Þór Saari á Alþingi um Stjórnlagaþing, og fjárframlaga-áhrif á frambjóðendur.

 Mjög athyggliverð ræða hjá Þór Saari við Þingsetninngu í gær 2. sept, þarsem farið er yfir MJÖG stóra ágalla í Lögum til Stjórnlagaþings, og áhrif Nafnlausra Fjárframlaga eru gagnrýnd.

 Fjárframlög hagsmunaaðila,fyrirtækja, einstaklinga hafa nefnilega ALLTAF áhrif, og skiftir þar engu hvort um er að ræða Stjórnmálamann eða Frambjóðenda til Stjórnlagaþings ! Og því er mjög ámælisvert, að litlar og veikar reglur gilda um styrki til aðila er bjóða sig fram til Stjórnlagaþings (þar gilda sömu reglur og um framlög til Þingmanna), allt gagnsæi vantar og engin mun vita hver styrkir hvern daginn sem ÞÚ kýst þér Fulltrúa á Stjórnlagaþingið ! heldur Á að birta uppl um framlög löngu síðar !

 úr ræðu Þórs Saari um Stjórnlagaþing: 

 "Vissulega er vonarglæta fólgin í lögum um stjórnlagaþing og því ferli sem drög að nýrri stjórnarskrá þurfa að fara í gegnum. Það er mikil von bundin við stjórnlaganefndina, við þjóðfundinn og við stjórnlagaþingið sjálft þótt vissulega hafi blossað upp gagnrýnisraddir á þá þætti sem Hreyfingin benti á strax í upphafi að mættu fara betur. Sérstaklega er varhugaverð sú staða sem getur komið upp ef niðurstaða stjórnlagaþingsins er ekki borin undir álit þjóðarinnar áður en Alþingi fær niðurstöðuna til meðferðar. Ég hef nefnilega heyrt það á sumum þingmönnum að þeir geta varla beðið með að fá að krukka í niðurstöðu stjórnlagaþingsins, og við vitum hvað það þýðir. Því er það einboðið og algerlega nauðsynlegt að útkoma stjórnlagaþingsins fari í dóm þjóðarinnar fyrst. Fari í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu grein fyrir grein eða samhangandi greinar, svo Alþingi sé ljós vilji þjóðarinnar áður en þingmenn og þau hagsmunaöfl sem stjórna sumum þeirra ná að læsa í hana tönnunum.  Að öðrum kosti mun það samráð og sú samræða sem þarf að eiga sér stað milli þings og þjóðar ekki vera nema hjóm eitt."

 Þór Saari um Fjárhagstengsl frambjóðenda (og að sjálfsögðu líka um frambjóðendur til Stjórnlagaþings, sömu reglur gilda):

 "Alvarlegast hér er þó frumvarp fjórflokksins um fjármál stjórnmálaflokka sem er ný afgreitt úr Allsherjarnefnd. Í því frumvarpi er ennþá gert ráð fyrir nafnlausum framlögum til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka sem og fjárframlögum frá fyrirtækjum.

 Skýrsla rannsókanarnefndar Alþingis sem virðulegur forseti lofaði svo mjög, segir orðrétt um samspil peninga og stjórnmála, með leyfi forseta: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." "Leita þarf leiða til að draga skýrari mörk milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunisins."

 Þrátt fyrir þessa ákveðnu niðurstöðu í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og þrátt fyrir áköf andmæli fulltrúa Hreyfingarinnar í Allsherjarnefnd fékk þetta mikilvæga mál enga efnislega umfjöllun í nefndinni og því var hafnað að fá að fá gesti á fund nefndarinnar. Því var líka hafnað að bíða niðurstöðu þingmannanefndarinnar um málið. Fjórflokkurinn, gæslufélag sinna eigin pólitísku hagsmuna hefur einfaldlega hafnað því að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar hafi eitthvað vægi þegar kemur að peningum til þeirra eigin flokka. Peningaþörf flokkana og þar með þingmanna flokkana, skiptir meira máli en gagnsæi og lýðræði. Menn gera hvað sem er til að geta verið áfram í pólitík og ef flokkurinn skuldar, eins og til dæmis Framsókanarflokkurinn vel á annað hundrað milljónir, þá er það það eitt sem skiptir máli.

 Ef þetta frumvarp verður afgreitt óbreytt sem lög þá mun áfram vera til staðar sama umhverfi og sama samspil peninga, viðskiptalífs, leyndar og stjórnmála og var fyrir Hrunið og sem var sú eitraða blanda spillingar  sem átti svo stóran þátt í því, og þá má Alþingi hafa skömm fyrir. Í kjölfarið munu svo þeir þingmenn sem hrökkluðust út af þingi vegna vafasamra fjármálatengsla, þau Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skríða aftur hér inn á þing eins og ekkert hafi í skorist og bræðralag fjórflokksins mun taka á móti þeim. Aðrir lagsbræður þeirra, þeir algerlega forhertu sem engu skeyta munu einnig sitja hér glaðhlakkalegir áfram. Það má þó háttvirtur fyrrverandi þingmaður Steinunn Valdís Óskarsdóttir eiga að hún hafði bæði siðvit til að hverfa af þingi og kjark til að loka á eftir sér. Hafi hún þökk fyrir það."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Eiríksson
Grétar Eiríksson
Hér er ætlunin að koma fram óhlutdrægnum upplýsingum fyrir Almenning, til fræðslu vegna Stjórnlagaþings okkar, birtingar á öðrum stjórnarskrám, ritgerðum, skýslum, Lögum og öðru efni er auðvelda Almenningi að velja Frambjóðendur eða ákveða framboðs til Stjórnlagaþings,  með upplýstum hætti án þess að Frambjóðendur verði hér kynntir, sem sagt fyrst og fremst að reyna að safna og miðla sem mestum upplýsingum varðandi ferli Stjórnarskrágerðar okkar, svo Almennur landsmaður geti verið sem allra upplýstastur um tilgang, markmið, mikilvægi Stjórnarskrár okkar og vonandi að auka Lýræðisvitund Landsmanna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband