Þjóðfundur 6. Nóvember 2010

 Þjóðfundurinn 2010 verður haldinn 6. nóvember í Laugardalshöll í Reykjavík frá kl. 9:00-18:00.

Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings og þess er vænst að gestir verði um eitt þúsund, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Á Þjóðfundi verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni.

Þjóðfundur 2010 byggir að nokkru á þeirri reynslu sem fékkst á Þjóðfundinum á síðasta ári, en umræðuefnið að þessu sinni er stjórnarskrá Íslands. Þátttakendum á Þjóðfundi 2010 gefst því einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarskrá lýðveldisins, með því að taka þátt í umræðum um efni hennar og koma hugmyndum sínum á framfæri. Þjóðfundurinn er því frumkvæði þjóðarinnar til endurbóta á sjálfri stjórnarskránni.

Heimasíða Þjóðfundar 2010 - http://www.thjodfundur2010.is/

 Lög um Stjórnlagaþing

Ákvæði til bráðabirgða.
 Við gildistöku þessara laga skal forsætisnefnd Alþingis skipa þriggja manna undirbúningsnefnd stjórnlagaþings til að undirbúa stofnun og starfsemi þingsins ásamt undirbúningi þjóðfundar og skal nefndin ráða framkvæmdastjóra. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af forsætisráðherra.
 Við samþykkt laga þessara skal Alþingi kjósa sjö manna stjórnlaganefnd sem verði sjálfstæð í störfum sínum. Nefndin fái það hlutverk að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni. Þjóðfundinn skal halda tímanlega áður en kosið verður til stjórnlagaþings samkvæmt lögunum. Miða skal við að þátttakendur á þjóðfundi verði um eitt þúsund talsins og skulu þeir valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá þannig að gætt sé að eðlilegri skiptingu þátttakenda af landinu öllu og að kynjaskipting sé sem jöfnust. Úrtakið skal bundið við þá sem eiga kosningarrétt til stjórnlagaþings og lögheimili á Íslandi. Á þjóðfundinum skal leitast við að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings varðandi stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni og skal nefndin vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman.
Samþykkt á Alþingi 16. júní 2010.Frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 90/2010, um stjórnlagaþing.

7. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Stjórnlaganefnd og undirbúningsnefnd geta óskað ákvörðunar forseta Alþingis um einstök álitamál vegna undirbúnings þjóðfundar og stjórnlagaþings.
    Kostnaður við boðun og störf þjóðfundar og vegna undirbúnings stjórnlagaþings og starfa stjórnlaganefndar skal greiddur úr ríkissjóði.
Alþingi 9 September 2010
Lög þessi öðlast þegar gildi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Eiríksson
Grétar Eiríksson
Hér er ætlunin að koma fram óhlutdrægnum upplýsingum fyrir Almenning, til fræðslu vegna Stjórnlagaþings okkar, birtingar á öðrum stjórnarskrám, ritgerðum, skýslum, Lögum og öðru efni er auðvelda Almenningi að velja Frambjóðendur eða ákveða framboðs til Stjórnlagaþings,  með upplýstum hætti án þess að Frambjóðendur verði hér kynntir, sem sagt fyrst og fremst að reyna að safna og miðla sem mestum upplýsingum varðandi ferli Stjórnarskrágerðar okkar, svo Almennur landsmaður geti verið sem allra upplýstastur um tilgang, markmið, mikilvægi Stjórnarskrár okkar og vonandi að auka Lýræðisvitund Landsmanna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband