29.8.2010 | 20:30
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Þetta eru þín mannréttindi! Kynntu þér þau. Leggðu þitt af mörkum til að efla virðingu fyrir mannréttindum - þínum eigin og annarra.
1. grein
Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein
Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
3. grein
Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
4. grein
Engum skal haldið í þrældómi eða þrælkun. Hvers konar þrældómur og þrælaverslun skulu bönnuð.
5. grein
Enginn skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
6. grein
Allir eiga rétt á viðurkenningu að lögum, hvar í heimi sem er.
7. grein
Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.
8. grein
Hver sá sem sætir meðferð sem brýtur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá eða lögum, skal eiga rétt á raunhæfu úrræði fyrir lögbærum dómstólum landsins.
9. grein
Enginn skal að geðþótta handtekinn, sviptur frelsi eða gerður útlægur.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna í heild sinni.
Tenglar
Stjornarskrar
- Ísland (1944)
- Þýskaland - Íslensk (1949)
- Svíþjóð - Íslensk (1809-1992) Á árinu 1994 var henni breytt m.a. vegna lögleiðingar Mannréttindasamnings Evrópu og inngöngu Svíþjóðar í Evrópusambandið.
- Noregur - Íslensk (1814-1995)
- Danmörk - Íslensk (1953)
- Bandaríkin - Íslensk (1778)
- Finnland - Ensk (1999)
- Suður Afríka - Ensk (1996 )
- Þýskaland - Ensk (1949)
- Stjórnskipun | Stjórnlagaþing - Stórnarskrár
Mannréttindi
- Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
- Mannréttindasáttmáli Evrópu
- Mannréttindasáttmáli Evrópu - Lög
- Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna
- Félagsmálasáttmáli Evrópu
- Evrópusamningur um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
- Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Frambjóðendur Stjórnlagaþing
Stjornlagaþing
- Þjóðfundur 2010
- Lög um stjórnlagaþing. framkvæmdinn á Stjórnarskrár vinnunni
- Breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing - 9 september
- Stjórnlagaþing - ferillinn á Alþingi
- Lög um kosningar til Alþingis þessi lög varða líka kjör til Stjórnlagaþings
- Niðurstaða þingmannanefndar um Rannsóknarskýslu og Ráðherraábyrgð
- Almenn hegningarlög
- Lög um ráðherraábyrgð
- Samfelagssattmali.is
- Stjórnarskrárfélagið - Áhugamannafélag um Stjórnarskrá
Stjornlagaþing - Erindi,pislar
Mínir tenglar
Nýjustu færslur
- Þýsk, Sænsk, Dönsk, Norsk, Bandarísk, Íslensk - Stjórnarskrá...
- Loksins komist á lýðræði – Stórmerk ræða Mikaels M. Kar...
- undarlegar kröfur Sjálfstæðisflokks vegna Landsdóms !
- Þjóðfundur 6. Nóvember 2010
- Niðurstaða þingmannanefndar um Rannsóknarskýslu og Ráðherraáb...
- Breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing
- Stjórnarskrár á Íslensku - Þýsk, Sænsk, Dönsk, Norsk, Bandarí...
- Stjórnarskrá danska ríkisins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú greinilegt að mannréttindi hafa verið margbrotin á Íslandi eftir hrun, sérstaklega ef maður les greinar 7 og 9.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2010 kl. 20:36
Sannarlega Jóna sannarlega, og því er mér lífisins ómögulegt að skilja hversvegna ekki er eitt orð um Mannréttindi í 8 flokka tilmælunum í Lögunum !
Mín skoðun er að Mannréttindi EIGI að vera grunnþátturinn er allt annað byggir á í Stjórnarskrá allra landa ! mjög mikilvægt fyrir þá er Stjórnlagaþingið sitja að vera MJÖG vel að sér í Mannréttinda sáttmálum og yfirlýsingum Heimsinns :-)
"
3. gr.Viðfangsefni.Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
Lög um Stjórnlagaþing
Grétar Eiríksson, 29.8.2010 kl. 20:57
Mér finnst að stjórnarskráin eigi að vera læsilegt plagg sem allir kosningabærir einstaklingar eigi að hafa lágmarks skilning á.
Hún eigi fyrst og fremst að vera stefnuyfirlýsing þess samfélagssáttmála sem hún er. Einnig séu upptalin þau prinsipp/axiom sem þessi sáttmáli byggir á. Hún á ekki að vera á hreinu lagatæknamáli heldur innihalda ástríðu og hugsjónir þeirra sem hana samþykktu.
Ég vil að þessi stjórnarskrá geri fólki kleyft að eiga fremur auðvelt með að skoða almenna málefnalega umræðu með hliðsjónar af henni og meta hvort skoðanir séu í anda stjórnarskrár o.s.frv.
Persónulega myndi ég vilja sjá obban af eftirfarandi plaggi innfelldan í nýja stjórnarskrá:http://www.earthcharterinaction.org/
Þráinn Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.