Þýsk, Sænsk, Dönsk, Norsk, Bandarísk, Íslensk - Stjórnarskrár á Íslensku

Stjórnarskrá Þýskalandsgerman_flag

 Grundvallarlög fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland

 I. Grundvallarréttindi

1. gr.

(1) Gildi mannsins er ósnertanlegt. Ríkisvaldinu ber skylda til að virða hana og vernda. 

(2) Þýska þjóðin viðurkennir þessvegna að friðhelg og óframseljanleg mannréttindi séu grundvöllur alls mannlegs samfélags, friðar og réttlætis í heiminum.
 

 2. gr.

(1) Hver maður skal hafa rétt til að njóta frelsis til persónuþroska svo fremi sem hann brýtur ekki réttindi annarra né brýtur gegn reglum stjórnskipunarinnar eða siðareglum. 

(2) Allir hafa rétt til lífs og líkamshelgi. Frelsi einstaklingsins er friðhelgt. Þessi réttindi má ekki skerða nema með heimild í lögum. 

Stjórnarskrá Íslands iceland_map

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

I.
 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

VII.
 65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
 Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

 

 

Stjórnarskrá danska ríkisinsDenmark1

Stjórnarskrá danska ríkisins

71. gr.

1. mgr. Persónufrelsi má í engu skerða. Ekki má skerða frelsi dansks ríkisborgara á neinn hátt vegna stjórnmálaskoðana, trúarsannfæringar eða uppruna.

72. gr.

Heimilið er friðhelgt. Húsrannsókn, hald á eignir og rannsókn á bréfum og öðrum skjölum svo og rof á bréf, skeyta- og símtalaleynd, má ekki framkvæma nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagaheimild. 

80. gr.

Á mannfundum má vopnuð lögregla aðeins skerast í leikinn eftir að mannfjöldinn í þrígang í nafni konungs og laga hefur fengið fyrirmæli um að dreifa sér.

 

Stjórnarskrá Svíþjóðarsweden_flag_map_819x0

Stjórnskipunarlögin

1. kafli Grundvöllur stjórnskipunarinnar


1. gr. Allt opinbert vald í Svíþjóð er sótt til þjóðarinnar. 

Stjórn sænsku þjóðarinnar grundvallast á skoðanafrelsi og á almennum og jöfnum kosningarétti. Hún kemur fram í stjórnskipan, er byggir á þingræði og fulltrúakjöri og í sjálfstjórn sveitarfélaga.

Um beitingu opinbers valds fer samkvæmt lögum.

2. gr. Opinberu valdi skal beitt með virðingu fyrir jafnræði allra og fyrir frelsi og verðleikum einstaklingsins.

Persónuleg, efnahagsleg og menningarleg velferð einstaklingsins skal vera meginmarkmið opinberrar stjórnsýslu. Á almannavaldinu skal hvíla sérstök skylda til að tryggja réttinn til vinnu, húsnæðis og menntunar ásamt því að vinna að félagslegri forsjá, öryggi og góðum lífsskilyrðum.

Hið opinbera skal stuðla að því, að lýðræðishugsjónir verði leiðarljós á öllum sviðum samfélagsins. Hið opinbera skal tryggja konum og körlum jafnrétti og vernda einkalíf og fjölskyldulíf einstaklinga.

 

Stjórnarskrá Noregsist2_965942-norway-scandinavia-map-with-norwegian-flag

Grundvallarlög Norska Ríkisins

1. gr. 

Konungsríkið Noregur er frjálst, sjálfstætt, ódeilanlegt og óháð ríki. Stjórnarfar þess byggist á takmörkuðu og erfðabundnu konungsvaldi.

5. gr.

Konungurinn er heilagur; hvorki má hallmæla honum né ákæra. Ábyrgðin hvílir hjá ráðherrum hans.

110. b.

Allir eiga rétt til umhverfis sem tryggir heilbrigði, og náttúru sem fær haldið framleiðslugetu sinni og fjölbreytni. Auðlindir náttúrunnar skulu nýttar með almenn langtímasjónarmið í huga, sem tryggir komandi kynslóðum einnig þennan rétt.

Til að geta tryggt rétt sinn samkvæmt undanfarandi málsgrein, hafa borgararnir rétt á vitneskju um ástand náttúruumhverfisins og um áhrif fyrirhugaðrar og þegar hafinnar röskunar á náttúrunni.

110. c.

Stjórnvöldum ber að virða og tryggja mannréttindi.

 

 

 

Stjórnarskrá Bandaríkjanna800px-USA_Flag_Map_svg

Stjórnarskrá Bandaríkjanna

Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velferð og tryggja sjálfum okkur og niðjum okkar blessun frelsisins

I. grein 


1. hluti. Allt löggjafarvald, sem hér er veitt, skal vera hjá sambandsþingi Bandaríkjanna; skulu deildir þess vera öldungadeild og fulltrúadeild.

2. hluti. Fulltrúadeildin skal skipuð mönnum, sem kosnir eru annaðhvort ár af íbúum ríkjanna og skulu kjósendur í hverju ríki fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru fyrir kosningarétti til fjölmennustu deildar í þingi þess ríkis.

 


Loksins komist á lýðræði – Stórmerk ræða Mikaels M. Karlssonar á málþingi um stjórnlagaþing

(Erindi flutt á Málþingi um Stjórnlagaþing að Skálholti 3 okt 2010. Mikael M. Karlsson er fæddur árið 1943 í New York og bjó í Bandaríkjunum til ársins 1973. Hann lauk meistaraprófi í heimspeki frá Brandeis-háskóla í Massachusetts árið 1970 og...

undarlegar kröfur Sjálfstæðisflokks vegna Landsdóms !

Í upphafi fékk XD þaðí gegn að trúnaður yrði varðandi vinnu þingmannanefndar, Birgitta Jóns og fl börðust ötulega fyrir að vinna Þingmannanefndar færi fram fyrir opnum tjöldum, en XD náði leyndinni í geng ! XD hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert...

Þjóðfundur 6. Nóvember 2010

Þjóðfundurinn 2010 verður haldinn 6. nóvember í Laugardalshöll í Reykjavík frá kl. 9:00-18:00 . Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings og þess er vænst að gestir verði um eitt þúsund, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Á Þjóðfundi verður kallað eftir...

Niðurstaða þingmannanefndar um Rannsóknarskýslu og Ráðherraábyrgð

SKÝRSLA þingmannanefndar. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, 705. mál, skýrsla þingmannanefnd um sk, þskj. 1501 . Tillaga til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum. Vinstri Græn, Framsókn og Hreyfingin...

Breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2010, um stjórnlagaþing. Nýjar breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing , frábær breyting á kjörseðli sem mun stuðla að mun fleiri gildum athvæðum en fyrri lög buðu uppá. 2. gr. 2. mgr. 10. gr. laganna orðast...

Stjórnarskrár á Íslensku - Þýsk, Sænsk, Dönsk, Norsk, Bandarísk, Íslensk

Stjórnarskrá Þýskalands Grundvallarlög fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland I. Grundvallarréttindi 1. gr. (1) Gildi mannsins er ósnertanlegt. Ríkisvaldinu ber skylda til að virða hana og vernda. (2) Þýska þjóðin viðurkennir þessvegna að friðhelg og...

Stjórnarskrá danska ríkisins

Stjórnarskrá danska ríkisins Lög nr. 169 frá 5. júní 1953 I. kafli 1. grein Stjórnarskrá þessi gildir í öllum hlutum danska ríkisins. 2. grein Takmarkað konungsvald er grundvöllur stjórnskipunarinnar. Konungsvald erfist til karla og kvenna samkvæmt...

Stjórnarskrá Svíþjóðar

Stjórnarskrá Svíþjóðar Samkvæmt 3. gr. 1. kafla stjórnskipunarlaga Svíþjóðar eru stjórnskipunarlögin, ríkiserfðalögin, prentfrelsislögin og grundvallarlögin um tjáningarfrelsi stjórnarskrá ríkisins. Verður hér vikið að forsögu núgildandi stjórnarskrár...

Stjórnarskrá Noregs - GRUNDVALLARLÖG NORSKA RÍKISINS

Stjórnarskrá Noregs Grundvallarlög konungsríkisins Noregs, samþykkt á ríkisfundinum á Eiðsvöllum 17. maí 1814, eins og þau eru ásamt síðari breytingum, síðast gerðum 23 júní 1995 nr. 567 GRUNDVALLARLÖG NORSKA RÍKISINS A. Um ríkisformið og trúna 1. gr....

Stjórnarskrá Bandaríkjanna

Stjórnarskrá Bandaríkjanna Hér á eftir fer stjórnarskrá Bandaríkjanna ásamt viðaukum I-XV eins og hún birtist í Hauksbók hinni yngri, borgaralegum fræðum fyrir Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum. Hauksbók var gefin út árið 1905 af Ólafi S....

Stjórnarskrá Þýskalands - Grundvallarlög fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland

Stjórnarskrá Þýskalands Grundvallarlög fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland Þann 23. maí 1949 staðfesti þingráðið í Bonn við Rínarfljót á opinberum fundi að Grundvallarlög þau fyrir Sambandslýðveldið Þýskaland, sem ákveðin voru af þingráðinu þann 8. maí...

Þór Saari á Alþingi um Stjórnlagaþing, og fjárframlaga-áhrif á frambjóðendur.

Mjög athyggliverð ræða hjá Þór Saari við Þingsetninngu í gær 2. sept , þarsem farið er yfir MJÖG stóra ágalla í Lögum til Stjórnlagaþings , og áhrif Nafnlausra Fjárframlaga eru gagnrýnd. Fjárframlög hagsmunaaðila,fyrirtækja, einstaklinga hafa nefnilega...

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana,...

Lög um stjórnlagaþing. - Lög nr. 90 25. júní 2010.

Þingskjal 1397, 138. löggjafarþing 152. mál: stjórnlagaþing (heildarlög). Lög nr. 90 25. júní 2010. Lög um stjórnlagaþing. I. KAFLI Hlutverk og skipan. 1. gr. Hlutverk. Forseti Alþingis skal í samráði við stjórnlaganefnd boða til ráðgefandi...

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - 1944 nr. 33 17. júní

1944 nr. 33 17. júní Tók gildi 17. júní 1944. I. 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með...

Velkomin/n á Stjornarskrain.blog

Daginn þessi síða er hugsuð til óhlutdrægrar upplýsingar fyrir Alla Landsmenn vegna þeirra breytinga er fyrirhugaðar eru á Stjórnarskrá Lýðveldisinns Íslands, tenglar, blogg, ritgerðir,skýslur, aðrar stjórnarskrár, Mannréttinda samþykktir, Lög og...

Höfundur

Grétar Eiríksson
Grétar Eiríksson
Hér er ætlunin að koma fram óhlutdrægnum upplýsingum fyrir Almenning, til fræðslu vegna Stjórnlagaþings okkar, birtingar á öðrum stjórnarskrám, ritgerðum, skýslum, Lögum og öðru efni er auðvelda Almenningi að velja Frambjóðendur eða ákveða framboðs til Stjórnlagaþings,  með upplýstum hætti án þess að Frambjóðendur verði hér kynntir, sem sagt fyrst og fremst að reyna að safna og miðla sem mestum upplýsingum varðandi ferli Stjórnarskrágerðar okkar, svo Almennur landsmaður geti verið sem allra upplýstastur um tilgang, markmið, mikilvægi Stjórnarskrár okkar og vonandi að auka Lýræðisvitund Landsmanna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband