Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

 Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum.

 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Þetta eru þín mannréttindi! Kynntu þér þau. Leggðu þitt af mörkum til að efla virðingu fyrir mannréttindum - þínum eigin og annarra.

 

1. grein

Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.

 

2. grein

Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.

 

3. grein

Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.

 

4. grein

Engum skal haldið í þrældómi eða þrælkun. Hvers konar þrældómur og þrælaverslun skulu bönnuð.

 

5. grein

Enginn skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

 

6. grein

Allir eiga rétt á viðurkenningu að lögum, hvar í heimi sem er.

 

7. grein

Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.

 

8. grein

Hver sá sem sætir meðferð sem brýtur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá eða lögum, skal eiga rétt á raunhæfu úrræði fyrir lögbærum dómstólum landsins.

 

9. grein

Enginn skal að geðþótta handtekinn, sviptur frelsi eða gerður útlægur.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst nú greinilegt að mannréttindi hafa verið margbrotin á Íslandi eftir hrun, sérstaklega ef maður les greinar 7 og 9. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Grétar Eiríksson

Sannarlega Jóna sannarlega, og því er mér lífisins ómögulegt að skilja hversvegna ekki er eitt orð um Mannréttindi í 8 flokka tilmælunum í Lögunum !

 Mín skoðun er að Mannréttindi EIGI að vera grunnþátturinn er allt annað byggir á í Stjórnarskrá allra landa ! mjög mikilvægt fyrir þá er Stjórnlagaþingið sitja að vera MJÖG vel að sér í Mannréttinda sáttmálum og yfirlýsingum Heimsinns :-)

"

3. gr.Viðfangsefni.

     Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:

1.
Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
2.
Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
3.
Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
4.
Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
5.
Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
6.
Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
7.
Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
8.
Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda."

Lög um Stjórnlagaþing

Grétar Eiríksson, 29.8.2010 kl. 20:57

3 identicon

Mér finnst að stjórnarskráin eigi að vera læsilegt plagg sem allir kosningabærir einstaklingar eigi að hafa lágmarks skilning á.

Hún eigi fyrst og fremst að vera stefnuyfirlýsing þess samfélagssáttmála sem hún er. Einnig séu upptalin þau prinsipp/axiom sem þessi sáttmáli byggir á. Hún á ekki að vera á hreinu lagatæknamáli heldur innihalda ástríðu og hugsjónir þeirra sem hana samþykktu.

Ég vil að þessi stjórnarskrá geri fólki kleyft að eiga fremur auðvelt með að skoða almenna málefnalega umræðu með hliðsjónar af henni og meta hvort skoðanir séu í anda stjórnarskrár o.s.frv.

Persónulega myndi ég vilja sjá obban af eftirfarandi plaggi innfelldan í nýja stjórnarskrá:http://www.earthcharterinaction.org/

Þráinn Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Eiríksson
Grétar Eiríksson
Hér er ætlunin að koma fram óhlutdrægnum upplýsingum fyrir Almenning, til fræðslu vegna Stjórnlagaþings okkar, birtingar á öðrum stjórnarskrám, ritgerðum, skýslum, Lögum og öðru efni er auðvelda Almenningi að velja Frambjóðendur eða ákveða framboðs til Stjórnlagaþings,  með upplýstum hætti án þess að Frambjóðendur verði hér kynntir, sem sagt fyrst og fremst að reyna að safna og miðla sem mestum upplýsingum varðandi ferli Stjórnarskrágerðar okkar, svo Almennur landsmaður geti verið sem allra upplýstastur um tilgang, markmið, mikilvægi Stjórnarskrár okkar og vonandi að auka Lýræðisvitund Landsmanna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband