverður bæði samkvæmt prentfrelsislögum og öðrum lögum, sem í raun eru hegningarlögin.

5.0. Eftirlit, ákæra og sérstök þvingunarúrræði.

Ákvæði 9. kafla fjalla um eftirlit og ákæru og 10. kafli um sérstök þvingunarúrræði vegna brota á prentfrelsi.

Lagakanslarinn skal hafa eftirlit með því að ekki sé farið út fyrir mörk prentfrelsisins og hann getur einn ákært í málum sem varða brot gegn prentfrelsi. Aðeins lagakanslarinn og þar til bær dómstóll geta samþykkt þvingunaraðgerðir vegna gruns um slíkt brot nema annað sé heimilað í prentfrelsislögunum, sbr. 1. og 2. gr. 9. kafla. Samkvæmt 3. gr. rennur út réttur til að höfða refsimál vegna brots á prentfrelsi, ef mál hefur ekki verið höfðað innan sex mánaða frá útgáfudegi, þegar um er að ræða tímarit eða innan árs frá útgáfudegi þegar um er að ræða annað prentað efni.

Heimilt er að gera upptækt prentað efni sem brýtur gegn prentfrelsinu, sbr. 7. gr. 7. kafla. Ef ástæða er til að ætla, að prentað efni verði gert upptækt í tengslum við brot gegn prentfrelsi, er heimilt að leggja hald á útgáfuna á meðan beðið er eftir niðurstöðu, sbr. 1. gr. 10. kafla. Lagakanslari tekur ákvörðun um hald á efni en framselja má vald þetta til saksóknara, en eingöngu með heimild í lögum, sbr. 2. gr. 10. kafla. Mál skal höfðað innan tveggja vikna frá skipun um hald, sbr. 4. gr. 10. kafla. 

6.0. Skaðabætur

Í 11. kafla er fjallað um skaðabætur vegna prentfrelsisbrota. Skaðabótakrafa vegna brots á prentfrelsi verður því aðeins gerð að prentað efni, sem krafan vísar til, feli í sér brot á prentfrelsi. Meginreglan er sú að einungis sé heimilt að gera slíka kröfu á hendur einstaklingi, sem ber ábyrgð á slíku broti samkvæmt refsilögum í samræmi við skilyrði 8. kafla, sbr. 1. gr. 11. kafla. 

Í 8. kafla eru ákvæði um ábyrgð á prentfrelsisbrotum. Ákveðinn einstakligur skal bera ábyrgð á efni prentaðs máls, útgefandi þegar um er að ræða fréttablað eða tímarit, sbr. 1. gr. og höfundur þegar um er að ræða annað efni, sbr. 5. gr.
Í undantekningartilvikum getur eigandi, sá sem prentað hefur efnið eða dreifandi orðið ábyrgur, sbr. 3.-4. gr. og 6.-8. gr.

Skaðabótakröfu vegna brots á prentfrelsi verður borin fram, jafnvel þó refsiábyrgð sé fyrnd eða málshöfðun samkvæmt refsilögum útilokuð, sbr. 5. gr. 11. kafla.

7.0. Málsmeðferð

Ákvæði 12. kafla fjalla um málsmeðferð í málum sem varða prentfrelsi. Mál um brot á prentfrelsi eru m.a. mál sem varða einkaréttarlega og refsiréttarlega ábyrgð, sbr. 1. gr. 12. kafla.

Þeir sem eru saksóttir vegna brots á prentfrelsi, geta krafist þess að málið sé dæmt af kviðdómi, sbr. 2. gr. 12. kafla. Það felur í sér að kviðdómur leysir úr því á fyrsta dómstigi hvort brot hafi verið framið, nema báðir aðilar lýsi sig fúsa til að vísa málinu til dóms án kviðdóms. Mál út af prentfrelsi og tjáningarfrelsi eru einu málin, þar sem leikmenn fjalla um og ákveða, hvort verknaður sé refsiverður, án þess að reglulegur dómari sé í forsæti. Ítarlegur reglur um kviðdómendur er að finna í 12. kafla.

8.0. Efni, sem prentað er erlendis. 

Ákvæði 13. kafla eiga við um efni, sem prentað er erlendis. Prentfrelsislögunum verður að meginstefnu til beitt um efni sem prentað er erlendis, sbr. 1. gr. Rit, sem prentað er erlendis, telst útgefið í Svíþjóð, þegar það hefur verið afhent til dreifingar innan ríkisins. §tgefandi skal einnig vera að efni sem prentað er erlendis. 



GRUNDVALLARLÖG UM TJÁNINGARFRELSI

1.0. Inngangur.

Þann 1. janúar 1992 gengu í gildi ný grundvallarlög, grundvallarlög um tjáningarfrelsi. Ákvæði til fyllingar grundvallarlögunum eru í öðrum lögum og reglugerðum. Markmiðið með tjáningarfrelsislögunum er að veita tjáningarfrelsi og rétti til að miðla upplýsingum skýrari stjórnarskrárvernd að því er varðar nýja tjáningarmiðla. Hugsunun er sú m.a. að þessum miðlum verði beitt við fréttaflutning og til að hafa áhrif á skoðanamyndun með sömu skilyrðum og á við um prentað efni. 

2.0. Miðlar, sem njóta verndar laganna.

Tjáningarfrelsislögin ná til hljóðvarps, sjónvarps og í tiltekinna annarra nýtísku rafeindamiðla, kvikmynda og myndbanda sem og hljóðupptaka (á böndum og plötum), sbr. 1. gr. 1. kafla. Takmarkanir á þessu tjáningarfrelsi verða einungis gerðar með heimild í grundvallarlögunum. Annar tjáningarháttur svo sem leiksýningar og sýningar njóta ekki verndar tjáningarfrelsislaganna. 

2.1. Hljóðvarp og sjónvarp.

Lögin ná til hljóðvarpssendinga og sjónvarpssendinga sem sendar eru þráðlaust eða um þráð eða kapal. Sendingar um þráð má framsenda þráðlaust t.d. um loftnetsmiðstöð. Sendingar eftir þræði má einnig senda eftir víðfeðmara þráðneti (kapalneti) sem hefur sameiginlegt loftnet til móttöku hljóðvarpsmerkja. Jafnframt eru til kapalnet sem eingöngu eru notaðar til sendinga um þráð. 

Ákveðnum ákvæðum grundvallarlaganna verður ekki beitt um beinar útsendingar frá daglegum viðburðum, guðþjónustum eða opinberum athöfnum, sem ekki eru skipulagðar af þeim, sem stjórnar útsendingarstarfsseminni. 

Sérreglur gilda um ákveðnar sendingar til og frá útlöndum. Sendingar sem koma frá sendi í Svíþjóð falla yfirleitt undir lögin. Þetta gildir hvort sem útsendingin fer í gegnum gervihnött eða ekki. Ef útsendingin er aðallega ætluð til móttöku erlendis er heimilt að gera undantekningu frá grundvallarlögunum í venjulegum lögum. Þegar um er að ræða útsendingar frá útlöndum til Svíþjóðar verður tilteknum ákvæðum laganna einungis beitt ef útsendingu er dreift áfram viðstöðulaust og óbreyttri. Slíkar sendingar eru t.d. verndaðar gegn ritskoðun og gegn banni við frekari dreifingu þeirra. Ef endursendingin er ekki viðstöðulaus og óbreytt gilda sömu ákvæði og um aðrar sendingar innan Svíþjóðar.

2.2. Videotex.(?)

Tæknin við yfirfærslu texta tölvuskráðra upplýsinga og annarra grafískra upplýsinga um sérstakar leiðslur eða hið almenna símnet til tölvumiðstöðva eða sjónvarpstækja er kallað videotex (?). Stundum er hugtakið teledata(?) notað. Videotex fellur undir lögin ef móttakandi þess getur ekki haft áhrif á efni þess sem sent er út. Tjáningarfrelsislögunum verður jafnframt beitt um textavarp og símabréf sem send eru til almennings.

2.3. Kvikmyndir, myndbönd o.fl.

Lögin ná til kvikmynda, myndbanda og annarrar upptöku hreyfimynda , t.d. á geisladiskum með hreyfimyndum. Það sem gildir um slíkar myndaupptökur nær einnig til þess hljóðs, kann að fylgja myndunum.

2.4. Hljóðupptökur.

Tjáningar- og upplýsingafrelsi nýtur verndar að því er varðar hljóðupptökur á bandi, hefðbundnar hljómplötur og hljóðgeisladiska.

3.0. Ákvæði um vernd móttöku og sendinga o.fl.

3.1. Rétturinn til að hafa undir höndum tæknilegan búnað.

Án heimildar í lögunum er ekki hægt að banna neinum að hafa undir höndum hljóðvarps- og sjónvarpstæki, segulbönd eða þess háttar tæknibúnað á grundvelli efnis útvarpssendingar, kvikmyndar eða hljóðupptöku, sbr. 3. gr. 1. kafla. Þar sem ákvæðið tekur mið af efni sendingarinnar, er mögulegt t.d. af skipulags- eða öryggissjónarmiðum að banna eða takmarka notkun eða umráð slíks búnaðar t.d. á refsigæslustofnunum. Lögin útiloka heldur ekki, að einhverjum sé bannað, af menningarverndarsjónarmiðum að setja t.d. upp móttökudisk, í viðkvæmu byggingarumhverfi.

3.2. Rétturinn til útsendingar.

Tjáningarfrelsislögin fela í sér að allir eigi rétt að senda um þráð, þ.e.a.s. það ræður að meginstefnu til frelsi til uppsetningar, sbr. 1. gr. 3.kafla. Það er hins vegar hægt í lögum að setja ákveðna tegund skilyrða fyrir rétti til útsendingar. 
Heimilt er að kveða á um undantekningar frá grundvallarlögunum þegar um er að ræða útsendingar sem ekki er beint til alls almennings, t.d. um þráðnet á hóteli eða í minni íbúðarsvæðum, sbr. 6. gr. 1. kafla.

Til þess að senda þráðlaust er mönnum nauðsynlegt að hafa aðgang að útvarpsbylgju. Fjöldi þeirra er takmarkaður og þeim er deilt á milli landa. Því er ekki til neitt stjórnarskrárvarið frelsi að setja upp slíka starfssemi fyrir útsendingar. Heimilt er í lögum að setja ákvæði um leyfi og um skilyrði slíkra sendinga, sbr. 2. gr. 3. kafla.

3.3. Ritskoðun o.fl.

Samkvæmt tjáningarfrelsislögunum er ritskoðun bönnuð að því er varðar allar tegundir hljóðvarps, sjónvarps og áþekkra miðla, sbr. 3. gr. 1. kafla. Einnig er óheimilt að ritskoða hljóðupptökur.

Að því er varðar kvikmyndir og myndbönd er heimilt að setja ákvæði í lög um rannsókn og viðurkenningu á þeim til opinberrar sýningar.

Ritskoðun er óheimil að því er tekur til kvikmynda og myndbanda, sem ekki eru ætlaðar til opinberrar sýningar, en samt er dreift til almennings með sýningu, útleigu, sölu eða afhendingu á annan hátt. Hinsvegar er mögulegt samkvæmt grundvallarlögunum að banna og refsa fyrir frekari dreifingu kvikmynda og myndbanda sem hafa til dæmis að geyma ofbeldi eða klám, sbr. 11.-12. gr. 3. kafli.

Auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi er hægt að banna með ákvæðum almennra laga, sbr. 12. gr. 1. kafla. Sama gildir um fjárstuðning til slíkra sendinga.

3.4. Réttur til að bera mál undir dómstól

Spurningar um rétt til útvarpssendinga skal vera hægt að bera undir dómstól eða nefnd sem skipuð er samkvæmt ákvæðum laga og formaður hennar skal vera eða hafa verið reglulegur dómari, sbr. 5. gr. 3. kafla. Þessi réttur nær til allra sendinga hvort sem er þráðlausra eða um þráð.

Ef mál fjallar um misnotkun á tjáningarfrelsi skal málið sæta meðferð fyrir kviðdómi. Ákvæði um kviðdóm eru í 9. kafla.

4.0. Frelsi til að miðla upplýsingum og heimildarvernd.

Í frelsi til að miðla upplýsingum felst réttur til að afla upplýsinga um hvaða efni sem er og miðla þeim í þeim tilgangi að birta það í einhverjum þeim miðli, sem lögin taka til. Frelsi til að miðla upplýsingum er ekki fortakslaust. Til eru undantekningar, sem fela í sér að þeir, sem útvega eða gefa upplýsingar, geta verið dregnir til ábyrgðar fyrir brot. 

Heimildarleynd felur í sér réttinn til nafnleyndar. Höfundur útvarpssendingar eða annarrar sendingar, sem nýtur verndar grundvallarlaganna, er ekki skyldugur til að gefa upp nafn sitt. Sú skylda hvílir ekki heldur á þeim, sem komið hefur fram í slíkri útsendingu, sbr. 1. gr. 2. kafla. Ef þessir einstaklingar kjósa að koma fram, án þess að gefa upp nafn sitt eða láta koma fram með öðrum hætti hverjir þeir eru, er í máli út af broti á tjáningarfrelsi óheimilt að fjalla um hverjir þeir séu. Nafnleynd er einnig vernduð af ákvæðum um þagnarskyldu þeirra sem hafa séð um samningu eða dreifingu verndaðrar sendingar og þeirra sem á grundvelli þess að þeir vinna hjá fréttastofu hafa fengið vitneskju um hver höfundur sé eða hver hafi gefið upplýsingar í því skyni að þær yrðu birtar, eða þess sem hefur komið fram. Þagnarskyldan fellur niður í ákveðnum tilvikum, sbr. 3. gr. 2. kafla.

Grundvallarlögin banna einnig að yfirvöld kanni hver hafi veitt upplýsingar, sé höfundur eða hafi afhent efni til birtingar í útvarpsdagskrá, kvikmynd eða hljóðupptöku, sbr. 4. gr. 2. kafla. Slík rannsókn er þó leyfð í ákveðnum tilvikum, t.d. þegar einstaklingur er ákærður samkvæmt undantekningarákvæði. Ákvæði eru um refsingu þess sem brýtur gegn ákvæðum um nafnleynd, sbr. 5. gr. 2. kafla. 

5.0. Brot á tjáningarfrelsi.

5.1. Tjáningarfrelsisbrot.

Sá, sem misnotar tjáningarfrelsið með einhverjum þeim tjáningarhætti, sem verndar nýtur, þ.e.a.s. hljóðvarpi, sjónvarpi, kvikmynd, myndbandi eða hljóðupptöku, má dæma fyrir tjáningarfrelsisbrot. Til þess að misnotkun á tjáningarfrelsinu verði talið tjáningarfrelsisbrot er þess krafist að verknaðurinn sé refsiverður bæði samkvæmt grundvallarlögunum um tjáningarfrelsi og samkvæmt öðrum lögum (í raun hegningarlögunum). Sama gildir því um tjáningarfrelsislögin og prentfrelsislögin, þ.e.a.s. ábyrgð á tjáningarfrelsisbroti krefst tvöfalds brots. Ákvæði 1. gr. 5. kafla tilgreinir hvaða verknaðir geti talist tjáningarfrelsisbrot. 

Ákæra vegna tjáningarfrelsisbrots skal lögð fram innan sex mánaða frá útsendingu útvarpsdagskrár og samkvæmt meginreglunni í síðasta lagi einu ári eftir að kvikmynd eða hljóðupptaka var afhent til dreifingar. Um tiltekin brot gilda sérstakir frestir. 

5.2. Viðurlög o.fl.

Að því er varðar viðurlög vegna brota á tjáningarfrelsi vísa grundvallarlögin til fyrirmæla í lögum um brotið, sbr. 4. gr. 5. kafla. Tilvísunin felur í sér, að ákvæði hegningarlaganna um viðurlög við broti skuli beitt um brot á tjáningarfrelsi. Sá, sem dæmdur er fyrir tjáningarfrelsisbrot, getur því verið dæmdur til ýmissa refsinga, sem taldar eru í hegningarlögunum, svo sem sekta, skilorðsbundins dóms, fangelsis o.fl.

Ef einhver er dæmdur fyrir rógburð getur dómstóllinn ákveðið, ef brotið hefur verið framið í útvarpssendingu, að dómurinn skuli birtur að hluta eða í heild í útvarpssendingu á vegum sömu útsendingarstöðvar.

5.3. Ábyrgð

§t frá því er gengið í þessum grundvallarlögum, að til sé útgefandi að hljóðvarpsdagskrá, sjónvarpsdagskrá eða kvikmynd, sem einn beri ábyrgð á því sem er birt, sbr. 1. gr. 4. kafla. §tgefandi á rétt á að velja einn eða fleiri staðgengla, sbr. 5. gr. 4. kafla. Ef staðgengill hefur verið valinn og gegnir starfi í stað útgefanda er hann ábyrgur í stað útgefanda. Þegar um er að ræaða hljóðupptökur er hægt að útnefna útgefanda og í því tilviki er hann ábyrgur, sbr. 7. gr. 4. kafla. Ef útgefandi hefur ekki verið valin fyrir hljóðupptöku er það samkvæmt meginreglunni höfundur og/eða sá sem kemur fram í miðlinum, t.d. söngvari eða lesari, sem ber ábyrgð, sbr. 3. - 5. gr. 6. kafla.

Einsmannsábyrgðin felur í sér, að aðrir, sem hafa aðstoðað við samningu útsendingarinnar verða að meginstefnu til ekki gerðir ábyrgir. 

Höfundur er ekki alltaf laus við ábyrgð jafnvel þó að útgefandi sé að sendingunni. Ekki heldur sá, sem rekur starfssemina, sá, sem kemur fram í útsendingu, eða sá, sem dreifir kvikmynd. Ef í trássi við grundvallarlögin hefur ekki verið tilnefndur útgefandi hljóðvarps- eða sjónvarpsdagskrár eða kvikmyndar ber sá ábyrgð, sem sendir út dagskrána eða sem hefur látið framleiða hana ábyrgur. Í einstökum tilvikum getur einnig sá, sem dreifir kvikmynd eða hljóðupptöku orðið ábyrgur.

Ef útgefandi hefur verið tilnefndur en ekki verið tilkynnt um það eða gefið upp samkvæmt því sem nánar er kveðið á í lögum, getur sá, sem tilnefnt hefur útgefandann, orðið ábyrgur í staðinn, sbr. 2. gr. 6. kafla.

§tgefandi sem samkvæmt grundvallarlögunum ber ábyrgð á efni sendingar er einum heimilt að ákveða, hvað kemur fram í henni. Hann verður talinn hafa vitneskju um efnið og hafa samþykkt að sendingin verði gerð opinber, sbr. 7. gr. 6. kafla. 

6.0. Eftirlit, ákæra og sérstök þvingunarúrræði.

6.1. Eftirlit lagakanslarans o.fl.

Með sama hætti og gildir samkvæmt prentfrelsislögunum hefur lagakanslarinn efitrlit með því að takmörk tjáningarfrelsisins samkvæmt grundvallarlögunum séu virt. Hann getur einn ákært í málum út af tjáningarfrelsisbrotum. Jafnframt eru ákvæði í lögunum um rannsókn §tvarpsnefndarinnar á þráðlausum útvarpssendingum, sbr. 4. gr. 7. kafla. 

6.2. Skylda til varðveislu

Hægt er að kveða á í lögum um skyldu til að varðveita og hafa til reiðu upptökur af útsendum hljóðupptökum og eintök af kvikmyndum, myndböndum og hljóðupptökum, sbr. 6. og 9. gr. 3. kafla. 

6.3. Sérstök þvingunarúrræði.

Ef kvikmynd, myndband eða hljóðupptaka hefur að geyma efni, sem brýtur gegn tjáningarfrelsi, er heimilt að gera það upptækt. Öll eintök, sem ætluð eru til dreifingar skulu þá eyðilögð. Þá skal sjá til að tæki, sem ætluð er til að framleiða fleiri eintök, verði ekki notuð í þeim tilgangi, sbr. 6. gr. 5. kafla. Hægt er að bera undir dómstól ákvarðanir um upptöku. Lögin hafa jafnframt að geyma ákvæði um hald muna til að tryggja uppöku þeirra. Lagakanslarinn skal taka ákvörðun um hald muna. 

7.0. Skaðabætur.

Sá, sem samkvæmt ákvæðum 6. kafla ber refsiábyrgð á broti ber jafnframt skaðabótaábyrgð. Einnig er heimilt að krefjast skaðabóta úr höndum þess, sem rekur starfssemina, eða af þeim, sem hefur látið framleiða kvikmyndina eða hljóðupptökuna, sbr. 2. gr. 8. kafla.

Eingungis er hægt að dæma skaðabætur, ef dómstóllinn telur að brot á tjáningarfrelsi hafi verið framið, sbr. 1. gr. 8. kafla.

8.0. Málsmeðferð.

Með máli út af broti á tjáningarfrelsi er bæði átt við refsimál og skaðabótamál. Til slíks brots teljast einnig mál, sem höfðuð er til refsingar og heimtu skaðabóta á hendur þeim, sem hefur útvegað eða látið upplýsingar í té.

Með mál út af tjáningarfrelsi er farið á sama hátt og mál út af prentfrelsi, sbr. 1. gr. 9. kafla. Þetta felur í sér að kviðdómur á að skera úr því hvort brot hafi verið framið. 

9.0. Erlendar kvikmyndir, myndbönd og hljóðupptökur.

Tjáningarfrelsislögunum verður að meginstefnu til beitt um kvikmyndir, myndbönd og hljóðupptökur, sem framleiddar eru erlendis, en eru seldar eða á annan hátt afhentar til dreifingar í Svíþjóð. §tgefandi á einnig að vera fyrir hendi í þessum tilvikum. Gagnstætt því, sem gildir um upptökur, sem framleiddar eru í Svíþjóð, er það sá aðili, sem afhendir kvikmyndir til dreifingar, sem skal gæta þess að útgefandi sé að myndinni, sbr. 1. gr. 10. kafla.

Stjórnarskrá Noregs - GRUNDVALLARLÖG NORSKA RÍKISINS

norwegian-flag-norway-surfing  Stjórnarskrá Noregs

Grundvallarlög konungsríkisins Noregs, samþykkt á ríkisfundinum á Eiðsvöllum 17. maí 1814, eins og þau eru ásamt síðari breytingum, síðast gerðum 23 júní 1995 nr. 567

 

GRUNDVALLARLÖG NORSKA RÍKISINS

A. Um ríkisformið og trúna

1. gr. 

Konungsríkið Noregur er frjálst, sjálfstætt, ódeilanlegt og óháð ríki. Stjórnarfar þess byggist á takmörkuðu og erfðabundnu konungsvaldi.

2. gr. 

Allir íbúar ríkisins njóta trúfrelsis.
Hin evangelísk-lútersku trúarbrögð eru opinber trúarbrögð ríkisins. Þeir íbúar sem aðhyllast hana skulu ala börn sín upp í þeirri trú.

 

B. Um framkvæmdavaldið, konung og konungsfjölskylduna

3. gr.

Framkvæmdavaldið er í höndum konungs, eða drottningar ef hún hefur erft krúnuna samkvæmt ákvæðum 6., 7. eða 48. greinar í Grundvallarlögum þessum. Þegar framkvæmdavaldið er í höndum drottningar, hefur hún öll sömu réttindi og skyldur sem konungur hefur samkvæmt þessum Grundvallarlögum og landslögum.

4. gr.

Konungurinn skal ávallt aðhyllast hina evangelisku lútersku trú, styðja hana og vernda.

5. gr.

Konungurinn er heilagur; hvorki má hallmæla honum né ákæra. Ábyrgðin hvílir hjá ráðherrum hans.

6. gr.

Konungdæmið erfist í beinan ættlegg, þannig að aðeins þau börn sem fædd eru í löglegu hjónabandi drottningar eða konungs, eða réttmæts erfingja krúnunar, geta gengið til ríkiserfða og skulu þeir, er nærskyldari eru, ganga fyrir fjærskyldum og þeir eldri fyrir þeim yngri.

Ófæddir geta einnig gengið til erfða, og taka sæti í erfðaröðinni jafnskjótt og hún eða hann eru í heiminn borin.

Enginn getur gengið til erfða, nema hann sé beinn afkomandi síðustu drottningar eða konungs, bróðir eða systir síðustu drottningar eða konungs, eða beinn afkomandi bróður eða systur síðustu drottningar eða konungs.

Þegar prinsessa eða prins fæðist, sem nýtur ríkiserfða í Noregi, skal nafn og fæðingarstund hennar eða hans kunngerð fyrsta Stórþingi sem haldið er og skrásett í gerðabækur þess.

Fyrir þau sem eru fædd fyrir árið 1971, gildir þó 6. grein Grundvallarlaganna eins og hún var samþykkt 18da nóvember 1905. Fyrir þau sem fædd eru fyrir árið 1990 gildir einnig að karlmaður gengur fyrir konu.

7. gr.

Sé engin prinsessa eða prins til, sem nýtur ríkiserfða, getur konungur gert tillögu um eftirmann sinn til Stórþingsins, en það hefur rétt til að velja hljóti tillaga konungs eigi samþykki.

8. gr.

Lögræðisaldur konungs skal ákveðinn með lögum.
Þegar konungur hefur náð þeim aldri sem lög kveða á um, lýsir hann því opinberlega yfir að hann sé lögráða.

9. gr.

Þegar konungur, sem orðinn er lögráða, tekur við stjórn ríkisins, sver hann svofelldan eið fyrir Stórþinginu "Ég heiti og sver, að ég mun stjórna konungsríkinu Noregi í samræmi við stjórnarskrá þess og lög, svo hjálpi mér almáttugur og alvitur Guð."

Nú situr Stórþingið eigi að störfum og skal þá eiður unninn skriflega í ríkisráðinu og endurtekinn hátíðlega af konungi á fyrsta Stórþingi næst á eftir.

10. gr.

(Felld úr gildi 14 mars 1908.)


11. gr.

Konungurinn skal búa í ríkinu. Honum er óheimilt að dveljast lengur en sex mánuði í einu utan ríkisins, nema með samþykki Stórþingsins, annars glati hann rétti sínum til krúnunnar.

Konungi er óheimilt að taka við öðru konungdæmi eða stjórn annars ríkis án samþykkis Stórþingsins, og þarf tvo þriðju hluta atkvæða til að veita slíkt samþykki.

12. gr.

Konungurinn velur sjálfur ráð atkvæðisbærra norskra borgara. Ráðið skipa forsætisráðherra og sjö aðrir ráðherrar hið fæsta.

Meira en helmingur þeirra sem sitja í ríkisráði hverju sinni skal aðhyllast ríkistrúna.

Konungurinn skiptir verkum með meðlimum ríkisráðsins, eins og honum þykir hæfa. Við sérstakar aðstæður er konungi heimilt að kveðja aðra norska ríkisborgara til setu í ríkisráðinu en þar eiga fast sæti fyrir, en þó engan sem situr á Stórþinginu.

Hjón, foreldrar og börn, eða tvö systkini mega eigi samtímis sitja í ríkisráðinu.

13. gr. 

Meðan konungur er á ferðalagi innanlands getur hann falið ríkisráðinu stjórn ríkisins. Það skal stjórna í nafni konungs og á hans vegum. Ríkisráðið skal í hvívetna fara að ákvæðum þessarar stjórnarskrár, sem og sérstökum fyrirmælum sem konungur gefur í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Mál skulu afgreidd að viðhafðri atkvæðagreiðslu, en falli atkvæði jafnt, ræður atkvæði forsætisráðherrans eða, að honum fjarstöddum, atkvæði þess viðstaddra meðlima* ríkisráðsins sem er í forsvari þess.

Ríkisráðið skal tilkynna konungi um þau mál, sem það afgreiðir með þessum hætti.

14. gr.

Konungurinn getur skipað ríkisritara til að aðstoða meðlimi ríkisráðsins við framkvæmd á embættisverkum þeirra utan ríkisráðsins. Sérhver ríkisritari starfar á vegum þess ráðherra sem hann er tengdur, í þeim mæli sem viðkomandi ákveður.

15. gr.

(Felld úr gildi 18 nóv. 1905.)


16. gr.

Konungur skipar öllum opinberum kirkjuathöfnum og guðsþjónustum, öllum fundum og samkomum um trúmál og gætir þess að opinberir kennimenn trúarinnar fylgi þeim reglum sem þeim eru settar.

17. gr.

Konungur getur sett og numið úr gildi tilskipanir sem varða verslun, tolla, atvinnulíf, og löggæslu; þær mega þó hvorki stríða gegn stjórnskipuninni né lögum sem Stórþingið hefur sett (samkvæmt því sem greinar 77, 78 og 79 hér á eftir kveða á um). Þær gilda til bráðabirgða fram að næsta Stórþingi.

18. gr.

Konungurinn lætur að jafnaði innheimta á skatta og gjöld sem Stórþingið ákveður.

19. gr.

Konungurinn fylgist með því að eignir og forréttindi ríkisins séu nýtt og þeim stýrt á þann hátt sem Stórþingið hefur ákveðið og best horfir til almannaheilla.

20. gr.

Konungurinn hefur í ríkisráði rétt til þess að náða afbrotamenn, eftir að dómur er fallinn. Afbrotamaður ræður hvort hann þiggur náðunina eða tekur út þá refsingu sem hann hefur verið dæmdur til.

Í þeim málum sem Óðalsþingið leggur fyrir landsdóm er eigi unnt að náða menn á annan hátt en þann að ógilda líflátsdóm.

21. gr.

Konungurinn velur og skipar, eftir að hafa hlýtt á ríkisráð sitt, alla embættismenn hins opinbera, kirkjunnar og hersins. Þeir skulu, áður en skipun á sér stað, sverja, eða ef þeir eru með lögum undanþegnir eiðsvari, hátíðlega heita stjórnarskránni og konungi hlýðni og trúmennsku. Þó má með lögum leysa embættismenn sem eigi eru norskir ríkisborgarar undan þessari skyldu. Konunglegum prinsum er óheimilt að gegna borgaralegum embættum.

22. gr.

Konungi er heimilt án undangengins dóms, eftir að hafa fengið álit ríkisráðsins þar að lútandi, að leysa meðlimi þess eða ríkisritara* frá störfum. Hið sama gildir um þá embættismenn, sem gegna störfum á skrifstofum ríkisráðsins eða í utanríkisþjónustunni eða ræðismannsstörfum, borgaralegum og kirkjulegum yfirmannsstöðum, yfirmenn herdeilda og annarra hersveita, yfirmenn í virkjum hersins og æðstu yfirmenn á herskipum. Næsta Stórþing skal ákveða hvort þeir, sem vikið er frá störfum með þessum hætti, njóta eftirlauna. Fram að því skulu þeir hljóta tvo þriðju þeirra launa sem þeir hafa haft áður.

Öðrum embættismönnum getur því konungur aðeins vikið frá störfum um stundarsakir og skal þá þegar í stað höfða mál á hendur þeim fyrir dómi en hvorki má leysa þá frá störfum né flytja þá í annað embætti gegn vilja sínum nema með dómi.

Öllum embættismönnum má víkja frá störfum, án undangengins dóms, þegar þeir hafa náð þeim aldri sem lög kveða á um. Ákveða má með lögum að ákveðna embættismenn, sem ekki eru dómarar, megi skipa tímabundið.

23. gr.

Konungur getur veitt þeim sem honum þóknast orður fyrir sérstaklega vel unnin störf, og skal tilkynna það opinberlega; eigi má þó veita aðra stöðu eða titil en þann sem fylgir hverju embætti. Orðuveitingar leysa engan undan sameiginlegum skyldum og byrðum ríkisborgara og veita eigi forgang að embættum ríkisins. Embættismenn sem láta af störfum með heiðri og sóma halda embættisheiti sínu og stöðu. Þetta gildir þó eigi um meðlimi ríkisráðs eða ríkisráðsritara. 
Héðan í frá má eigi veita neinum persónuleg eða blönduð* arfgeng forréttindi. 

24. gr.

Konungur tilnefnir og víkur úr starfi samkvæmt eigin geðótta, hirð og hirðþjóna.

25. gr.

Konungur hefur æðsta vald yfir sjó- og landher ríkisins. Eigi má minnka eða auka við heraflann án samþykkis Stórþingsins. Eigi má láta hann af hendi til þjónustu við erlent ríki og engir erlendir herir mega halda innreið sína í norska ríkið án samþykkis Stórþingsins, nema um sé að ræða herlið sem veitir aðstoð gegn óvinveittum árásum.

Landvarnarlið og annan herafla sem eigi er fastaher má aldrei nota utan landamæra ríkisins án samþykkis Stórþingsins.

26. gr.

Konungur hefur rétt til að kalla saman herlið, hefja stríð landinu til varnar og gera friðarsamninga, ganga í og úr bandalögum, senda og taka við erindrekum.

Samningar um sérlega mikilvæg málefni, og allir samningar sem þurfa samkvæmt stjórnarskrá lagasetningu eða ákvörðun Stórþingsins til gildistöku, verða eigi bindandi fyrr en Stórþingið hefur samþykkt þá.

27. gr.

Allir meðlimir ríkisráðsins skulu, þegar eigi er um lögmæt forföll að ræða, sitja fundi ríkisráðs og má eigi taka ákvörðun í ríkisráði nema mættir séu fleiri en helmingur ráðsmanna.

Meðlimir ríkisráðsins, sem eigi aðhyllast ríkistrúna, taka eigi átt í ákvörðunum sem varða ríkiskirkjuna.

28. gr.

Tillögur um skipanir í embætti og önnur mikilvæg mál skulu lögð fyrir ríkisráðið af þeim ráðherra sem þau heyra undir og skal hann fara með þau í samræmi við ákvarðanir ríkisráðsins. Að því marki sem konungur ákveður, er þó heimilt að mál sem varða yfirstjórn hermála verði undanþegin umfjöllun ríkisráðs.

29. gr.

Geri lögmæt forföll ráðherra ókleift að mæta og leggja fyrir ríkisráð þau mál sem undir hann heyra, skulu þau lögð fyrir ríkisráð af öðrum ráðherra sem konungur tilnefnir til þess.

Hindri lögmæt forföll svo marga frá mætingu að ekki séu fleiri en helmingur tilskilins fjölda viðstaddir fund, skal tilnefna nauðsynlegan fjölda karla eða kvenna til að taka sæti í ríkisráðinu.

30. gr.

Ríkisráð færir öll mál sem til kasta þess koma í embættisbækur. Utanríkismál, sem ráðið ákveður að leynd skuli hvíla yfir, skal færa í sérstakar embættisbækur. Á sama hátt skal fara með mál sem varða yfirstjórn hermála og ríkisráðið ákveður að haldið skuli leyndum.

Sérhverjum, sem sæti á í ríkisráði, ber skylda til að greina opinskátt frá skoðunum sínum og er konungi skylt að hlýða á hann. Konungur heldur þó rétti sínum til að taka ákvörðun eftir því sem honum þykir hæfa.

Telji einhver meðlimur ríkisráðsins að konungur hafi tekið ákvörðun sem er andstæð stjórnskipun eða lögum ríkisins, eða sem er bersýnilega skaðleg hagsmunum ríkisins, er viðkomandi skylt láta andstöðu sína skýrt í ljós og láta færa mótmæli sín í embættisbók ríkisráðsins. Sá sem eigi hefur borið fram mótmæli telst hafa verið sammála konungi og ber þar með ábyrgð samkvæmt því sem síðar kann að verða ákveðið og getur Óðalsþingið sótt hann til saka fyrir landsdómi.

31. gr.

Allar ákvarðanir sem konungur gefur út skulu til að öðlast gildi vera meðundirritaðar. Ákvarðanir sem varða yfirstjórn hermála skulu meðundirritaðar af þeim sem hefur lagt málið fyrir, eða af forsætisráðherra eða, ef hann er ekki viðstaddur, af þeim viðstöddum meðlimum ríkisráðsins sem er í forsvari þess.

32. gr.

Þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin tekur að konungi fjarverandi skulu gerðar skriflega í nafni konungs og skulu þær undirritaðar af ríkisráðinu.

33.gr.

(Felld úr gildi 12 ágúst (24 okt) 1908.)


34. gr. 

Konungur ákveður hvaða titla réttmætir erfingjar krúnunar bera.

35. gr. 

Um leið og erfingi krúnunnar verður fullra 18 ára öðlast hún eða hann rétt til að taka setu í ríkisráðinu en þó án atkvæðisréttar eða ábyrgðar.

36. gr.

Prinsessa eða prins sem eiga erfðarrétt til norsku krúnunnar mega eigi ganga í hjónaband án leyfis konungs. Hún eða hann mega heldur eigi taka við öðru konungdæmi eða stjórn annars ríkis án samþykkis konungs og Stórþings; til samþykkis Stórþingsins þarf tvo þriðju hluta atkvæða.

Brjóti hún eða hann gegn þessu missir viðkomandi og afkomendur hans rétt til konungdóms í Noregi.

37. gr.

Konunglegir prinsar og prinsessur standa aðeins konungi skil um persónuleg málefni sín, eða öðrum þeim sem hann skipar til að dæma í málum þeirra.

38. gr.

(Felld úr gildi 18 nóv. 1905.)


39. gr.

Ef konungur fellur frá og erfingi krúnunnar er eigi orðinn lögráða, skal ríkisráðið þegar í stað kalla Stórþingið saman.

40. gr.

Þar til Stórþingið kemur saman og ráðstafar stjórn ríkisins meðan konungur er ólögráða, fer ríkisráðið með stjórn ríkisins í samræmi við stjórnarskrá.

41. gr.

Ef konungur er utan ríkisins, án þess að vera í hernaði, eða hann er svo lasburða að hann getur eigi sinnt stjórn ríkisins, skal sá sem næstur er til erfða krúnunnar, hafi hann náð þeim lögræðisaldri sem ákveðinn hefur verið fyrir konung, veita ríkisráðinu forsæti sem handhafi konungsvalds, meðan slíkt ástand varir. Annars fer ríkisráðið með stjórn ríkisins.

42. gr.

(Felld úr gildi 18 nóv. 1905.)


43. gr.

Stórþingið velur ólögráða konungi forráðamann til að að stýra ríkisstjórninni fyrir hans hönd.

44.gr.

Sú prinsessa eða sá prins, sem í því tilviki sem 41. grein nefnir hefur með höndum stjórn ríkisins, skal vinna svofelldan skriflegan eið fyrir Stórþinginu: "Ég heiti og sver að ég skal veita ríkisstjórninni forstöðu í samræmi við stjórnarskrána og lögin svo hjálpi mér almáttugur og alvitur Guð"

Standi Stórþingið þá eigi yfir, skal eiðurinn svarinn í ríkisráðinu og látinn* Stórþinginu í té næst þegar að kemur saman.

Sú prinsessa eða sá prins, sem hefur unnið slíkan eið einu sinni, skal eigi vinna hann aftur síðar.

45. gr.

Þegar stjórnartíma þeirra lýkur skulu þeir gera konungi og Stórþingi grein fyrir störfum sínum.

46. gr.

Ef þeir, sem sú skylda hvílir á samkvæmt 39. grein, láta undir höfuð leggjast að kalla þegar í stað Stórþingið saman, er það ófrávíkjanleg skylda Hæstaréttar að fjórum vikum liðnum að sjá til þess að svo verði gert.

47. gr.

Umsjón með uppeldi konungs, sem ekki er orðinn lögráða, skal ákveðin af Stórþinginu, ef báðir foreldrar hans eru fallnir frá og hvorugt þeirra hefur skilið eftir sig nein skrifleg fyrirmæli þar að lútandi.

48. gr.

Ef konungsættin deyr út og enginn hefur verið tilnefndur erfingi að krúnunni, skal Stórþingið velja nýja drottningu eða konung. Á meðan fer með framkvæmdarvaldið eftir 40. grein.

 

C. Um rétt borgaranna og löggjafarvaldið

49. gr.

Þjóðin fer með löggjafarvaldið fyrir milligöngu Stórþingsins. Stórþingið skiptist í tvær deildir, Lögþing og Óðalsþing.

50. gr.

Kosningarétt hafa allir norskir ríkisborgarar, karlar og konur, sem orðnir eru eða verða fullra átján ára á því ári sem kosningar eru haldnar.

Ákveða skal með lögum kosningarétt þeirra norskra borgara sem eru búsettir utan Noregs á kjördegi, en uppfylla framantalin skilyrði.

Reglur um kosningarétt þeirra sem að öðru leyti fullnægja skilyrðum fyrir honum en eru bersýnilega haldnir alvarlegum geðtruflunum eða skertri meðvitund á kjördegi, má setja með lögum.

51. gr.

Reglur um kjörskrár og færslu kosningabærra manna í hana skulu settar með lögum.

52. gr.

(Felld brott 26. okt. 1954.) 


53. gr.

Kosningaréttur glatast:

a. með dómi fyrir refsiverðan verknað samkvæmt því sem lög ákveða;

b. við að ganga í þjónustu erlends valds án samþykkis ríkisstjórnarinnar;

c. (FELLD BROTT 23. APRÍL 1959)

d. við að verða uppvís að því að hafa keypt atkvæði, selt atkvæði sitt eða kosið á fleiri en einum kjörstað.

e. (FELLD BROTT 17. JAN 1980)

54. gr.

Kosningar skal halda fjórða hvert ár. Þær skulu vera afstaðnar fyrir lok septembermánaðar.

55. gr.

Kosningar fara fram á þann hátt sem lög ákveða. Kjörstjórn sker úr ágreiningi um kosningarétt, en úrskurði hennar má skjóta til Stórþingsins.

56. gr.

(Felld úr gildi 23 mars 1972.)

57. gr.

Til Stórþingsins skal kjósa 165 fulltrúa.

58. gr.

Hvert fylki telst eitt kjördæmi.

157 fulltrúar Stórþingsins skulu vera kjördæmakjörnir en jöfnunarþingsæti vera 8.

Kjördæmasæti skiptast milli kjördæma ríkisins sem hér segir: frá Austurfold koma 8, frá Ósló 15, frá Akershus 12, frá Heiðmörk 8, frá Upplöndum 7, frá Buskerud 7, frá Vesturfold 7, frá Þelamörk 6, frá Austur-Ögðum 4, frá Vestur-Ögðum 5, frá Rogalandi 10, frá Hörðalandi 15, frá Sogni og Fjörðunum 5, frá Mæri og Raumsdal 10, frá Suður-Þrændalögum 10, frá Norður-Þrændalögum 6, frá Norðlandi 12, frá Troms 6 og frá Finnmörk 4.

59. gr.

Hvert sveitarfélag telst sérstök kjördeild.

Kjörfundi skal halda í hverri kjördeild. Í kjördeildum eru þingmenn og varaþingmenn kosnir beinum kosningum fyrir allt kjördæmið.

Þingmenn eru kosnir hlutfallskosningu í kjördæmum og skiptast þingsæti milli flokka skv. eftirfarandi reglum.

(Regla Laguës.)

Deila skal í atkvæðatölu hvers flokks í hverju kjördæmi með 1,4, 3, 5 og 7 og þannig áfram svo oft sem hver flokkur getur vænst að fá þingsæti í sinn hlut Sá flokkur, sem eftir þessu hefur stærsta hlutatölu, hlýtur fyrsta þingsæti, en næsta þingsæti kemur í hlut þess flokks, sem hefur næst stærsta hlutatölu, og þannig áfram uns öllum þingsætum hefur verið úthlutað. Hafi flokkar sömu hlutatölu skal hluta um þingsæti.

Listabandalög eru ekki leyfð.

Jöfnunarsætum er úthlutað milli þeirra flokka, sem rétt eiga til þeirra eftir atkvæðafjölda þeirra í öllu ríkinu, í því augnamiði að jafna hlutfallið milli flokkanna sem mest má verða. Til að finna þingsætatölu hvers flokks skal beita sömu reglu fyrir allt ríkið og gildir fyrir kjördæmin um þá flokka sem rétt eiga á jöfnunarsætum. Flokkarnir fá svo mörg jöfnunarsæti, að þau ásamt kjördæmasætum, sem þegar hefur verið úthlutað, séu jafn mörg og hver flokkur á að fá samkvæmt því sem að framan er sagt. Séu tveir eða fleiri flokkar jafn nálægt því að hljóta þingsæti samkvæmt þessum reglum, hefur sá flokkur forgang sem fleiri atkvæði hefur hlotið; sé atkvæðatalan jöfn skal hlutkesti ráða. Hafi flokkur þegar fengið fleiri þingsæti við úthlutun kjördæmasæta en hann ætti að fá samkvæmt framansögðu, skal úthluta jöfnunarsætum á ný milli hinna flokkanna eingöngu, en nú án atkvæðatölu og kjördæmasæta þessa flokks.

Engum flokki má úthluta jöfnunarþingsæti nema hann hafi fengið að minnsta kosti 4 af hundraði af atkvæðunum í öllu ríkinu. 

Jöfnunarsæti hvers flokks ganga til lista flokksins í kjördæmum þannig að fyrsta þingsætið fer til þess lista sem hefur stærsta hlutatöluna eftir að þingsætum kjördæmisins hefur verið úthlutað, næsta þingsæti til þess lista sem hefur næststærsta hlutatöluna, og þannig áfram þar til öll jöfnunarsætum flokksins hafa gengið út.

60. gr.

Ákveða skal með lögum hvort og með hvaða hætti þeir, sem kosningarétt hafa, skuli geta greitt atkvæði utan kjörfundar.

61. gr.

Engan má kjósa til þings, nema hann hafi verið búsettur í ríkinu í 10 ár og hafi kosningarétt.

62. gr.

Starfsmenn stjórnarráðsins, að undanskildum aðstoðarmönnum ráðherra, sem og hirðþjónar, þótt komnir séu á eftirlaun, eru eigi kjörgengir. Hið sama gildir um þá sem starfa í utanríkisþjónustu eða við ræðismannsstörf.

Þeir sem sæti eiga í ríkisráði geta ekki setið á Stórþinginu sem þingmenn meðan þeir eiga sæti í ríkisráðinu. Aðstoðarmenn ráðherra geta heldur ekki setið á þingi, meðan þeir gegna embætti.

63. gr.

Hverjum þeim, sem kjörinn er á Stórþingið, ber skylda til að taka við kosningu, nema:

a) hann hljóti kosningu í öðru kjördæmi en því þar sem hann á sjálfur kosningarétt.

b) hann hafi setið öll regluleg Stórþing frá síðustu kosningum.

c) hann hafi náð fullum 60 ára aldri á því ári sem kosningar eru haldnar.

d) hann sé flokksbundinn og hljóti kosningu af lista sem ekki er boðinn fram af þeim flokki.

Með lögum skal ákveða innan hvaða tíma og á hvern hátt hver sá, sem hefur rétt til þess að hafna kjöri, beitir þeim rétti.

Ennfremur skal ákveða með lögum innan hvaða tíma og á hvern hátt hver sá, sem kosinn er á Stórþing í tveimur eða fleiri kjördæmum, lýsir yfir því hvar hann vill taka kosningu.

64. gr.

Hinir kjörnu fulltrúar skulu fá í hendur kjörbréf, og sker Stórþingið úr um lögmæti þeirra

65. gr.

Þingmenn og varaþingmenn sem kallaðir eru til starfa fá greiðslu úr ríkissjóði sem ákveðin er með lögum, fyrir ferðakostnaði til og frá Stórþinginu og frá Stórþinginu heim til sín og aftur til baka, þegar hlé verður störfum þingsins í 14 daga eða lengur.

Auk þess þiggja þingmenn greiðslu, sem einnig er ákveðin með lögum, fyrir setu á Stórþinginu.

66. gr.

Eigi er heimilt að handtaka þingmenn á leið til eða frá Stórþinginu né meðan á dvöl þeirra stendur þar nema þeir séu staðnir að refsiverðum verknaði.
Eigi má heldur draga þá til ábyrgðar utan þings fyrir ummæli þeirra í þinginu. Öllum ber skylda til að fara eftir þeim reglum sem þar eru samþykktar.

67. gr.

Þeir sem kosnir eru þingmenn á þann hátt sem lýst er hér að framan skipa Stórþing konungríkisins Noregs.

68. gr.

Stórþingið kemur að jafnaði saman fyrsta rúmhelgan dag í októbermánuði ár hvert í höfuðborg ríkisins, nema konungur af sérstökum ástæðum, svo sem innrás fjandmanna eða farsóttum, ákveði annan kaupstað í ríkinu.

Slíkar ákvarðanir skal tilkynna í tíma.

69. gr.

Konungi er heimilt að kalla Stórþingið saman utan hefðbundins þingtíma telji hann að nauðsynlegt.

70. gr.

(Felld úr gildi 13 júlí 1990 nr. 550)


71. gr.

Þingmenn Stórþingsins sitja í fjögur ár samfleytt.

72. gr.

(Felld úr gildi 13 júlí 1990 nr. 550)


73. gr.

Stórþingið úr hópi þingmanna fjórðung til að skipa Lögþingið; aðrir þrír fjórðu hlutar þingmanna skipa Óðalsþingið. Kosningin skal fara fram á fyrsta reglulega þingi eftir kosningar. Eftir það verður skipan Lögþingsins óbreytt á öllum Stórþingum sem þannig eru kosin, nema því aðeins að þingmaður forfallist og fylla þurfi í skarðið með sérstakri kosningu.

Þingin halda fundi hvort í sínu lagi og kjósa hvort sinn forseta og ritara. Þingfundi má eigi halda nema minnst helmingur þingmanna sé viðstaddur.
Frumvarp til stjórnarskipunarlaga er þó eigi unnt að taka fyrir nema viðstaddir séu að minnsta kosti tveir þriðju hlutar þingmanna.

74. gr.

Um leið og Stórþing er komið saman (og hefur kosið embættismenn ATH), setur konungur, eða sá sem hann tilnefnir, það með ræðu, þar sem hann greinir því frá hag ríkisins og þeim viðfangsefnum sem hann vill beina athygli þingsins sérstaklega að. Engar umræður mega fara fram meðan konungur er viðstaddur.

Þegar Stórþingið er að störfum, hafa forsætisráðherrann og aðrir ráðherrar rétt til setu á fundum þess og beggja deilda þess til jafns við þingmenn, þó án atkvæðisréttar, og að taka þátt í umræðunum að svo miklu leyti sem þær fara fram fyrir opnum tjöldum, en aðeins um mál sem fjallað er um fyrir luktum dyrum, að því leyti sem þingið heimilar.

75. gr.

Það fellur undir Stórþingið:

a. að setja lög og fella úr gildi lög; að leggja á skatta, gjöld, tolla og aðrar opinberar álögur sem þó skulu ekki gilda lengur en til 31. desember næsta ár þar á eftir, nema næsta reglulegt Stórþing endurnýi þær sérstaklega;

b. að taka lán með ábyrgð ríkisins;

c. að hafa umsjón með fjármálum (ATH peningamálum?) ríkisins;

d. að veita fé til ríkisútgjalda;

e. að ákveða hve konungi skal greitt mikið fé til handa hirðinni og ákveða lífeyri konungsfjölskyldunnar, sem þó má ekki vera fólginn í fasteignum;

f. að kanna embættisbækur ríkisráðsins, allar opinberar skýrslur og skjöl;

g. að fá upplýsingar um þau bandalög og samninga við erlend ríki sem konungur hefur gert á vegum ríkisins;

h. að geta kallað hvern sem er fyrir út af ríkismálefnum, að konungi og fjölskyldu hans þó undanþeginni; þessi undantekning gildir þó ekki um þá konunglegu prinsa sem hafa embætti með höndum;

i. að endurskoða skrár yfir tímabundin laun og eftirlaun og gera á þeim þær breytingar sem það telur nauðsynlegar;

k. að kjósa fimm endurskoðendur, sem endurskoða árlega ríkisreikninga og gefa út á prenti útdrætti úr þeim; ríkisreikningar skulu því lagðir fyrir endurskoðendurna innan sex mánaða frá lokum þess árs sem heimildir Stórþingsins eru veittar fyrir; ennfremur að setja reglur um það fyrirkomulag sem gilda skal um ákvörðunarvald gagnvart starfsmenn ríkisbókhaldsins;

l. að tilnefna einstakling, sem situr ekki á Stórþinginu, til að hafa eftirlit, á þann hátt sem nánar er kveðið á um í lögum, með stjórnsýslu hins opinbera og öllum þeim sem að henni starfa, í því skyni að tryggja að hinn almenni borgari sé ekki órétti beittur;

m. að veita útlendingum ríkisborgararétt.

76. gr.

Öll frumvörp til laga skulu fyrst lögð fram á Óðalsþinginu, annaðhvort af þingmönnum þess eða af ríkisstjórninni fyrir atbeina ráðherra.

Ef frumvarpið er samþykkt, er það sent Lögþinginu sem annaðhvort samþykkir það eða fellir; sé það fellt þar fer það aftur til Óðalsþingsins ásamt athugasemdum. Þær skulu teknar til athugunar í Óðalsþinginu, sem annaðhvort vísar frumvarpinu frá eða sendir það aftur Lögþinginu með eða án breytinga.

Þegar frumvarp frá Óðalsþinginu hefur tvisvar verið lagt fyrir Lögþingið og öðru sinni verið synjað af Lögþinginu og sent til baka, kemur Stórþingið saman og þarf þá tvo þriðju hluta atkvæða þess til að afgreiða frumvarpið.

Að minnsta kosti þrír dagar skulu líða milli umræðna um lagafrumvörp.

77. gr.

Þegar frumvarp til laga, sem Óðalsþingið hefur afgreitt, hefur hlotið samþykki Lögþings eða sameinaðs Stórþings skal það sent konungi til staðfestingar.

78. gr.

Fallist konungur á lagafrumvarpið, undirritar hann það og þar með verður það að lögum.

Fallist konungur ekki á lagafrumvarpið, sendir hann það aftur til Óðalsþingsins með þeirri yfirlýsingu að hann vilji ekki veita því staðfestingu að svo stöddu. Þegar svo stendur á má sameinað Stórþing ekki leggja frumvarpið að nýju fyrir konung.

79. gr.

Sé frumvarp til laga samþykkt óbreytt á tveimur Stórþingum, sem kosin hafa verið í tvennum kosningum í röð, og milli þeirra séu haldin a.m.k. tvö Stórþing, án þess að neitt Stórþing hafi, á því tímabili sem líður milli fyrri samþykktar frumvarpsins og síðari samþykktarinnar, sett lög er ganga í aðra átt, og sé frumvarpið síðan lagt fyrir konung með beiðni um að hans hátign neiti ekki staðfestingu lagafrumvarps sem Stórþingið telur að vandlega íhuguðu máli vera nytsamleg, þá verður frumvarpið að lögum jafnvel þótt konungur hafi ekki staðfest áður en Stórþingi lýkur.

80. gr.

Stórþingið situr eins lengi sem það telur nauðsynlegt og lýkur fundum þegar störfum þess er lokið.

Í samræmi við reglur þingskapa getur þingið komið saman að nýju, en fundum þess lýkur ekki síðar en síðasta virkan dag í septembermánuði.

Fyrir þann tíma kunngjörir konungur úrskurð sinn um þau lagafrumvörp sem enn hafa ekki hlotið afgreiðslu (sbr. gr. 77-79), með því annaðhvort að staðfesta þau eða synja þeim staðfestingar. Þau lagafrumvörp sem konungur staðfestir ekki telst hann synja staðfestingar.

81. gr.

Öll lög, að undanskildum þeim sem greinir í 79. grein, skulu birt í konungs nafni með innsigli norska ríkisins og með eftirfarandi yfirlýsingu: "Vér N.N. gjörum kunnugt: að fyrir oss hefur verið lögð samþykkt Stórþingsins, dags. svohljóðandi: (síðan fylgir frumvarpið). Hana höfum vér samþykkt og staðfest á sama hátt og vér nú samþykkjum hana og staðfestum sem lög undir vorri hönd og innsigli ríkisins."

82. gr.

(Felld úr gildi 7 júlí 1913.)


83. gr.

Stórþingið getur leitað álits Hæstaréttar um lögfræðileg efni.

84. gr.

Fundi Stórþingsins skal halda í heyranda hljóði, og umræðurnar gefnar út á prenti, nema annað sé samþykkt með meirihluta atkvæða.

85. gr.

Hver sem hlýðir fyrirmælum, sem ætlað er að raska frelsi og friðhelgi Stórþingsins, er sekur um landráð.

 

D. Dómsvaldið.

86. gr.

Landsdómur er fyrsta og síðasta dómsstig í málum sem Óðalsþingið höfðar gegn ráðherrum, hæstaréttardómurum eða þingmönnum Stórþingsins, fyrir refsivarðan verknað er þeir gera sig seka um sem slíkir.

Nánari reglur um kærur Óðalsþingsins eftir þessari grein skulu settar með lögum. Þó má ekki ákveða skemmri fyrningarfrest en 15 ár til að draga menn til ábyrgðar fyrir landsdómi.

Þingmenn sem kjörnir eru í Lögþingið og þeir sem eiga fast sæti í Hæstarétti eru dómarar í landsdóminum. Reglurnar í 87. gr. gilda um skipan (HB: samsetning) landsdómsins í einstökum málum. Forseti Lögþingsins hefur forsæti í landsdómi.

Sá sem tekið hefur sæti í landsdómi sem þingmaður á Lögþingi skal ekki víkja úr landsdómi þótt kjörtímabili hans renni út áður en meðferð máls fyrir landsdómi lýkur. Hverfi hann af þingi af annarri ástæðu víkur hann úr landsdómi. Sama gildir ef hæstaréttardómari sem sæti á í landsdómi lætur af störfum við Hæstarétt.

87. gr.

Ákærði og sá sem flytur málið fyrir hönd Óðalsþingsins (HB: saksóknari, skýra neðanmáls), hafa rétt til að ryðja svo mörgum úr landsdómi, að eftir sitji sem dómarar 14 þingmenn Lögþingsins og 7 dómarar Hæstaréttar. Hvor aðili hefur rétt til að ryðja jafnmörgum þingmönnum Lögþingsins úr réttinum, en ef ekki er unnt að deila jafnt skal hinn ákærði hafa rétt til að ryðja einum umfram. Sama gildir um hæstaréttardómara. Séu fleiri en einn ákærðir í sama máli ryðja þeir sameiginlega eftir reglum sem setja skal með lögum. Fullnýti málsaðilar ekki rétt sinn til að ryðja dóminn ræður hlutkesti hverjir víkja úr réttinum þannig að eftir sitji 14 þingmenn og 7 dómarar Hæstaréttar.

Þegar málið er tekið til dóms, skal dregið um hverjir dæma það þannig að 15 dómarar verði í réttinum, þar af ekki fleiri en 10 þingmenn og 5 hæstaréttardómarar.

Forseti Landsdóms og forseti Hæstaréttar missa aldrei sæti sitt með hlutkesti.

Sé ekki unnt að skipa dóm með þeim fjölda sem að framan er ákveðið, getur landsdómur eftir sem áður tekið mál til meðferðar og dæmt það ef minnst 10 dómarar eiga sæti í réttinum.

Nánari reglur um skipan landsdóms skulu settar með lögum.

88. gr.

Hæstiréttur er æðsti dómstóll. Þó má með lögum takmarka málskot til hans.

Hæstarétt skipar forseti og að minnsta kosti fjórir aðrir dómarar.

89. gr.

(Felld úr gildi 17 des. 1920, sbr. stj.skr.breyt. 7 júlí 1913.)


90. gr.

Dómum Hæstaréttar verður eigi áfrýjað.

91. gr.

Eigi má skipa hæstaréttardómara nema hann hafi náð 30 ára aldri.

 

E. Almenn ákvæði

92. gr.

Í embætti ríkisins má aðeins skipa norska ríkisborgara, karla eða konur, sem tala tungu landsins og:

a. annaðhvort eru fæddir í ríkinu af foreldrum sem þá voru þegnar ríkisins.

b. eða eru fæddir erlendis af norskum foreldrum, sem þá voru ekki þegnar annars ríkis.

c. eða sem héðan í frá dveljast í ríkinu í 10 ár.

d. eða sem Stórþingið hefur veitt ríkisborgararétt.

Þó má skipa aðra í kennarastöður við háskóla og á efri skólastigum, sem og í læknastöður og ræðismannsembætti í erlendum ríkjum.

93. gr.

Til að tryggja frið og öryggi í heiminum eða stuðla að alþjóðlegri réttarskipan og samvinnu getur Stórþingið með meirihluta þriggja fjórðu hluta atkvæða veitt samþykki sitt til að alþjóðastofnun sem Noregur er aðili að eða gerist aðili að, geti á greinilega afmörkuðu sviði farið með heimildir sem samkvæmt stjórnarskrá þessari eru falin stjórnvöldum, þó ekki heimild til að breyta þessari stjórnarskrá. Þegar Stórþing veitir samþykki sitt skulu a.m.k. tveir þriðju hlutar þingmanna vera á fundi, eins og við afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpa.

Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um þátttöku í alþjóðastofnun, hafi ákvarðanir hennar eingöngu þjóðréttarleg áhrif á Noreg.

94. gr.

Nýja einkaréttarlögbók og refsilögbók skal setja á fyrsta, eða ef það er ekki hægt á öðru reglulegu Stórþingi. Á meðan standa núgildandi lög, að svo miklu leyti sem þau stríða ekki gegn stjórnarskránni eða bráðabirgðalögum sem kunna að verða gefin út.

Núverandi skipan skattamála gildir fram að næsta Stórþingi.

95. gr.

Eigi má veita undanþágur, konungsvernd, greiðslufrest eða uppreisn æru eftir að hin nýju lög ganga í gildi.

96. gr.

Engan má dæma nema samkvæmt lögum né refsa án undangengins dóms. Eigi má beita pyntingum við yfirheyrslur.

97. gr.

Lög mega eigi vera afturvirk.

98. gr.

Af greiðslum til réttarþjóna skal engar álögur greiða til ríkissjóðs.

99. gr.

Engum má halda í fangelsi nema með heimild í lögum og á þann hátt sem lög mæla fyrir um. Fyrir óheimila handtöku og ólöglegt varðhald eru yfirvöld ábyrg gagnvart þeim sem í hlut á.

Ríkisstjórnin má ekki beita ríkisborgarana hervaldi, nema á þann hátt sem ákveðinn er í lögum og þá aðeins þegar mannsöfnuður raskar almannafriði og ekki er unnt að leysa hann upp þegar í stað eftir að borgaraleg yfirvöld hafa þrisvar sinnum lesið hárri raustu þær greinar landslaga sem varða uppþot.

100. gr.

Prentfrelsi skal ríkja. Engum má refsa fyrir ritað orð, hvert sem efni þess er, og hann hefur látið prenta eða gefa út, nema hann hafi af ásetningi og bersýnilega annaðhvort sjálfur óhlýðnast eða hvatt aðra til að óhlýðnast lögum, lítilsvirt trú, siðgæði eða stjórnarskrárbundna valdhafa, óhlýðnast skipunum þeirra, eða haft í frammi rangar og ærumeiðandi ásakanir í garð einhvers. Skorinorð ummæli um stjórnvöld eða hvaða efni annað sem er, eru öllum heimil.

101. gr.

Nýjar og ótímabundnar takmarkanir má ekki setja atvinnufrelsi manna.

102. gr.

Húsleit má ekki gera nema við rannsókn á refsiverðum verknaði.

103. gr.

Ekki má veita griðland þeim sem verða gjaldþrota.

104. gr.

Jörð og búslóð má aldrei gera upptæk í refsingarskyni.

105. gr.

Krefjist hagsmunir ríkisins þess að einhver láti af hendi fasteignir sínar eða lausafé í opinbera þágu, skal fullt verð koma fyrir úr ríkissjóði.

106. gr.

Kaupverð og tekjur af verðmætum sem falin hafa verið kirkjunni skal aðeins nota í þágu kirkju og menntunar. Eignir líknarstofnana má eingöngu nota í þeirra eigin þágu.

107. gr.

Óðals- og ábúðarrétt má eigi afnema. Nánari skilyrði fyrir réttindum þessum, þar á meðal hvernig þeim skal skipað til hagsbóta fyrir ríkið og í þágu landsmanna, skal setja á fyrsta eða öðru Stórþingi héðan í frá.

108. gr.

Greifadæmi, barónsdæmi, ættaróðali eða erfðabundnum afnotaréttindum má ekki koma á fót framvegis.

109. gr.

Öllum ríkisborgurum er almennt jafnskylt að taka þátt í vörnum föðurlandsins í ákveðinn tíma án tillits til ættar eða eigna.

Með lögum skal ákveða hvernig þessari meginreglu er beitt og þær takmarkanir sem það sætir.

110. gr.

Yfirvöldum er skylt að skapa aðstæður til að vinnufærir menn geti séð fyrir sér með vinnu sinni.

Nánari ákvæði um aðild starfsmanna að ákvörðunum á vinnustað sínum, skulu sett með lögum.

110. a.
Yfirvöldum er skylt að skapa skilyrði til þess að samar geti viðhaldið og ræktað tungumál sitt, menningu sína og samfélag.

110. b.
Allir eiga rétt til umhverfis sem tryggir heilbrigði, og náttúru sem fær haldið framleiðslugetu sinni og fjölbreytni. Auðlindir náttúrunnar skulu nýttar með almenn langtímasjónarmið í huga, sem tryggir komandi kynslóðum einnig þennan rétt.

Til að geta tryggt rétt sinn samkvæmt undanfarandi málsgrein, hafa borgararnir rétt á vitneskju um ástand náttúruumhverfisins og um áhrif fyrirhugaðrar og þegar hafinnar röskunar á náttúrunni.

Stjórnvöld setja nánari fyrirmæli um framkvæmd þessara meginreglna.

110. c.
Stjórnvöldum ber að virða og tryggja mannréttindi.

Nánari fyrirmæli um framkvæmd alþjóðasamninga um þau skal setja í lög.

111. gr.

Fáni ríkisins, litir og gerð eru ákveðin með lögum.

112. gr.

Beri nauðsyn til að breyta hluta þessarar stjórnarskrár Konungsríkisins Noregs, skal frumvarp um það lagt fram á fyrsta, öðru eða þriðja reglulegu Stórþingi eftir kosningar og prentað. Á fyrsta, öðru eða þriðja reglulegu þingi eftir næstu kosningar ákveður Stórþingið hvort frumvarpið nær fram að ganga. Breytingar á stjórnarskránni mega þó aldrei ganga gegn meginreglum hennar, heldur aðeins varða útfærslu á einstökum ákvæðum hennar sem ekki breyta anda stjórnarskrárinnar og þurfa tveir þriðju Stórþingingsins að gjalda jákvæði sitt slíkri breytingu.

Breytingar á stjórnarskránni, sem þannig eru samþykktar, skulu undirritaðar af forseta Stórþingsins og ritara þess, prentaðar og birtar konungi sem gild ákvæði í stjórnarskrá Konungsríkisins Noregs.


Næsta síða »

Höfundur

Grétar Eiríksson
Grétar Eiríksson
Hér er ætlunin að koma fram óhlutdrægnum upplýsingum fyrir Almenning, til fræðslu vegna Stjórnlagaþings okkar, birtingar á öðrum stjórnarskrám, ritgerðum, skýslum, Lögum og öðru efni er auðvelda Almenningi að velja Frambjóðendur eða ákveða framboðs til Stjórnlagaþings,  með upplýstum hætti án þess að Frambjóðendur verði hér kynntir, sem sagt fyrst og fremst að reyna að safna og miðla sem mestum upplýsingum varðandi ferli Stjórnarskrágerðar okkar, svo Almennur landsmaður geti verið sem allra upplýstastur um tilgang, markmið, mikilvægi Stjórnarskrár okkar og vonandi að auka Lýræðisvitund Landsmanna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband