Breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing

 Nýjar breytingar á Lögum um Stjórnlagaþing, frábær breyting á kjörseðli sem mun stuðla að mun fleiri gildum athvæðum en fyrri lög buðu uppá.

2. gr.


    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Efst á kjörseðli skulu prentaðar leiðbeiningar um hvernig atkvæðagreiðsla fer fram, sbr. reglur 11. gr. Á kjörseðli skulu vera tuttugu og fimm vallínur. Í fyrstu vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 1. val kjósanda, í annarri vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 2. val kjósanda, í þriðju vallínu standi auðkennistala frambjóðanda sem er 3. val kjósanda o.s.frv. Fremst í hverri vallínu skulu vera ferningar fyrir stafi í auðkennistölu frambjóðanda, jafnmargir og nauðsynlegt er, sbr. 6. mgr. 8. gr. Á bakhlið kjörseðils komi auðkennistákn seðilsins.

3. gr.


    2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
    Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning einn eða fleiri fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Glæsilegt

Sigþrúður Þorfinnsdóttir, 12.9.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Eiríksson
Grétar Eiríksson
Hér er ætlunin að koma fram óhlutdrægnum upplýsingum fyrir Almenning, til fræðslu vegna Stjórnlagaþings okkar, birtingar á öðrum stjórnarskrám, ritgerðum, skýslum, Lögum og öðru efni er auðvelda Almenningi að velja Frambjóðendur eða ákveða framboðs til Stjórnlagaþings,  með upplýstum hætti án þess að Frambjóðendur verði hér kynntir, sem sagt fyrst og fremst að reyna að safna og miðla sem mestum upplýsingum varðandi ferli Stjórnarskrágerðar okkar, svo Almennur landsmaður geti verið sem allra upplýstastur um tilgang, markmið, mikilvægi Stjórnarskrár okkar og vonandi að auka Lýræðisvitund Landsmanna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband